Samfélagsmiðlar

Keyra hálftómar rútur frá Keflavíkurflugvelli

Framboð á sætaferðum til og frá Leifsstöð hefur aldrei verið meira. Talning Túrista sýnir þó að nýtingin á rútunum getur verið ákaflega lítil.

Löng röð við Flugrútuna en staðan var önnur hjá Airport Direct þann dagspart sem Túristi taldi farþega hjá fyrirtækjunum tveimur.

Þeir sem kjósa að nýta sér almenningssamgöngur til og frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar hafa úr fleiri kostum að velja en nokkru sinni fyrr. Þrjú rútufyrirtæki bjóða til að mynda upp á reglulegar sætaferðir allan sólarhringinn og Strætó keyrir út á völl yfir daginn. Samtals eru ferðir rútufyrirtækjanna þriggja um 120 á degi hverjum og er það nokkur viðbót frá því sem áður var. Ástæðuna fyrir auknu framboði má rekja til útboðs Isavia á rútustæðum beint fyrir framan komusal Leifsstöðvar sem haldið var síðastliðið sumar. Þar buðu Kynnisferðir og Hópbílar hæstu þóknunina fyrir aðstöðuna á meðan Gray Line, sem hefur um árabil haft á boðstólum sætaferðir út á Keflavíkurflugvöll, var með lægsta boðið.

Byrjað var að keyra samkvæmt nýja fyrirkomulaginu 1. mars síðastliðinn og þó Gray Line hafi ekki fengið aðgang að stæðunum beint við flugstöðina þá hélt fyrirtækið uppteknum hætti en núna frá svokölluðu fjarstæði. Isavia hóf þá gjaldtöku á því bílastæði en hana hefur Samkeppniseftirlitið nú stöðvað.

Minnkun í kjölfar meiri samkeppni

Hvað sem líður þeirri gjaldtöku þá er ljóst að framboðið á rútuferðum út á flugvöll er mikið og ekki virðist vera markaður fyrir þær allar. Þannig taldi Túristi farþega í rútum við Keflavíkurflugvöll seinnipart dags í byrjun þessa mánaðar og áberandi var hversu fáir fóru upp í rútur Hópbíla/Airport Direct. Voru farþegarnir á bilinu 4 til 15 í hverri ferð þó sæti væru fyrir 53 farþega. Aðspurður um hvort nýtingin í rútum fyrirtækisins hafi almennt verið svona lág þá bendir Hjörvar Sæberg Högnason, framkvæmdastjóri Airport Direct, á að fyrirtækið sé nýr aðili á þessum markaði og að það taki tíma að byggja upp viðskiptasambönd. „Heilt yfir hefur þetta gengið ágætlega hjá okkur frá því við byrjuðum í mars, en við höfum hinsvegar séð minnkun í kjölfar meiri samkeppni og lækkandi verðs frá samkeppnisaðilum“.

Hið lækkandi verðlag, sem Hjörvar vísar til, má þó einnig rekja til Airport Direct því þegar fyrirtækið tók við stæðunum við Leifsstöð þann 1. mars þá kostuðu farmiðar þess 2.900 krónur á meðan stakt fargjald var á 2.950 í Flugrútuna og 2.400 krónur hjá Airport Express. Stuttu síðar hóf Airport Direct svo að bjóða farmiða á 2.390 krónur en takmarkast það fargjald við ferðir utan háannatíma.

Greiða Isavia um 350 þúsund kr. á dag

Farmiðaverð í sætaferðir út á Keflavíkurflugvöll hefur hins vegar almennt hækkað í framhaldi af útboði Isavia og skýringuna á því er meðal annars að finna í auknum kostnaði fyrirtækjanna. Nú greiða t.d Kynnisferðir, sem reka Flugrútuna, 41,2% af andvirði hvers miða til Isavia og hið opinbera fyrirtæki fær þriðjung af tekjum Hópbíla/Airport Direct. Þessi endurgreiðsla til Isavia er reiknuð út frá 500 milljón króna lágmarki sem að frádregnum virðisaukaskatti nemur 127 milljónum króna á ári hjá Hópbílum/Airport Direct en 175 milljónum hjá Kynnisferðum/Flugrútunni. Fyrrnefnda fyrirtækið greiðir því að jafnaði 350 þúsund krónur á dag fyrir aðstöðuna og þarf því daglga að selja um 120 farmiða til að hafa upp í þóknunina til Isavia. Til viðbótar má þess geta að samkvæmt útreikningum Samkeppniseftirlitsins kostar um 20 þúsund krónur að keyra rútu frá Keflavíkurflugvelli og inn til höfuðborgarinnar.

Aðstaðan dýru verði keypt

Sem fyrr segir eru Kynnisferðir/Flugrútan einnig með aðstöðu beint fyrir framan Leifsstöð og þann dagspart sem Túristi taldi farþega í rútunum þá keyrðu bifreðar fyrirtækisins nær undantekningalaust nærri fullfermdar frá flugstöðinni. Hjá Gray Line/Airport Express voru farþegarnir færri og í svari til Túrista segir Þórir Garðarsson, stjórnarformaður, að það sé reynsla fyrirtækisins að það taki mjög langan tíma að byggja upp vörumerki og þar með fá góða nýtingu í sætaferðirnar til og frá Keflavíkurflugvelli. „Það er líka staðreynd að flestir þeir erlendu ferðamenn sem nýta sér ferðirnar til Reykjavíkur eru búnir að kaupa á ferðina fyrir komuna til landsins. Sölubás inn í Leifsstöð gerir þvi ekki gæfumuninn og sú aðstaða er því dýru verði keypt í dag.“

 

 

Nýtt efni

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …

Allt frá því að Play var skráð á hlutabréfamarkað sumarið 2021 og fram til ársloka 2022 var Fiskisund ehf. stærsti hluthafinn í Play með 8,6 prósenta hlut. Fyrir Fiskisundi fóru þau Kári Þór Guðjónsson, Halla Sigrún Hjartardóttir og Einar Örn Ólafsson, sem lengi var stjórnarformaður flugfélagsins en settist í forstjórastólinn um síðustu mánaðamót. Einar Örn átti einnig …

Flugstöðin í Changi í Singapúr er ekki lengur í efsta sæti á árlegum lista Skytrax yfir bestu flugvellina heldur í öðru sæti. Hamad alþjóðaflugvöllurinn í Doha í Katar toppar nú listann sem birtur var í gær en hann byggir á einkunnagjöf farþega. Í þriðja sæti er Incheon í Seoul en í næstu tveimur sætum eru …

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til Ísafjarðar um síðustu helgi, þýska AIDAsol með nærri í 2.200 farþega. Á sunnudag koma tvö skip með væntanlega 3.000 - 4.000 farþega. Það er farþegafjöldi undir öllum viðvörunarmörkum sem Ísafjarðarbær ætlar að fylgja í framtíðinni vegna komu skemmtiferðaskipa. Nýsamþykktar fjöldatakmarkanir gilda raunar ekki á þessu ári þar sem bókanir hafa …