Samfélagsmiðlar

Yrði mikið högg ef annað flugfélagið færi

Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi WOW air, telur engan vafa leika á því að það myndi hafa mikil áhrif hér á landi ef rekstur íslensku millilandaflugfélaganna myndi stöðvast. Hann telur að fargjöld fari ekki hækkandi.

icelandair wow

Íslensku flugfélögin tvö standa undir bróðurparti allra flugferða til og frá landinu.

Ísland er háðara ferðaþjónustu efnahagslega séð en flest önnur lönd og góðar flugsamgöngur eru atvinnugreininni gríðarlega mikilvægar. Þjóðhagslegt mikilvægi Icelandair og WOW air hefur þar af leiðandi verið til umræðu síðustu misseri enda standa íslensku flugfélögin tvö undir nærri 80% af framboði flugsæta frá Keflavíkurflugvelli. Hvergi í Evrópu er vægi innlendra flugfélaga eins hátt. Aðspurður um hvort íslensku flugfélögin séu orðin of stór til að falla, segir Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi WOW air, að hann myndi svara þeirri spurningu neitandi. „Það yrði þó klárlega mikið högg ef annað flugfélagið færi og það tæki nokkur ár að ná einhverju jafnvægi. Það gefur augaleið.“

Fargjöldin ekki á uppleið

Í nýrri afkomuspá Arion banka fyrir Icelandair kemur fram að líkur séu á að fyrstu mánuðir þessa árs hafi verið versta ársbyrjun í rekstri Icelandair í áratug. Spá sérfræðingar bankans að tapið á þessum fyrsta ársfjórðungi hafi aukist hjá flugfélaginu frá sama tíma í fyrra og það megi helst skrifa á hækkandi olíuverð og styrkingu krónunnar. Til að vega upp þessa óhagstæðu þróun, þá segir í greiningu Arion banka, að mikilvægt sé að fargjöldin hækki. Skúli Mogensen vill ekki gefa mikið út á þessa spá Arion banka en segist ekki eiga von á því að fargjöld fari hækkandi. „Núna reynir á að hafa betri kostnaðarstrúktur en samkeppnisaðilarnir“, bæti Skúli við.

Þess má geta að síðustu tólf mánuði hefur verð á þotueldsneyti hækkað um ca. 40% og skrifast hluti af þeirri hækkun á óróan í Miðausturlöndum síðustu vikur. En líkt og Túristi greindi frá í byrjun árs þá haga stjórnendur Icelandair og WOW air innkaupum á eldsneyti með ólíkum hætti því það fyrrnefnda er að hluta til varið fyrir hækkunum fram í tímann en WOW air ekki. Og þegar litið er til fargjaldaþróunar hjá Norwegian, sem einnig er stórtækt í flugi yfir Atlantshafið, þá lækkuðu meðalfargjöld flugfélagsins um 4% í febrúar síðastliðnum miðað við sama tíma í fyrra. Lækkunin nemur 16% þegar litið er tvö ár aftur í tímann en svona upplýsingar eru ekki að finna í mánaðarlegum tilkynningum Icelandari til Kauphallarinnar né í fréttatilkynningum WOW air.

Íhuga að fá meðeigendur

Þessi umtalsverða fargjaldalækkun og miklar fjárfestingar í flugvélum og leiðakerfi hafa leikið efnahag Norwegian grátt og til marks um það þá þurftu félagið að leita eftir auknu hlutafé í mars sl. Það kom því á óvart þegar það spurðist út í síðustu viku að móðurfélag British Airways ætti orðið um 5% hlut í Norwegian og hefði áhuga á að eignast allt félagið. Skúli segir þessi síðustu tíðindi vera mjög áhugaverð og staðfesta trú sína á að Norwegian hafi verið að gera góða hluti í því að bjóða upp á lággjaldaflug yfir Atlantshafið. En mun Skúli ennþá sitja á 100% hlut í WOW air í árslok? „Við erum byrjuð að ígrunda hvort það eigi að taka inn meðeigendur.“ Hann segir ástæðuna þó ekki vera fjárþörf heldur aðallega þá að umfangið er orðið það mikið að áframhaldandi stækkun er orðin mjög dýr. „Þá er annað hvort að hægja á rekstrinum eða taka inn aukið hlutafé til að hafa sterkari stoðir. Miðað við umfang rekstrarins þá erum við með lágt eiginfjárhlutfall sem helgast af því að ég byggði félagið upp frá grunni.“

Nýtt efni

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …