Samfélagsmiðlar

Leitin að besta hótelinu

Á hótelið að vera hápunktur ferðarinnar eða bara staður til að halla sér yfir hánóttina. Hverjar sem þarfirnar eru þá eru hér nokkur góð ráð til að finna heppilegustu gistinguna.

Flugmiðinn er í höfn og nú er komið að því að finna gott hóteltilboð. Þú byrjar að leita á Booking.com en þar birtast hundruðir gistikosta og úrvalið er ekki minna á Hotels.com og öllum hinum bókunarsíðum. Þú skoðar hvað dóma hótelin fá á Tripadvisor og jafnvel hvaða gistingum Lonely Planet mælir með í borginni. Að lokum stendur valið á milli tveggja kosta og þá er að sjá hvernig heimasíður hótelanna líta út og hvaða kjör bjóðast þar. Svo þegar komið er að því að bóka þá hefur gistingin hækkað hressilega eða ekkert er laust lengur og þá þarf að byrja upp á nýtt.

Auðvitað gengur þetta ekki alltaf svona illa en það getur engu að síður tekið óratíma að finna sér heppilega gistingu í útlöndum en hér eru nokkur ráð um hvernig má auðvelda sér leitina.

Viltu besta tilboðið?

Það getur verið stressandi að fara inn á síður eins og Booking.com og Hotels.com þar sem sífellt er verið að hamra á því að akkúrat núna sé einhver að bóka herbergi á hótelinu sem þú ert að skoða eða að bara á þessari mínútu sé þessi 60% afsláttur í boði. Þessi sölutrix hafa verið gagnrýnd enda sýnt fram á að stundum er ekki innistæða fyrir þessum yfirlýsingum og sérstaklega ekki afsláttarprósentunni. Við höldum samt áfram að skoða þessar síður því þar bjóðast oft góð kjör. Túristi hefur hins vegar lengi mælt með því að lesendur noti leitarsíðu HotelsCombined til að bera saman tilboð allra þessara bókunarsíðna og líka Trivago.  Þessar leitarvélar birta nokkur tilboð fyrir hvert hótel og þannig má fá yfirsýn yfir tilboðsflaumin á einfaldan hátt. Stóri gallinn við þessar leitarvélar er sá verðið sem þar birtist er ekki alltaf með söluskatti og því hækkar prísinn stundum þegar komið er inn á bókunarsíðuna sjálfa.

Það sem hins vegar góð regla að skoða alltaf líka hvaða kjör eru í boði á heimasíðum hótelsins sjálfs. Hótelin borga nefnilega sölusíðunum þóknanir og reyna stundum að komast hjá því með bjóða þeim gestum sem bóka beint betra verð.

Viltu betra hótel?

Ef þú vilt að hótelið verði einn af hápunktum ferðarinnar jafnvel þó að sé ekki fimm stjörnu hótel þá mælir Túristi með úrvalinu hjá Tablet Hotels og Mr and Mrs Smith. Stór hluti hótelanna á þessum síðum teljast til lúxus hótela en þarna leynast oft góðir gististaðir sem rukka álíka mikið fyrir herbergin og hefðbundin þriggja stjörnu hótel.

Viltu búa á réttum stað?

Það getur einfaldað ferðalagið óskaplega að bóka hótel sem liggur vel við höggi upp á ferðir til og frá flugvelli eða er í þeim borgarhluta sem við reiknum með að verja mestum tíma í. Það má því réttlæta fyrir sér aðeins dýrari gistingu í stað þess að ferðst sífellt í leigubílum eða eyða dýrmætum tíma í neðanjarðarlest. Notaðu því Google maps til að sjá hvernig samgöngurnar eru og hversu langan tíma tekur að labba heim úr búðunum upp á hótel eða að veitingastöðunum sem heilla mest. Á bókunarsíðunum er oftast hægt að sía leitina eftir ákveðnum hverfum og það gott að nýta sér þann möguleika.

Viltu sveigjanleika?

Einn af kostunum við að bóka í gegnum síður eins og Booking.com er að gistinguna þar má oftast afbóka með sólarhrings fyrirvara. Það er mikill kostur ef ferðaplön breytast eða ef þú finnur betra tilboð annars staðar. Á sama hátt vilja sumir bíða með að bóka gistinguna fram á síðustu stundu vitandi að þá er oft hægt að gera góð kaup.

Viltu barnarúm eða barnaherbergi?

Það þarf alltaf að gefa upp aldur barnanna áður en hægt er að leita eftir lausum herbergjum. Stundum gefa hótelin eða bókunarsíðum foreldrunum val um að hafa börnin upp í rúmi hjá sér en það er ekki alltaf svo og sérstaklega þegar þau eru komin á skólaaldur. Þá fara sumar bókunarsíður í baklás og bjóða bara upp á sérherbergi fyrir krakkana og þá verður gistingin allt í einu fokdýr. Þá borgar sig heldur að heyra í hótelinu sjálfu og sjá hvaða lausnir starfsfólk þess býður.

Viltu bílastæði?

Þó það einfaldi oft ferðalagið að geta keyrt á milli staða þá getur verið vesen að leggja bílnum. Sum hótel bjóða upp á bílastæði en oftar en ekki borgar þú aukalega fyrir það. Það er því betra að skoða verðskrá hótelsins sjálfs hvað það varðar því það er ólíklegt að Booking.com eða aðrar síður hafi þessar upplýsingar.

Sem fyrr segir þá er það þægilegt fyrsta skref í leitinni að byrja á skoða öll tilboðin sem leitarvélar HotelsCombined og Trivago finna. En það er góð regla að skoða líka hvað er í boði á heimasíðu viðkomandi hótels, þar gætu leynst góð tilboð líka.

Nýtt efni

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …