Samfélagsmiðlar

WOW leitar eftir fjármagni hjá frændþjóðunum

Þegar næsta ár verður gert upp þá á WOW air að vera orðið stærra flugfélag en Icelandair. Þetta er meðal þess sem kemur fram í kynningu á skuldabréfaútboði WOW air.

wow skuli airbus

Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air.

Það hefur verið mikill stígandi í umræðunni um fjárhagslegan styrkleika íslensku flugfélaganna síðustu vikur. Segja má að upphafið mega rekja til sunnudagsins 8. júlí þegar Icelandair lækkaði afkomuspá sína fyrir árið. Í kjölfarið tók gengi hlutabréfa fyrirtækisins dýfu. Fimm dögum síðar birti WOW air fyrstu upplýsingarnar um reksturinn í fyrra og niðurstaðan var 2,4 milljarða króna tap.

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, tjáði sig um þessi tíðindi í kjölfarið og sagðist trúa því að stjórnndur flugfélaganna næðu að stýra þeim inn á beinu brautina á ný. Ráðherra kom svo fram að nýju í síðustu viku og sagði að í samgönguráðuneytinu væri unnið að áætlun sem grípa megi til ef rekstur mikilvægra fyrirtækja fer úr skorðum. Munu Icelandair og WOW air teljast til þess háttar fyrirtækja.

Í fyrradag sagði Túristi svo frá því að hlutafé í WOW air hefði núverið verið hækkað um helming en um var að ræða breytingu á skuld við Skúla Mogensen, eiganda félagsins, í hlutafé. Þessi viðskipti lækkuðu þar með skuldir félagsins en ekki kom inn nýtt fé. Þá innspýtingu í reksturinn freista forsvarsmenn félagsins hins vegar til að ná í núna með útgáfu skuldabréfa upp á 6 til 12 milljarða króna í Skandinavíu.

Kynning á þessari útgáfu er nú í dreifingu víða og hefur Túristi eintak af henni. Þar eru birtar ítarlegar upplýsingar um fjárhagsstöðu WOW air og markmið. Þar segir til að mynda að í lok næsta árs geri áætlanir ráð fyrir að WOW air verði umsvifamesta flugfélag landsins og stefnt er að skráningu á hlutabréfamarkað innan fárra ára. Hins vegar kemur líka fram að rekstur WOW air hefur þyngst verulega og tapið, síðustu 12 mánuði, nemur um 4,9 milljörðum.

Samkvæmt frétt Morgunblaðsins þá vildi Skúli Mogensen, eigandi og forstjóri WOW air, ekki tjá sig um skuldabréfaútgáfuna við blaðið.

Nýtt efni

Lufthansa-flugsamsteypan tilkynnti í dag að flugferðum til Amman í Jórdaníu, Erbil í Kúrdahéruðum Íraks og Tel Aviv í Ísrael yrði frestað til þriðjudags og ekki yrði flogið til Beirút í Líbanon og Teheran í Íran a.m.k. til fimmtudags vegna stríðsógnarinnar og hernaðaraðgerða í Mið-Austurlöndum. Á flugvellinum í Amman í Jórdaníu - MYND: Unsplash/Cila Photography Reuters-fréttastofan …

Hjá Könglum er rík áhersla lögð á að nýta afurðir úr nærumhverfinu, hvort sem það eru jurtir, afgangar eða aukaafurðir bruggunarferlisins. Sjálfbær hugsun og skynsöm nýting náttúrunnar er auk þess í farabroddi þar sem aldrei er tekið meira en náttúran hefur að gefa, svo hún geti tekið við sér aftur eftir uppskeruna. Heitið Könglar varð …

Árið 2001 starfaði Khaled Hosseini sem heimilislæknir en stundaði bókaskrif í frístundum sínum. Hann vaknaði á hverjum morgni klukkan 4:30 og sat við eldhúsborðið yfir bókaskrifum fyrstu þrjár morgunstundirnar. Síðan fór hann í sturtu, klæddi sig og keyrði á læknastofuna til að meðhöndla sjúklinga sína. En sjálfur segir höfundurinn að allan þann tíma sem hann …

Icelandair tekur í notkun þrjár nýjar Boeing Max þotur fyrir sumarvertíðina og sú fyrsta er komin til landsins en hún er fengin af lager flugvélaframleiðandans í Seattle. Hinar tvær eru splunkunýjar og segir Guðni Sigurðsson, talsmaður flugfélagsins, að þær séu báðar komnar af færibandinu og nú fari fram lokaskoðun á þeim. Von er á þessum …

Íslendingar hafa líklega önnur viðmið um það hvað sé hæfilega margt fólk samankomið á einum stað en þjóðir sem vanar eru meiri mannþröng og umferðarþunga alla daga. Sjálfsagt er það eigingjarnt og sjálfmiðað að ætlast til þess að fá að ganga einsamall í friði og ró niður Almannagjá á Þingvöllum á góðum sumardegi. Þeir dagar …

Frestur til að skila inn tilboðum í 35 prósent hlut Landsbankans í Keahótelin, eina stærstu hótelkeðju landsins, rann út fyrir síðustu jól. Ennþá er söluferlið í gangi samkvæmt svari frá bankanum en engar nýjar upplýsingar er að fá um stöðuna. Hluturinn í Keahótelunum var auglýstur til sölu í lok nóvember í fyrra og þá sagði …

Wizz Air er meðal þeirra flugfélaga í heiminum sem losa minnst af CO2 og hefur fengið alþjóðlegar viðurkenningar fyrir viðleitni til sjálfbærni. Þessi árangur skýrist fyrst og fremst af því að ungverska félagið er með nýjan flugflota í þjónustu sinni, aðallega Airbus A321neo sem flestar eru innan við fimm ára gamlar. Þá hjálpa góð sætanýting …

Þessar niðurstöður komu í ljós í könnun sem Jacques Delors-stofnunin gerði í mars í þessum löndum, en niðurstöðurnar fóru ekki mjög hátt fyrr en The Guardian gerði þær að umtalsefni á dögunum. Niðurstöðurnar þykja nefnilega athyglisverðar í ljósi þess að mikið hefur verið rætt um að bakslag hafi orðið í stuðningi almennings í Evrópu við aðgerðir í umhverfismálum. Könnunin …