Samfélagsmiðlar

Yrði mikið högg ef annað flugfélagið færi

Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi WOW air, telur engan vafa leika á því að það myndi hafa mikil áhrif hér á landi ef rekstur íslensku millilandaflugfélaganna myndi stöðvast. Hann telur að fargjöld fari ekki hækkandi.

icelandair wow

Íslensku flugfélögin tvö standa undir bróðurparti allra flugferða til og frá landinu.

Ísland er háðara ferðaþjónustu efnahagslega séð en flest önnur lönd og góðar flugsamgöngur eru atvinnugreininni gríðarlega mikilvægar. Þjóðhagslegt mikilvægi Icelandair og WOW air hefur þar af leiðandi verið til umræðu síðustu misseri enda standa íslensku flugfélögin tvö undir nærri 80% af framboði flugsæta frá Keflavíkurflugvelli. Hvergi í Evrópu er vægi innlendra flugfélaga eins hátt. Aðspurður um hvort íslensku flugfélögin séu orðin of stór til að falla, segir Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi WOW air, að hann myndi svara þeirri spurningu neitandi. „Það yrði þó klárlega mikið högg ef annað flugfélagið færi og það tæki nokkur ár að ná einhverju jafnvægi. Það gefur augaleið.“

Fargjöldin ekki á uppleið

Í nýrri afkomuspá Arion banka fyrir Icelandair kemur fram að líkur séu á að fyrstu mánuðir þessa árs hafi verið versta ársbyrjun í rekstri Icelandair í áratug. Spá sérfræðingar bankans að tapið á þessum fyrsta ársfjórðungi hafi aukist hjá flugfélaginu frá sama tíma í fyrra og það megi helst skrifa á hækkandi olíuverð og styrkingu krónunnar. Til að vega upp þessa óhagstæðu þróun, þá segir í greiningu Arion banka, að mikilvægt sé að fargjöldin hækki. Skúli Mogensen vill ekki gefa mikið út á þessa spá Arion banka en segist ekki eiga von á því að fargjöld fari hækkandi. „Núna reynir á að hafa betri kostnaðarstrúktur en samkeppnisaðilarnir“, bæti Skúli við.

Þess má geta að síðustu tólf mánuði hefur verð á þotueldsneyti hækkað um ca. 40% og skrifast hluti af þeirri hækkun á óróan í Miðausturlöndum síðustu vikur. En líkt og Túristi greindi frá í byrjun árs þá haga stjórnendur Icelandair og WOW air innkaupum á eldsneyti með ólíkum hætti því það fyrrnefnda er að hluta til varið fyrir hækkunum fram í tímann en WOW air ekki. Og þegar litið er til fargjaldaþróunar hjá Norwegian, sem einnig er stórtækt í flugi yfir Atlantshafið, þá lækkuðu meðalfargjöld flugfélagsins um 4% í febrúar síðastliðnum miðað við sama tíma í fyrra. Lækkunin nemur 16% þegar litið er tvö ár aftur í tímann en svona upplýsingar eru ekki að finna í mánaðarlegum tilkynningum Icelandari til Kauphallarinnar né í fréttatilkynningum WOW air.

Íhuga að fá meðeigendur

Þessi umtalsverða fargjaldalækkun og miklar fjárfestingar í flugvélum og leiðakerfi hafa leikið efnahag Norwegian grátt og til marks um það þá þurftu félagið að leita eftir auknu hlutafé í mars sl. Það kom því á óvart þegar það spurðist út í síðustu viku að móðurfélag British Airways ætti orðið um 5% hlut í Norwegian og hefði áhuga á að eignast allt félagið. Skúli segir þessi síðustu tíðindi vera mjög áhugaverð og staðfesta trú sína á að Norwegian hafi verið að gera góða hluti í því að bjóða upp á lággjaldaflug yfir Atlantshafið. En mun Skúli ennþá sitja á 100% hlut í WOW air í árslok? „Við erum byrjuð að ígrunda hvort það eigi að taka inn meðeigendur.“ Hann segir ástæðuna þó ekki vera fjárþörf heldur aðallega þá að umfangið er orðið það mikið að áframhaldandi stækkun er orðin mjög dýr. „Þá er annað hvort að hægja á rekstrinum eða taka inn aukið hlutafé til að hafa sterkari stoðir. Miðað við umfang rekstrarins þá erum við með lágt eiginfjárhlutfall sem helgast af því að ég byggði félagið upp frá grunni.“

Nýtt efni

Í febrúar léku þýsku fótboltaliðin Hansa Rostock og Hamburger Sport Verein (HSV) á heimavelli Hansa í Rostock. Bæði liðin eru gömul stórveldi á fótboltavellinum en eru nú í nokkrum öldudal og leika í annarri deild þýska fótboltans. Leikurinn endaði 2-2 sem voru auðvitað töluverð vonbrigði fyrir lið Hamborgar því þeir keppast við að komast aftur …

Útgerðir skemmtiferðaskipa virðast bjartsýnar um að fólk sæki mjög í siglingar á árinu. Ferðaþorstanum eftir innilokun Covid 19-áranna hafi ekki enn verið svalað. Þá kjósi margir, sem á annað borð hafa efni á því, verja fleiri ferðadögum á friðsælu floti um heimsins höf fremur en að olnboga sig í gegnum manngrúa borga og vinsælla ferðamannastaða. …

Það voru keyptar 390 þúsund gistinætur á íslenskum gististöðum í janúar eða 13 prósentum færri en í janúar í fyrra. Næturnar núna voru álíka margar og í janúar 2019 en það var í mars það ár sem rekstur Wow Air stöðvaðist. Gisitnóttum útlendinga á skráðum gististöðum, stór hluti heimagistingarinnar fellur þar ekki undir, fækkaði um …

Lilja Dögg Alfreðsdóttir

Vinna við aðgerðaáætlun í tengslum við ferðamálastefnu Íslands til ársins 2030 er langt komin. Birt hafa verið í Samráðsgátt drög að tillögu til þingsályktunar og óskað umsagna. Það kemur síðan í hlut Alþingis að vinna úr tillögum sem orðið hafa til í víðtæku samráði hagaðila í ferðaþjónustu - og ákveða síðan hvert skal stefna. Þær …

Þjóðarflugfélög Frakka og Hollendinga mynda samsteypuna Air France-KLM Group og hagnaðist fyrirtækið um 934 milljónir evra á nýliðnu ári. Sú upphæð jafngildir 140 milljörðum króna. Aldrei áður hefur þessi fransk-hollenska samsteypa skilað svona miklum hagnaði að því fram kemur í tilkynningu nú í morgun í tilefni af birtingu uppgjörsins. Þar kemur fram að stríðið á …

Karólínska háskólasjúkrahúsið í Stokkhólmi er það sjöunda besta í heimi samkvæmt árlegum lista bandaríska tímaritsins Newsweek. Þetta er fimmta árið í röð sem Karólínska er á lista yfir þau 10 bestu en Björn Zoëga hefur verið forstjóri sjúkrahússins öll þau ár. Björn sagði stöðunni upp nú í ársbyrjun og lætur af störfum í næstu viku. …

Þetta eru ískyggilegar fréttir fyrir Íslendinga og aðrar þjóðir landanna sem liggja að Norður-Atlantshafi. Það er hluti af kjarngóðu og upplýstu uppeldi allra landsmanna að heyra um mikilvægi Golfstraumsins - helst snemma í frumbernsku, og landsmenn eru minntir á mikilvægi hans reglulega út æviskeiðið. Golfstraumurinn liggur frá Karíbahafinu og hingað norður eftir og gerir það …

Lestarferð á fjölförnustu viðskiptaferðaleiðum Bretlands losar innan við helming af því CO2 sem jafn löng ferð með rafbíl gerir, samkvæmt útreikningum sem The Rail Delivery Group, hagsmunasamtök lestarfélaga þar í landi, hafa reiknað út og sagt er frá í The Guardian. Þar sem um er að ræða vistvænstu lestirnar, sem einungis ganga fyrir rafmagni, þá …