Samfélagsmiðlar

Leitin að besta hótelinu

Á hótelið að vera hápunktur ferðarinnar eða bara staður til að halla sér yfir hánóttina. Hverjar sem þarfirnar eru þá eru hér nokkur góð ráð til að finna heppilegustu gistinguna.

Flugmiðinn er í höfn og nú er komið að því að finna gott hóteltilboð. Þú byrjar að leita á Booking.com en þar birtast hundruðir gistikosta og úrvalið er ekki minna á Hotels.com og öllum hinum bókunarsíðum. Þú skoðar hvað dóma hótelin fá á Tripadvisor og jafnvel hvaða gistingum Lonely Planet mælir með í borginni. Að lokum stendur valið á milli tveggja kosta og þá er að sjá hvernig heimasíður hótelanna líta út og hvaða kjör bjóðast þar. Svo þegar komið er að því að bóka þá hefur gistingin hækkað hressilega eða ekkert er laust lengur og þá þarf að byrja upp á nýtt.

Auðvitað gengur þetta ekki alltaf svona illa en það getur engu að síður tekið óratíma að finna sér heppilega gistingu í útlöndum en hér eru nokkur ráð um hvernig má auðvelda sér leitina.

Viltu besta tilboðið?

Það getur verið stressandi að fara inn á síður eins og Booking.com og Hotels.com þar sem sífellt er verið að hamra á því að akkúrat núna sé einhver að bóka herbergi á hótelinu sem þú ert að skoða eða að bara á þessari mínútu sé þessi 60% afsláttur í boði. Þessi sölutrix hafa verið gagnrýnd enda sýnt fram á að stundum er ekki innistæða fyrir þessum yfirlýsingum og sérstaklega ekki afsláttarprósentunni. Við höldum samt áfram að skoða þessar síður því þar bjóðast oft góð kjör. Túristi hefur hins vegar lengi mælt með því að lesendur noti leitarsíðu HotelsCombined til að bera saman tilboð allra þessara bókunarsíðna og líka Trivago.  Þessar leitarvélar birta nokkur tilboð fyrir hvert hótel og þannig má fá yfirsýn yfir tilboðsflaumin á einfaldan hátt. Stóri gallinn við þessar leitarvélar er sá verðið sem þar birtist er ekki alltaf með söluskatti og því hækkar prísinn stundum þegar komið er inn á bókunarsíðuna sjálfa.

Það sem hins vegar góð regla að skoða alltaf líka hvaða kjör eru í boði á heimasíðum hótelsins sjálfs. Hótelin borga nefnilega sölusíðunum þóknanir og reyna stundum að komast hjá því með bjóða þeim gestum sem bóka beint betra verð.

Viltu betra hótel?

Ef þú vilt að hótelið verði einn af hápunktum ferðarinnar jafnvel þó að sé ekki fimm stjörnu hótel þá mælir Túristi með úrvalinu hjá Tablet Hotels og Mr and Mrs Smith. Stór hluti hótelanna á þessum síðum teljast til lúxus hótela en þarna leynast oft góðir gististaðir sem rukka álíka mikið fyrir herbergin og hefðbundin þriggja stjörnu hótel.

Viltu búa á réttum stað?

Það getur einfaldað ferðalagið óskaplega að bóka hótel sem liggur vel við höggi upp á ferðir til og frá flugvelli eða er í þeim borgarhluta sem við reiknum með að verja mestum tíma í. Það má því réttlæta fyrir sér aðeins dýrari gistingu í stað þess að ferðst sífellt í leigubílum eða eyða dýrmætum tíma í neðanjarðarlest. Notaðu því Google maps til að sjá hvernig samgöngurnar eru og hversu langan tíma tekur að labba heim úr búðunum upp á hótel eða að veitingastöðunum sem heilla mest. Á bókunarsíðunum er oftast hægt að sía leitina eftir ákveðnum hverfum og það gott að nýta sér þann möguleika.

Viltu sveigjanleika?

Einn af kostunum við að bóka í gegnum síður eins og Booking.com er að gistinguna þar má oftast afbóka með sólarhrings fyrirvara. Það er mikill kostur ef ferðaplön breytast eða ef þú finnur betra tilboð annars staðar. Á sama hátt vilja sumir bíða með að bóka gistinguna fram á síðustu stundu vitandi að þá er oft hægt að gera góð kaup.

Viltu barnarúm eða barnaherbergi?

Það þarf alltaf að gefa upp aldur barnanna áður en hægt er að leita eftir lausum herbergjum. Stundum gefa hótelin eða bókunarsíðum foreldrunum val um að hafa börnin upp í rúmi hjá sér en það er ekki alltaf svo og sérstaklega þegar þau eru komin á skólaaldur. Þá fara sumar bókunarsíður í baklás og bjóða bara upp á sérherbergi fyrir krakkana og þá verður gistingin allt í einu fokdýr. Þá borgar sig heldur að heyra í hótelinu sjálfu og sjá hvaða lausnir starfsfólk þess býður.

Viltu bílastæði?

Þó það einfaldi oft ferðalagið að geta keyrt á milli staða þá getur verið vesen að leggja bílnum. Sum hótel bjóða upp á bílastæði en oftar en ekki borgar þú aukalega fyrir það. Það er því betra að skoða verðskrá hótelsins sjálfs hvað það varðar því það er ólíklegt að Booking.com eða aðrar síður hafi þessar upplýsingar.

Sem fyrr segir þá er það þægilegt fyrsta skref í leitinni að byrja á skoða öll tilboðin sem leitarvélar HotelsCombined og Trivago finna. En það er góð regla að skoða líka hvað er í boði á heimasíðu viðkomandi hótels, þar gætu leynst góð tilboð líka.

Nýtt efni

Icelandair var stundvísasta flugfélag Evrópu í nýliðnum júní samkvæmt lista greiningafyrirtækisins Cirium. Að jafnaði voru 84 prósent ferða Icelandair á réttum tíma í síðasta mánuði sem er á pari við stundvísina í maí. Í öðru sæti á lista Cirum er Iberia Express og Iberia í þriðja sæti. SAS varð í fjórða og Finnair í fimmta …

helsinki yfir

Hagstofur víða birta nú nýjar verðlagsmælingar sem flestar sýna að verðbólga er á niðurleið. Nú í morgunsárið var komið að finnsku hagstofunni og þar sýna tölur að verðlag hefur hækkað um 1,3 prósent síðastliðna 12 mánuði. Á milli maí og júní fór verðbólgan niður um 0,2 prósent. Það voru lækkandi húsnæðisvextir og fallandi verð á …

„Ef maður vill færa út kvíarnar þá verður að taka áhættuna þegar „eina raunverulega" vöruhúsakeðjan í Evrópu er til sölu," segir Ayad Al-Saffar, stofnandi Axcent of Scandinavia, sem um helgina keypti belgíska verslunarfélagið Inno í félagi við fjárfestingafélagið Skel. Stjórnarformaður þess síðastnefnda er Jón Ásgeir Jóhannesson sem jafnframt fer fyrir meirihluta í fjárfestingafélaginu en Jón …

Kaupmannahafnarflugvöllur er fjölfarnasta flughöfn Norðurlanda og fóru hátt í 2,9 milljónir farþega þar um í júní eða ríflega þrefalt fleiri en um Keflavíkurflugvöll á sama tíma. Íslenski flugvöllurinn kemst þó á blað yfir vinsælustu áfangastaðina fyrir farþega í Kaupmannahöfn og er í níunda sæti á topplistanum fyrir júní. Í þeim mánuði nýttu 55.515 farþegar sér …

Þegar heimsfaraldurinn hófst í febrúar árið 2020 lækkaði gengi hlutabréfa í ferðaþjónustufyrirtækjum hratt og hjá Icelandair fór það niður um þrjá fjórðu fyrstu mánuðina eftir að landamærum var lokað til að hefta útbreiðslu veirunnar. Gengið hélt svo áfram að lækka fram á haustið þegar efnt til hlutafjárútboðs þar sem hver hlutur var seldur á 1 …

Aðdáun Indverja á vískíi er ekki ný af nálinni. Þó var það ekki fyrr en í kringum árið 2010 að framleiðandinn Amrut, sem var stofnaður árið 1948, kynnti Indian Single Malt viskí sem átti sérstaklega góðu gengi að fagna í Skotlandi, af öllum stöðum, áður en það hélt áfram til Bandaríkjanna þar sem það mæltist …

Ein leiðin til að sjá eigin augum hversu umsvifamikil atvinnugrein ferðaþjónustan er í landinu er að fara í morgunferð austur á Þingvelli, njóta þess að vera þar nánast einn dálitla stund og hlusta á fuglana syngja, fylgjast síðan með bílaflóðinu inn á stæðin við gestastofuna á Hakinu þegar klukkan fer að ganga tíu. Þá sér …

Norska flugfélagið Norwegian gerði upp annan ársfjórðung í gær en hlutabréf í félaginu féllu um 16 prósent í síðustu viku þegar afkomuspá ársins var lækkuð. Fjárfestar tóku þó uppgjör gærdagsins vel því bréfin hækkuðu um fimm af hundraði. Niðurstaðan hljóðaði upp á 477 milljónir norskra króna í hagnað fyrir skatt eða 6,1 milljarð íslenskra kr. …