Samfélagsmiðlar

Skiptar skoðanir um tengsl varaformanns stjórnar Isavia við WOW

Matthías Imsland er einn af stofnendum WOW air. Ekki er liggur ljóst fyrir hvort flugfélagið skuldi lendingagjöld á Keflavíkurflugvelli eða ekki.

Matthías Imsland er varaformaður stjórnar Isavia og fyrrum meðeigandi og framkvæmdastjóri hjá WOW air.

„Við gefum ekki upplýsingar um stöðu einstakra viðskiptavina Isavia,“ segir í svari Guðjóns Helgasonar, upplýsingafulltrúa Isavia, við fyrirspurn um hvort frétt Morgunblaðsins á laugardag, þar sem haldið er fram að WOW air skuldi um 2 milljarða króna í lendingagjöld á Keflavíkurflugvelli, sé rétt. Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi flugfélagsins, vísar fréttinni hins vegar á bug og segir flugfélagið ekki skulda yfir 2 milljarða. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW, ítrekar þessa upphæð í svari sínu til Túrista þar sem spurt var hvort WOW air skuldi lendingagjöld á Keflavíkurflugvelli. Það er því ekki ljóst hvort skuldin er einhver eða engin en Ben Baldanza, fyrrum stjórnarmaður WOW, staðfesti þó við Túrista á laugardag að hann þekkti til skuldar flugfélagsins við Keflavíkurflugvöll.

Hefur viðkomandi hafi beitt sér sérstaklega fyrir þetta fyrirtæki?

Isavia er í eigu hins opinbera og er stjórn fyrirtækisins skipuð af Alþingi. Flokkarnir skipa sína fulltrúa í stjórnina og er Matthías Imsland fulltrúi Framsóknarflokksins. Matthías kom að stofnun WOW air og var einn af eigendum þess í upphafi og líka framkvæmdastjóri rekstrarsviðs flugfélagsins. Túristi hefur sent fyrirspurn á þingflokksformenn allra þeirra flokka sem sæti eiga á þingi og spurt hvort þeir telji þessi tengsl Matthíasar við WOW air vera óheppileg. Sérstaklega nú í ljósi mögulegrar skuldar WOW við Isavia. Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir í svari sínu að hann telji að svo sé. „Ég tel að betur færi á því að stjórnarmenn Isavia hafi ekki slík tengsl við flugfélögin, burtséð frá hugsanlegri fyrirgreiðslu,“ segir Guðmundur Andri.

Samfylkingin á ekki fulltrúa í stjórn Isavia en það á hins vegar Miðflokkurinn. „Já, ég tel þessi tengsl mjög óheppileg og spurning hvort viðkomandi hafi beitt sér sérstaklega fyrir þetta fyrirtæki,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson frá Miðflokknum. „Hefur viðkomandi líst sig vanhæfan? Er verklagsreglum fylgt?“ spyr Gunnar Bragi jafnframt. Ólafur Ísleifsson, Flokki fólksins, segir að ef varaformaður stjórnar Isavia hafi tengsl við málsaðila þá hljóti á fundum að eiga við almennar vanhæfisreglur sem girða fyrir þátttöku í ákvörðunum þegar svo ber undir.

Þarf meira til að valda vanhæfi

Birgir Ármannsson, Sjálfstæðisflokki, segir enga ástæðu til að ætla að einhver atriði varðandi stjórn Isavia fari í bága við lög og reglur. „Ekkert sem komið hefur fram opinberlega gefur mér tilefni til að draga einhverjar ályktanir um slíkt. Það að stjórnarmaður hafi á árum áður unnið fyrir flugfélag veldur t.d. ekki sjálfkrafa vanhæfi. Þar þarf meira til að koma. Ef fram koma nýjar upplýsingar um að einhver tiltekin mál séu ekki í lagi að þessu leyti hjá Isavia þarf auðvitað að fjalla um það og taka afstöðu til þeirra álitamála á réttum vettvangi,“ segir Birgir. Hér ber að árétta að Matthías starfaði ekki aðeins hjá WOW air því hann var jafnframt einn af eigendum flugfélagsins.

Stjórnarflokkarnir þrír mynda meirihluta í stjórn Isavia og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður þingflokks VG, vísar í svari sínu á almenn lög og og reglur um stjórnarsetu líkt og Birgir. „Ég veit ekki annað en að þeim sé fylgt í þessu tilviki. Hvað snertir tengsl viðkomandi nú hef ég ekki hugmynd um, en tel ekki að það skapi sjálfkrafa vanhæfi að hafa átt eitthvað í félaginu áður,“ segir Bjarkey.

Þess má geta að Túristi hefur lagt þá spurningu fyrir Matthías Imsland hvort hann víki af fundum þegar málefni WOW air eru rædd í stjórn Isavia. Ekki hefur borist svar en því verður gerð skil þegar það berst. Sömu sögu er að segja af svörum þingflokksformanns Framsóknar.

Athuga hvort takmarka ætti aukastörf forráðamanna í ríkisgeiranum

Sem fyrr segir er Matthías fulltrúi Framsóknar í stjórn Isavia á meðan Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspóst, situr í stjórninni í umboði Sjálfstæðisflokksins. Ingimundur er jafnframt formaður stjórnarinnar en í síðustu viku veitti ríkissjóður Íslandspósti 500 milljón króna lán til að styrkja lausafjárstöðu fyrirtækisins. Af þeim sökum spurði Túristi fulltrúa þingflokkanna jafnframt hvort þeir teldu Ingimund geta sinnt stjórnarformennsku í einu stærsta fyrirtæki landsins á sama tíma og staða Íslandspósts, sem hann veitir forstöðu, er jafn erfið og raun ber vitni. Birgir Ármannsson frá Sjálfstæðisflokki segist ekki í vafa um að Ingimundur geti sinnt báðum þessum verkefnum. „Ég hef enga ástæðu til annars en að bera fullt traust til stjórnarformanns Isavia,“ segir Birgir en þess má geta að sonur Ingimundar er framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðismanna.

Gunnar Bragi setur hins vegar spurningamerki við stöðu Ingimundar. „Það getur verið að unnt sé að sinna þessu hvoru tveggja en ljóst að rekstur Íslandspósts hefur verið slæmur og því eðlilegt að spyrja hvort hann þurfi meiri athygli eða fyrirtækið nýja stjórnendur.“ Aðspurður um stöðu Ingimundar segir Ólafur Ísleifsson að málið blasi þannig við að kannski væri vert að athuga hvort rétt væri að takmarka möguleika forráðamanna í ríkisgeiranum til að taka að sér viðamikil aukastörf.

Túristi hefur jafnframt sent fyrirspurn til Ingimundar en ekki hefur fengist svar.

Nýtt efni

Árið 1970 barst Pattie Boyd nafnlaust og dularfullt ástarbréf frá einhverjum sem þráði hana afar heitt. Vandinn var bara sá að Pattie var þegar gift öðrum manni og ekki ófrægum; hún og George Harrison gítarleikari The Beatles höfðu búið saman í sex ár þegar bréfið barst Pattie.  „Ég skrifa þér þessa orðsendingu í þeim megintilgangi …

Næring forfeðra okkar á oftar en ekki fyllilega erindi við nútímamanninn. Sum þeirra matvæla sem nú er hent var hreinlega slegist um áður fyrr. Með vaxandi hraða þjóðfélagsins og breyttri menningu hefur heilsusamlegt hráefni eins og innmatur, dýrafitur, bein og mergur orðið að hliðarafurð sem fer til spillis. Þessi sóun hefur í för með sér …

Gistinætur Breta á norðlenskum hótelum í janúar voru 422 talsins sem er rétt um tíund af því sem var í janúar árin 2018 og 2019 þegar breska ferðaskrifstofan Super Break bauð upp á pakkaferðir til Akureyrar frá nokkrum breskum flugvöllum. Tilkoma áætlunarflugs Easyjet frá London til Akureyrar hefur því ennþá miklu minni áhrif á gistigeirann …

Stærstu hluthafar Play skuldbindu sig til að leggja flugfélaginu til 2,6 milljarða króna í nýtt hlutafé í byrjun síðustu viku en með þeim skilyrðum að hlutafjárútboðið myndi nema samtals fjórum milljörðum króna. Nú hefur félagið tryggt sér þá 1,4 milljarða sem upp á vantaði. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að þessi hlutafjáraukning sé …

Í febrúar léku þýsku fótboltaliðin Hansa Rostock og Hamburger Sport Verein (HSV) á heimavelli Hansa í Rostock. Bæði liðin eru gömul stórveldi á fótboltavellinum en eru nú í nokkrum öldudal og leika í annarri deild þýska fótboltans. Leikurinn endaði 2-2 sem voru auðvitað töluverð vonbrigði fyrir lið Hamborgar því þeir keppast við að komast aftur …

Útgerðir skemmtiferðaskipa virðast bjartsýnar um að fólk sæki mjög í siglingar á árinu. Ferðaþorstanum eftir innilokun Covid 19-áranna hafi ekki enn verið svalað. Þá kjósi margir, sem á annað borð hafa efni á því, verja fleiri ferðadögum á friðsælu floti um heimsins höf fremur en að olnboga sig í gegnum manngrúa borga og vinsælla ferðamannastaða. …

Það voru keyptar 390 þúsund gistinætur á íslenskum gististöðum í janúar eða 13 prósentum færri en í janúar í fyrra. Næturnar núna voru álíka margar og í janúar 2019 en það var í mars það ár sem rekstur Wow Air stöðvaðist. Gisitnóttum útlendinga á skráðum gististöðum, stór hluti heimagistingarinnar fellur þar ekki undir, fækkaði um …

Lilja Dögg Alfreðsdóttir

Vinna við aðgerðaáætlun í tengslum við ferðamálastefnu Íslands til ársins 2030 er langt komin. Birt hafa verið í Samráðsgátt drög að tillögu til þingsályktunar og óskað umsagna. Það kemur síðan í hlut Alþingis að vinna úr tillögum sem orðið hafa til í víðtæku samráði hagaðila í ferðaþjónustu - og ákveða síðan hvert skal stefna. Þær …