Samfélagsmiðlar

Skúli og Svanhvít skýra stöðuna

Í dag birtast viðtöl við forsvarsfólk WOW air í útbreiddustu dagblöðum landsins. Þar fást svör við nokkrum af þeim spurningum sem verið hafa uppi síðustu daga. Nokkrum atriðum er þó áfram ósvarað.

wow skuli airbus

Skúli Mogensen forstjóri og eigandi WOW air.

„Miðasala félagsins hefur verið fín og við sjáum ekki að þessi umfjöllun hafi haft nein áhrif á sölu miða síðustu daga,“ segir Skúli Mogensen, eigandi og forstjóri WOW air, í viðtali við Fréttablaðið í dag. Þar var hann spurður hvort hið mikla umtal um fjárhagslegan styrk WOW air hefði haft áhrif á farmiðasölu. Í því samhengi má benda á að staðan á íslenskum flugmarkaði var á dagskrá á ráðherrafundi í vikunni. Umfjöllunin takmarkast því ekki við kaffistofur landsins og það kann að vera ástæða þess að bæði Skúli Mogensen og Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, tjá sig við fjölmiðla í dag. Þó ber að hafa í huga að hlutfall Íslendinga í þotum WOW air er lágt því rétt um sjöundi hver farþegi kemur frá heimamarkaðinum. Vangaveltur hér á landi um fjárhagstöðu WOW air hafa því ósennilega einhver áhrif á sölu farmiða út í heimi. Þessi umræða gæti þó haft áhrif á innlenda og erlenda birgja félagsins.

Í fyrrnefndu viðtali við Fréttablaðið svarar Skúli mörgum af þeim spurningum sem vaknað hafa í kjölfar þess að WOW air birti upplýsingar um taprekstur sinn í fyrra og að útboðslýsing í tengslum við skuldabréfaútgáfu félagsins fór í dreifingu í síðustu viku. Þar kom til að mynda fram að eiginfjárstaðan hefði styrkst á fyrri helmingi ársins og segir Skúli skýringuna til að mynda að finna í kaupum á fraktflutningafyrirtækin Cargo Express. Þess ber þó að geta að Skúli átti sjálfur meirihlutann í því félagi og hvað sem líður núverandi verðmati á fraktflutningafélaginu má velta vöngum yfir því hvers virði það væri ef fyrirtækið yrði rekið sjálfstætt en ekki í nánum tengslum við flugfélag.

Sækja í viðskiptaferðalanga

Aðspurður um viðbrögð fjárfesta við yfirstandandi útboði WOW air á skuldabréfum fyrir 6 til 12 milljarða króna þá segir Skúli Fréttablaðinu að undirtektirnar hafi verið góðar. Það hefur þó vakið athygli að í útboðslýsingunni er gert ráð fyrir töluverðum viðsnúningi í rekstri WOW air á næsta ári en Skúli segir forsendurnar fyrir þeirri bætingu ekki vera hærra farmiðaverð og lækkandi olíuverði. „Við erum því ekki að spá hækkandi grunnfargjaldi og lækkandi olíuverði.“ Auknar hliðartekjur og sala á svokölluðum Premium sætum munu vera meginskýringin á auknum tekjum. Hvort það þýði að verðskrá WOW air fyrir innritun á töskum, val á sætum og fleiru álíka eigi eftir að hækka á eftir að koma í ljós en aukagjöld WOW nú þegar í hærri kantinum. Þannig borgar farþegi sem flýgur með félaginu frá London til New York, með millilendingu á Íslandi, 45% meira fyrir innritaðan farangur en í beinu flugi Norwegian á milli borganna.

Skúli hefur áður lýst því yfir að hann telji félagið eiga mikla möguleika í að laða til sín fleiri viðskiptaferðalanga sem bóki dýrari og breiðari sæti. Sá markhópur er samkeppnisaðilum WOW mjög mikilvægur því samkvæmt nýlegri úttekt IATA, alþjóðasamtaka flugfélaga, þá standa farþegarnir í fremsta farrými undir um helmingi tekna flugfélaganna í áætlunarferðum milli Evrópu og Norður-Ameríku. Samkeppnin um þá sem bóka dýrari sætin er því væntanlega ennþá harðari en um almenna farþega.

Stefna á verulega bætingu á seinni árshelmingi

Fréttablaðið birtir jafnframt spár forsvarsfólks WOW air um breyttan rekstur á seinni hluta ársins. Þar er gert ráð fyrir að tekjur og gjöld hækki um 35 prósent og að EBIDTA, rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, tvöfaldist frá sama tíma í fyrra. Spár um álíka jákvæða sveiflu á milli ára eru ekki að finna hjá stóru flugfélögunum í Evrópu þó mörg þeirra geri ráð fyrir að afkoman á þriðja ársfjórðungi verði góð. Hjá Norwegian, sem hefur verið leiðandi í verðlagningu á Atlantshafsflugi undanfarin misseri, þá var mikill hagnaður á þriðja ársfjórðungi í fyrra. Tapið á þeim fjórða var hins vegar hátt.

Aukin fjárþörf skrifast líka á Indlandsflugið

Sem fyrr segir þá tjáir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW, sig líka við fjölmiðla í dag. Í Morgunblaðinu er hún spurð út í ástæður þess að félagið þurfi nú að leita aukins fjármagns þrátt fyrir að hafa gefið það út í nóvember í fyrra að reksturinn væri að fullu fjármagnaður. Þetta er spurning sem Túristi hefur spurt forsvarsfólk WOW air síðustu vikur en ekki fengið svör í Morgunblaðinu segir Svanhvít að skýringin á aukinni fjármagnsþörf sé helst að finna í nýju Indlandsflugi félagsins. „Í nóvember á síðasta ári, þegar tilkynningin var send út, var ekki búið að taka ákvörðun um að hefja áætlunarflug til Indlands sem er umtalsverð fjárfesting fyrir félagið. Jafnframt viljum við styrkja okkur til mun lengri tíma en til loka árs 2019 og núverandi fjármögnun er liður í því,“ segir Svanhvít í Morgunblaðinu. Í grein blaðsins er hins vegar bent á að það hafi komið fram í máli forsvarsmanna WOW um langt skeið að þeir horfðu til Asíu og þau plön séu því ekki ný af nálinni.

 

Nýtt efni

Brasilíski flugframleiðandinn Embraer greinir frá góðum gangi í pöntunum og afhendingu véla á fyrstu mánuðum ársins. Mestur var fögnuðurinn í höfuðstöðvunum í São José dos Campos þegar American Airlines staðfesti kaup á 90 farþegaþotum af gerðinni E175, sem verða notaðar í innanlandsflugi og eru hluti af stórri endurnýjun flugflota félagsins. E175 eru meðaldrægar vélar, oftast …

Faxaflóahafnir héldu vorfund sinn fyrir helgi til að kynna fyrirtækjum í ferðaþjónustu skipulag sumarsins við móttöku skemmtiferðaskipa, sem tekur mið af því raski sem verður vegna byggingar farþegamiðstöðvar Faxaflóahafna. Þeim framkvæmdum á að ljúka að tveimur árum liðnum, eins og FF7 greindi nýverið frá. Fram kom á fundinum að gert er ráð fyrir rúmlega 308 …

Fréttaveitan Bloomberg sagði frá því á dögunum að mikil úlfúð ríkti í alþjóðlegu kolefnisvottunarsamtökunum Science Based Targets initiatives, eða SBTi.  Fyrirtæki um allar koppagrundir hafa lengi reitt sig á vottanir frá SBTi þegar þau hafa fullyrt að þau stefni að kolefnishlutleysi.  Yfirleitt er kannski lítil ástæða til þess að fólk kippi sér upp við slæman starfsanda og …

Þegar lent er á flugvelli á ESB-svæðinu bíður farþeganna ekki verslun með tollfrjálsan varning við töskubeltin. Þess háttar er aðeins í boði fyrir brottför. Í Evrópuríkjum utan ESB gefst hins vegar tækifæri til að kaupa ódýrara áfengi við komuna eins og við þekkjum frá Keflavíkurflugvelli. Þeir sem nýta tollinn sinn þar til að kaupa léttvín …

Þrjár þotur Loftleiða munu næstu misseri fljúga viðskiptavinum erlendra ferðaskrifstofa hringinn í kringum heiminn. Um borð eru sætin stærri og færri en í hefðbundnu áætlunarflugi enda kostar ferðalagið skildinginn. Hver farþegi borgar 25 milljónir fyrir ferðalag líkt og farið var yfir í fréttum Stöðvar 2.  Það er ekkert nýtt að Icelandair leigi þotu og áhöfn í …

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …