Samfélagsmiðlar

Óljós tíðindi af gangi mála hjá WOW

Fyrir helgi sagði Skúli Mogensen, forstjóri og eini eigandi WOW air, að hann væri kominn með vilyrði fyrir kaupum á skuldabréfum upp á 5,5 milljarði. Í gærkvöld segir Vísir hins vegar að útgáfan muni nema 13 milljörðum. Sögusagnir eru í gangi um þrýsting á þátttöku íslenskra aðila.

„Skúli tryggt sér milljarða króna,“ sagði í fyrirsögn á forsíðu Fréttablaðsins föstudaginn 31. ágúst og var þar vísað til þátttöku í yfirstandandi skuldabréfaútgáfu flugfélagsins. Ekki kom fram í fréttinni, sem birtist líka á Vísi, hversu margir milljarðarnir væru eða hvort upphæðin væri nógu há til að lágmarks þátttöku í útboðinu væri náð. Það sagði þó í greininni að stefnt væri að því að útboðinu myndi ljúka innan tveggja vikna. Upphaflega stóð til að safna 6 til 12 milljörðum króna líkt og áður hefur komið fram.

Í fyrradag varpaði Skúli Mogensen, forstjóri og eini eigandi WOW air, ljósi á gang mála í viðtali við fréttaveituna Bloomberg. Þar sagði hann að safnast myndi að lágmarki 50 milljónir dollarar (um 5,5 milljarðar króna) og að tilkynnt yrði um niðurstöðuna öðru hvoru megin við helgina.

Engin tilkynning barst frá WOW air fyrir helgi en í gærkvöld birti Vísir frétt þar sem fram kemur að WOW stefni að útgáfu skuldabréfa upp á 13 milljarða. Hvort komnir eru kaupendur að þessum bréfum kemur hvergi fram og einnig er ekki fjallað um misræmið í þessum upplýsingum og því sem Skúli hafði sjálfur sagt daginn áður. Í frétt Vísis segir líka að WOW stefni á skráningu í kauphöllinni í Frankfurt en í fyrrnefndu viðtalið við Bloomberg segir Skúli að hann horfi til skráningar í Skandinavíu. Ekkert er minnst á Frankfurt í viðtali Bloomberg en heimildir Vísis eru skilmálar í útboðsgögnum norska verðbréfafyrirtækisins Pareto.

Ástæðan fyrir ósamræminu skrifast því líklega á svör Skúla við spurningum Bloomberg og hins vegar útboðslýsinguna. Það ber líka að hafa í huga að það er grundvallarmunur á því að gefa út skuldabréf  og að hafa selt þau. Mismunurinn á áætlaðri útgáfu og þeirri upphæð sem Skúli segist hafa fengið vilyrði fyrir er í dag um 6 til 7 milljarðar. Og nú eru uppi sögusagnir um að hart sé lagt að íslenskum fjármálastofnunum að brúa bilið. Ekki eingöngu til að ljúka fjármögnun flugfélagsins heldur mun það líka vera krafa hjá erlendum aðilum að íslenskir fjárfestar, þ.e heimamenn sjálfir, sýni traust sitt á WOW air með taka þátt í útboðinu. „Fjármálaráðherra hefur enga vitneskju um það hvort ríkisbankar ætli að taka þátt og hefur enga aðkomu að slíkum ákvörðunum eins og lög gera ráð fyrir,“ segir í svari Svanhildar Hólm Valsdóttur, aðstoðarkonu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðaherra, við fyrirspurn Túrista um meinta aðkomu ríkisbanka að skuldabréfakaupum í WOW air.

Talsmenn stærstu banka landsins vilja heldur ekki láta hafa neitt eftir sér um málið og ekki hefur fengist svar frá Skúla sjálfum nú í morgun. Þess má geta að ársreikningur WOW fyrir árið 2017 hefur ennþá ekki verið birtur þó frestur til þess sé liðinn.

Nýtt efni

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …

Koffínlausar kaffibaunir eru hefðbundnar kaffibaunir þar sem beiskjuefnið og örvandi hlutinn koffín hefur verið fjarlægt. Útbreiddasta og ódýrasta ferlið við að losa baunirnar við koffínið er hins vegar orðið umdeilt þar sem efnasambönd sem við það eru notuð eru nú tengd við ýmsa heilsufarskvilla.Hægt er að beita nokkrum aðferðum við að losa kaffibaunir við koffín. …

Þrjátíu og átta trilljónir er tala sem er svolítið erfitt að skilja. Trilljón er notað í Bandaríkjunum yfir það sem við Íslendingar köllum billjón, og billjón er þúsund milljarðar, eða milljón milljónir. Á núverandi gengi eru 38 trilljónir Bandaríkjadala sama og 5.320 billjónir íslenskra króna, eða 5,3 milljón milljarðar.  Það er gott að hafa þetta …

Borgaryfirvöld í Lissabon hafa samþykkt að hækka gistináttagjald úr 2 í 4 evrur. Gjaldtaka nær ekki til tjaldstæða. Þá hefur komugjald á skipafarþega verið hækkað úr 1 í 2 evrur. Tillaga um að hækka það gjald í 4 evrur var felld.  Lusa-fréttastofan hefur eftir Carlos Moedas, borgarstjóra, að það sé „sanngjarnt fyrir borgina og íbúa …