Samfélagsmiðlar

Niðurstaða í forstjóramál Icelandair á næstu vikum

Það skýrist á næstunni hver tekur við stjórnartaumum hjá Icelandair samstæðunni.

icelandair 767 757

Nú eru liðnir 2 mánuðir síðan Björgólfur Jóhannsson sagði starfi sínu lausu sem forstjóri Icelandair Group. Í kjölfarið sendi stjórn fyrirtækisins frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að leitað hafi verið til Capacent á Íslandi og alþjóðlegs ráðgjafarfyrirtækis til að hafa umsjón með ráðningarferli á nýjum forstjóra félagsins. „Það er mikilvægt að vel takist til við ráðningu forstjóra félagsins. Staða þess er sterk en jafnframt krefjandi og við teljum það mjög spennandi verkefni að taka við stjórnartaumum félagsins á þessum tímapunkti. Með því að nýta okkur sérþekkingu og tengslanet erlendra og innlendra aðila vonumst við til þess að geta valið úr hópi framúrskarandi einstaklinga til þess að leiða félagið til framtíðar,“ var haft eftir Úlfari Steindórssyni, stjórnarformanni, í tilkynningunni.

Síðan þá hafa engar fréttir borist af gangi mála en í bréfi sem Bogi Nils Bogason, starfandi forstjóri Icelandair Group, sendi starfsfólki fyrirtækisins í gær kemur fram að unnið sé að ráðningu forstjóra samkvæmt því ferli sem lagt var upp með. „Sú vinna er á áætlun og má vænta niðurstöðu á næstu vikum,“ segir Bogi Nils í bréfinu.

Sem fyrr segir eru nú tveir mánuðir frá því að Björgólfur lét af starfi sínu og það er ekki óalgengt að það taki tíma að finna nýja forstjóra í fluggeiranum. Núverandi forstjóri SAS tók til að mynda við rúmu hálfu ári eftir að forveri hans hætti. Og um áramótin fær starfsfólk Finnair nýjan forstjóra en þá verða liðnir sjö mánuðir frá því að sá sem gengdi starfinu á undan tilkynnti um afsögn sína.

Nýtt efni

„Fyrir þessa aðgerð voru rúmlega 800 manns í störfum sem ekki eru flugtengd og uppsagnirnar náðu eingöngu til þeirra," segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, en fyrirtækið samdi í dag um starfslok 82 starfsmanna. Uppsagnirnar náðu ekki til áhafna líkt og FF7 hafði áður greint frá. „Eins og við höfum sagt þá var árið …

Fjárfestar lögðu Play til 4,6 milljarða króna í hlutafjárútboði félagsins sem lauk þann 11. apríl síðastliðinn. Í kjölfarið urðu töluverðar breytingar á hópi stærstu hluthafa félagsins. Nú er lífeyrissjóðurinn Birta stærsti einstaki hluthafinn en samanlagt fara sjóðir á vegum Íslandssjóða fyrir enn stærri hlut. Meðal nýrra stórra hluthafa er félag í eigu Einars Sveinssonar og …

Icelandair sagði í dag upp 82 starfsmönnum en um er að ræða starfsfólk úr ýmsum deildum á skrifstofum og starfsstöðvum félagsins. Í tilkynningu er bent á að Icelandair hafi á árunum 2021 til 2023 ráðið og þjálfað um 2.500 starfsmenn og góður árangur hafi náðst við að byggja félagið hratt upp eftir heimsfaraldurinn. Nú er …

Ráðuneyti viðskipta og sjávarútvegsmála í Noregi kynnti fyrir tveimur árum drög að frumvarpi um að þarlendir kjarasamningar og reglur um aðbúnað næðu líka til áhafna erlendra skipa sem færu um norska lögsögu. Litið yrði svo á að um leið og erlent skip færi inn fyrir norska lögsögu giltu um það sömu reglur og alla innlenda …

Bláa lónið í Svartsengi hefur rýmt öll sín athafnarsvæði vegna jarðhræringa við Sundhnúkagígaröðina nú í morgun. Rýmingin gekk vel að því segir í tilkynningu og er gestum þakkaður góður skilningur á stöðunni, starfsmönnum fagleg vinnubrögð og viðbragðsaðilum gott samstarf. Bláa lónið er einn allra vinsælasti viðkomustaður ferðamanna hér á landi en vegna jarðhræringa á Reykjanesi …

Icelandair hefur gripið til hópuppsagna í dag og munu þær ná til ólíkra deilda innan fyrirtækisins að því segir í frétt Vísis. Þar er haft eftir Ásdísi Ýr Pétursdóttur, talskonu Icelandair, að dagurinn í dag sé erfiður en hún geti ekki tjáð sig nánar um stöðuna af virðingu við starfsfólkið. Heimildir FF7 herma að uppsagnirnar …

Miklar breytingar eru við sjóndeildarhringinn í grænlenskri ferðaþjónustu. Ný flugstöð verður tekin í notkun í Nuuk 28. nóvember. Síðan er ráðgert að ljúka framkvæmdum við nýjar flugstöðvar í Ilulissat og Qaqortoq á Suður-Grænlandi fyrir lok ársins 2026. Nú sinna Air Greenland og Icelandair Grænlandsflugi en færi ættu að skapast til að laða að fleiri flugfélög. …

Þýski Volkswagen ætlar ekki að játa sig sigraðan í baráttunni um markaðinn fyrir ódýrar gerðir rafbíla, þar sem kínverskir framleiðendur hafa náð góðri fótfestu og boða enn frekari landvinninga. Fyrr í mánuðinum runnu út í sandinn viðræður fornu fjendanna Volkswagen og franska Renault um að standa sameiginlega að þróun og smíði nýs rafknúins alþýðubíls til …