Samfélagsmiðlar

Viðkvæm staða í fluginu býður upp á verðstríð í vetur

Það er dýrara að reka flugfélag í dag en fyrir ári síðan en þrátt fyrir það er ekki víst að það muni koma fram í fargjöldunum á næstunni.

Farmiðaverðið í vetur gæti reynst neytendum hagstætt en eigendum flugfélaganna ekki.

Forsvarsmönnum WOW air tókst að selja skuldabréf fyrir rúma 6,4 milljarða í útboðinu sem farið hefur fram síðustu vikur. Í tilkynningu sem félagið sendi út í fyrradag segir að aukalega verði gefin út skuldabréf fyrir um 1,3 milljarð króna. Ekki liggur fyrir hvort þessi viðbót er í höfn eða ekki en stjórnendur WOW munu ekki ætla að tjá sig um útboðið að svo stöddu. Þar með fæst ekki heldur svar við því hvort söluvirði allra skuldabréfanna skili sér til WOW eða hvort hluta er haldið eftir, t.d. af kröfuhöfum. Og hvaða áhrif hefur það á framtíðarplön WOW að ekki seldust skuldabréf fyrir allt að 12 milljarða eins og upphaflega var lagt upp með.

Vissu lítið um WOW þar til í sumarlok

Hvað sem þeim vangaveltum líður þá er ljóst að starfsemi WOW er komin á flug á ný og óttinn við skyndilegt hrun í ferðaþjónustu hér á landi í haust er ástæðulaus. Það er þó engum blöðum um það að fletta að staða stjórnenda WOW er snúnari núna en oft áður. Útboðsgögnin fóru víða og nú þekkja samkeppnisaðilaranir félagið miklu betur. Þar til nú í sumarlok vissu stjórnendur Icelandair, Norwegian og Lufthansa nánast ekki neitt annað um fjárhag WOW air en að félagið hafði skilað 4,3 milljarða hagnaði árið 2016 og að sætanýtingin hækkaði í hverjum einasta mánuði. Í útboðsgögnum WOW birtast aftur á móti ítarlegar upplýsingar um reksturinn, tapið í fyrra og í ár og hvernig viðsnúningurinn á næsta ári á að nást.

Vonandi tekst að snúa við blaðinu og koma rekstrinum réttum megin við núllið. Það vona sennilega allir nema kannski þeir sem eiga í mestri samkeppni við WOW. Og það er ekki útilokað að núna, þegar viðkvæm staða WOW er opinber, að þá sjái stjórnendur annarra flugfélaga sér leik á borði. Einhverjir þeirra gætu hugsað með sér að það sé ódýrara að fara í verðstríð núna og tapa á farmiðunum tímabundið í stað þess að hækka fargjöldin í takt við hækkandi olíuverð og leyfa WOW að ná vopnum sínum á ný.

Gætu þolað tímabundið tap

Stjórnendur Icelandair hafa ítrekað sagt að þeir geri ráð fyrir hækkandi fargjöldum í ár. Það hefur hins vegar ekki gengið eftir og það er ein helsta ástæða þess að afkoma félagsins hefur versnað til muna. Félagið á hins vegar sjóði og gæti þolað tap í einhvern tíma. Sérstaklega ef það væri liður í því að gera helsta samkeppnisaðilanum hér heima erfitt fyrir. Í Noregi hafa svo líklega stjórnendur Norwegian legið yfir upplýsingum um WOW og þeir gætu líka gert sér mat úr stöðunni. Fjárhagur norska flugfélagsins er þó ekki upp á marga fiska og þurftu eigendur þess að leggja því til aukið fjármagn í vor. Skrifast slæm staða félagsins einna helst á harða samkeppni í flugi milli Norður-Ameríku og Evrópu en Norwegian er það félag sem hefur bætt mestu við framboðið í flugi yfir Atlantshafið síðustu ár og það í nafni lágra fargjalda. Tekjurnar hafa hins vegar ekki dugað fyrir kostnaði. Félagið á engu að síður stóran flugflota og til stendur að selja elstu vélarnar til að koma fjárhagnum á réttan kjöl. Áfram er því útlit fyrir að Norwegian geti haldið farmiðaverðinu lágu og það gæti reynst íslensku félögunum erfitt. Sérstaklega WOW air þar sem fjárhagsstaða félagsins er veikari.

Það er heldur engum blöðum um það að fletta að það er almennt ódýrt að fljúga um þessar mundir. Fargjöld vetrarins eru til að mynda í mörgum tilfellum nokkru ódýrari en þau sem voru í boði verðkönnunum sem Túristi gerði á árunum 2011 til 2016. Og farmiðaverðið sem var fátítt þá er núna áberandi á bókunarsíðum flugfélaganna. Það ástand gæti varað miklu lengur alla vega á meðan staðan á markaðnum er svona brothætt.

Nýtt efni
Arnar Guðmundsson, Íslandsstofu

Íslandsstofa vinnur að því að markaðssetja Ísland sem ferðamannaland, kemur íslenskum fyrirtækjum á framfæri á erlendri grundu og liðkar til eftir bestu getu fyrir erlendri fjárfestingu á fimm sviðum atvinnulífs: orku og grænum lausnum, sjávarútvegi og matvælaframleiðslu, hugviti og tækni, listum og skapandi greinum - og loks ferðaþjónustu. Allt byggist þetta á útflutningsstefnu landsins, sem …

Það voru 27.293 starfandi í einkennandi greinum ferðaþjónustu hér á landi í mars 2024 sem er aukning um 2 prósent frá sama tíma í fyrra en 2 prósent færri í samanburði við mars 2018. Það ár voru ferðamenn hér flestir en gert er ráð fyrir álíka ferðamannastraumi í ár. Vægi starfsfólks með íslenskan bakgrunn er …

Þýski bílaframleiðandinn Volkswagen hefur slitið viðræðum við franska Renault um að þróa og smíða saman nýja gerð af rafknúnum smábíl á viðráðanlegu verði, sem keppt gæti við ódýrustu kínversku bílana. Hugmyndin var sú að bíllinn yrðu byggður á grunni Twingo-smábílsins frá Renault. Renault hyggst nú upp á eigin spýtur þróa Twingo áfram sem rafbíl og …

„Pittsburgh flugið fer vel af stað og er ánægjulegt að sjá að farþegar frá 25 Evrópulöndum hafa bókað flug með okkur til Pittsburgh um Ísland og þaðan hafa farþegar bókað flug til 30 áfangastaða Evrópumegin," sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, í tilefni af fyrstu áætlunarferð flugfélagsins til bandarísku borgarinnar á fimmtudaginn. Forstjórinn lagði um …

Undirbúningur er á lokastigi um að koma á fót ævintýramiðstöð á Suðurlandi, þar sem gistiaðstaða og þjónusta verður tengd þjónustu, gönguferðum og útivist ævintýragjarnra ferðamanna. Ferðafólk, statt við Skógafoss, í ævintýraleit á Suðurlandi - MYND: ÓJ „Það koma stundum mjög athyglisverð verkefni, eins og þegar reynslumikill aðili úr ævintýraferðaþjónustu, sem hefur verið í slíkum rekstri …

Það er auðvitað eðlilegt að Barselóna, höfuðborg Katalóníu, dragi til sín mikinn fjölda ferðafólks. Borgin er fögur, sögurík og spennandi - en líka dálítið þreytt orðin á öllum þessum vinsældum, hömlulausum gestaganginum. Á síðasta ári gistu yfir 12 milljónir manna borginni, um sjö prósentum færri en 2019. Við bætast síðan allir þeir sem koma í …

Argentíski víniðnaðurinn hefur átt erfitt uppdráttar síðustu ár vegna óðaverðbólgu, óstöðugs gengis og minnkandi útflutnings. Það virðist þó heldur vera að lyftast brúnin á vínframleiðendum og virðast þeir helst þakka það harkalegri aðhaldsstefnu öfgakennda frjálshyggjumannsins Javier Milei, sem tók við forsetaembættinu í Argentínu í desember. Það tók strax að hægja á verðbólgu á fyrstu mánuðum …

Árið 2023 var 4.240 bókum bætt á lista yfir bannaðar bækur í Bandaríkjunum. Aldrei fyrr hafa jafn margar bækur verið bannaðar á einu ári. En á síðustu árum hefur þeim bókum sem settar eru á þennan bannlista fjölgað ár frá ári. Afleiðingin er sú að aðgengi að bókunum er takmarkað og þær eru fjarlægðar af …