Samfélagsmiðlar

Forsvarsmenn Primera air yfirlýsingaglaðir fram á síðustu stundu

Það hefur hins vegar ekki verið neinn uppgjafatónn í eiganda og stjórnendum Primera Air síðustu vikur og mánuði. Á morgun verður félagið hins vegar lýst gjaldþrota.

„Þetta er stærsta tækni­breyt­ing í flug­brans­an­um í tutt­ugu ár. Við get­um flogið miklu lengra og miklu hag­kvæm­ara. Það er for­senda þess að við get­um gert þetta og við erum lán­söm að vera á rétt­um stað á rétt­um tíma.“ Þetta sagði Andri Már Ingólfsson, eigandi Pri­mera air í viðtali við Morgunblaðið í lok ágúst. Þá hafði flugfélagið nýverið hafið áætlunarflug frá London og París til Norður-Ameríku.

Sömu viku og Moggaviðtalið birtist hóf Primera air sölu á Ameríkuflugi frá Berlín og  Brussel. Í september var tilkynnt um samskonar ferðir frá Frankfurt og Madríd og var sala á sætum í þeir hafin. Stjórnendur félagsins viðruðu líka nýverið hugmyndir um innanlandsflug í Danmörku.

Þeir farþegar sem keyptu sér sæti á þessum nýju flugleiðum Primera air og þeim sem fyrir voru komast þó ekki í loftið því á morgun fer flugfélagið í greiðslustöðvun. Í yfirlýsingu sem stjórn þess sendi frá sér seinnipartinn í dag segir að ákvörðunin hafi verið tekin í ljósi þungbærra áfalla á síðasta ári. Félagið hafi misst flugvél úr flotanum vegna tæringar, sem hafi kostað það 1,5 milljarða króna, auk þess sem miklar seinkanir á afhendingu nýrra véla frá Airbus hafi valdið fjárhagslegu tjóni upp á 2 milljarða. Þar að auki hafi verið horft til „síhækkandi olíuverðs, lækkandi farmiðaverðs á öllum mörkuðum, sem og þess að lágmarka óþægindi viðskiptavina félagsins.“

Þrátt fyrir þessi áföll og versnandi aðstæður þá var engan bilbug að finna í forsvarsfólki Primera air og umsvifin voru aukin töluvert síðustu vikur. Á bak við tjöldin var staðan þó erfið því líkt og Túristi greindi frá í gær þá var flugfélagið metið verðlaust í bókum PA Holding sem fór með 84% hlut Andra Más í Primera air. Túristi fékk þó ekki svör við spurningum um hver ástæðan væri fyrir þessu verðmati á flugfélagi sem skilað hafði hagnaði í fyrra, þó aðeins bókhaldslegum, og væri endurtekið að tilkynna um kaup á flugvélum og nýja áfangastaði.

 

Nýtt efni

Borgaryfirvöld í Lissabon hafa samþykkt að hækka gistináttagjald úr 2 í 4 evrur. Gjaldtaka nær ekki til tjaldstæða. Þá hefur komugjald á skipafarþega verið hækkað úr 1 í 2 evrur. Tillaga um að hækka það gjald í 4 evrur var felld.  Lusa-fréttastofan hefur eftir Carlos Moedas, borgarstjóra, að það sé „sanngjarnt fyrir borgina og íbúa …

MYND: ÓJ

Kínverskir ferðamenn hafa verið töluvert áberandi í Reykjavík og víðar um land í vor. Auðvitað er fólk af kínverskum uppruna búsett um allan heim og eitthvað af því fer í Íslandsferðir en þeim hefur snarfjölgað sem koma hingað alla leið frá Alþýðulýðveldinu Kína. Samkvæmt talningu Ferðamálastofu á Keflavíkurflugvelli komu hingað í marsmánuði 8.642 Kínverjar og …

Brasilíski flugframleiðandinn Embraer greinir frá góðum gangi í pöntunum og afhendingu véla á fyrstu mánuðum ársins. Mestur var fögnuðurinn í höfuðstöðvunum í São José dos Campos þegar American Airlines staðfesti kaup á 90 farþegaþotum af gerðinni E175, sem verða notaðar í innanlandsflugi og eru hluti af stórri endurnýjun flugflota félagsins. E175 eru meðaldrægar vélar, oftast …

Faxaflóahafnir héldu vorfund sinn fyrir helgi til að kynna fyrirtækjum í ferðaþjónustu skipulag sumarsins við móttöku skemmtiferðaskipa, sem tekur mið af því raski sem verður vegna byggingar farþegamiðstöðvar Faxaflóahafna. Þeim framkvæmdum á að ljúka að tveimur árum liðnum, eins og FF7 greindi nýverið frá. Fram kom á fundinum að gert er ráð fyrir rúmlega 308 …

Fréttaveitan Bloomberg sagði frá því á dögunum að mikil úlfúð ríkti í alþjóðlegu kolefnisvottunarsamtökunum Science Based Targets initiatives, eða SBTi.  Fyrirtæki um allar koppagrundir hafa lengi reitt sig á vottanir frá SBTi þegar þau hafa fullyrt að þau stefni að kolefnishlutleysi.  Yfirleitt er kannski lítil ástæða til þess að fólk kippi sér upp við slæman starfsanda og …

Þegar lent er á flugvelli á ESB-svæðinu bíður farþeganna ekki verslun með tollfrjálsan varning við töskubeltin. Þess háttar er aðeins í boði fyrir brottför. Í Evrópuríkjum utan ESB gefst hins vegar tækifæri til að kaupa ódýrara áfengi við komuna eins og við þekkjum frá Keflavíkurflugvelli. Þeir sem nýta tollinn sinn þar til að kaupa léttvín …

Þrjár þotur Loftleiða munu næstu misseri fljúga viðskiptavinum erlendra ferðaskrifstofa hringinn í kringum heiminn. Um borð eru sætin stærri og færri en í hefðbundnu áætlunarflugi enda kostar ferðalagið skildinginn. Hver farþegi borgar 25 milljónir fyrir ferðalag líkt og farið var yfir í fréttum Stöðvar 2.  Það er ekkert nýtt að Icelandair leigi þotu og áhöfn í …