Samfélagsmiðlar

Flugfélögin segja upp fólki

Á þriðja tug var sagt upp störfum hjá Icelandair í vikunni og tíu starfsmönnum hjá WOW air.

icelandair wow

Versnandi staða íslensku flugfélaganna hefur verið töluvert í umræðunni allt frá því að Icelandair lækkaði afkomuspá sína um mitt sumar og WOW air upplýsti um taprekstur síðasta árs. Í kjölfarið komu svo fréttir af breytingum í stjórnendateymi Icelandair og skuldabréfaútboð WOW air hefur fengið mikla athygli síðustu vikur.

Þessar hræringar eru nú farnar að koma fram í starfsmannamálum flugfélaganna því nýverið var þeim flugfreyjum og flugþjónum Icelandair sem eru í hlutastarfi gert að  þiggja fullt starf eða semja annars um starfslok. Á þriðja tug starfsmanna flugfélagsins var svo sagt upp störfum í vikunni. Haft var eftir Guðjóni Arngrímssyni, upplýsingafulltrúa Icelandair, á Vísi að uppsagnirnar nái til starfsfólks á ýmsum sviðum og deildum starfsstöðva flugfélagsins í Reykjavík og Keflavík. Guðjón sagði þetta vera lið í hagræðingaraðgerðum sem félagið hefur gripið til að undanförnu, en félagið hefur farið í gegnum mikla erfiðleika á markaði sökum harðnandi samkeppni og hækkandi olíuverðs.

Hjá WOW air var 10 starfsmönnum sagt upp nú fyrir mánaðarmótin samkvæmt upplýsingum frá flugfélaginu. Í heildina hefur því á fjórða tug starfsmanna flugfélaganna tveggja verið afhend uppsagnarbréf fyrir þessi mánaðarmót.

Nýtt efni

Útgerðir skemmtiferðaskipa virðast bjartsýnar um að fólk sæki mjög í siglingar á árinu. Ferðaþorstanum eftir innilokun Covid 19-áranna hafi ekki enn verið svalað. Þá kjósi margir, sem á annað borð hafa efni á því, verja fleiri ferðadögum á friðsælu floti um heimsins höf fremur en að olnboga sig í gegnum manngrúa borga og vinsælla ferðamannastaða. …

Það voru keyptar 390 þúsund gistinætur á íslenskum gististöðum í janúar eða 13 prósentum færri en í janúar í fyrra. Næturnar núna voru álíka margar og í janúar 2019 en það var í mars það ár sem rekstur Wow Air stöðvaðist. Gisitnóttum útlendinga á skráðum gististöðum, stór hluti heimagistingarinnar fellur þar ekki undir, fækkaði um …

Lilja Dögg Alfreðsdóttir

Vinna við aðgerðaáætlun í tengslum við ferðamálastefnu Íslands til ársins 2030 er langt komin. Birt hafa verið í Samráðsgátt drög að tillögu til þingsályktunar og óskað umsagna. Það kemur síðan í hlut Alþingis að vinna úr tillögum sem orðið hafa til í víðtæku samráði hagaðila í ferðaþjónustu - og ákveða síðan hvert skal stefna. Þær …

Þjóðarflugfélög Frakka og Hollendinga mynda samsteypuna Air France-KLM Group og hagnaðist fyrirtækið um 934 milljónir evra á nýliðnu ári. Sú upphæð jafngildir 140 milljörðum króna. Aldrei áður hefur þessi fransk-hollenska samsteypa skilað svona miklum hagnaði að því fram kemur í tilkynningu nú í morgun í tilefni af birtingu uppgjörsins. Þar kemur fram að stríðið á …

Karólínska háskólasjúkrahúsið í Stokkhólmi er það sjöunda besta í heimi samkvæmt árlegum lista bandaríska tímaritsins Newsweek. Þetta er fimmta árið í röð sem Karólínska er á lista yfir þau 10 bestu en Björn Zoëga hefur verið forstjóri sjúkrahússins öll þau ár. Björn sagði stöðunni upp nú í ársbyrjun og lætur af störfum í næstu viku. …

Þetta eru ískyggilegar fréttir fyrir Íslendinga og aðrar þjóðir landanna sem liggja að Norður-Atlantshafi. Það er hluti af kjarngóðu og upplýstu uppeldi allra landsmanna að heyra um mikilvægi Golfstraumsins - helst snemma í frumbernsku, og landsmenn eru minntir á mikilvægi hans reglulega út æviskeiðið. Golfstraumurinn liggur frá Karíbahafinu og hingað norður eftir og gerir það …

Lestarferð á fjölförnustu viðskiptaferðaleiðum Bretlands losar innan við helming af því CO2 sem jafn löng ferð með rafbíl gerir, samkvæmt útreikningum sem The Rail Delivery Group, hagsmunasamtök lestarfélaga þar í landi, hafa reiknað út og sagt er frá í The Guardian. Þar sem um er að ræða vistvænstu lestirnar, sem einungis ganga fyrir rafmagni, þá …

Toyota í Japan tilkynnti í morgun að framleiðsla fyrirtækisins hefði aukist um sjö prósent í janúar og að þetta væri þrettándi mánuðurinn í röð sem fleiri bílar væru framleiddir en í sama mánuði árið á undan. Meginskýringin er sögð mikil eftirspurn í Bandaríkjunum. Í janúar runnu rúmlega 740 þúsund fleiri Toyotur af færiböndum verksmiðjanna en …