Samfélagsmiðlar

Telur forsvarsmenn Isavia þurfa að segja af sér

Hið umdeilda og háa gjald á rútustæðunum við Leifsstöð er ennþá á borði samkeppnisyfirvalda. Stjórnarformaður Gray Line telur það fullvíst að Isavia fái þunga sekt og að tekjur opinbera fyrirtækisins af gjaldtökunni hafi nú þegar skipt milljónum króna.

airportexpress

Þegar norskur rútubílstjóri sækir farþega á Óslóarflugvöll þá fær hann að keyra upp að anddyri flugstöðvarinnar og stoppa þar í korter. Fyrir þetta greiðir bílstjórinn upphæð sem jafngildir um 1200 íslenskum krónum. Ferðaþjónustufyrirtæki sem sækja erlenda ferðamenn út á Keflavíkurflugvöll þurfa hins vegar að láta rútur sínar bíða á stæði sem er nokkuð hundruð metra frá Leifsstöð. Þrátt fyrir fjarlægðina er bílastæðagjaldið þar allt að sextán sinnum hærra en beint fyrir framan norsku flugstöðina.

Íslenska gjaldið er nefnilega 7.900 til 19.900 krónur en það hefur reyndar ennþá ekki verið lagt á eins og til stóð 1. mars síðastliðinn. Þá átti að hefjast gjaldtaka á þessu rútustæði, sem meðal annars Strætó hefur nýtt, en vegna þeirrar gagnrýni sem hið háa gjald fékk þá var sett á aðlögunargjald fram til 1. september. Í millitíðinni felldi hins vegar Samkeppniseftirlitið bráðabirgðaúrskurð og í kjölfarið var gjaldtakan stöðvuð tímabundið. Isavia kærði þá niðurstöðu en í vikunni birti áfrýjunarnefnd samkeppnismála sitt álit og þar segir að ekki skuli fella úr gildi fyrrnefnda bráðabirgðaákvörðun Samkeppniseftirlitsins.

Kostnaðarsamur slagur

Það var ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line sem kærði málið á sínum tíma til samkeppnisyfirvalda og Þórir Garðarsson, stjórnarformaður fyrirtækisins, er harðorður í garð rekstraraðila Keflavíkurflugvallar. „Ég tel enga spurningu að Isavia á eftir að fá þunga sekt fyrir þetta athæfi og klárt að forsvarsmenn fyrirtækisins verða að segja af sér fyrir að valda því tjóni og álitshnekki,“ segir Þórir. Hann segir kostnað vegna málarekstursins kominn í 4,5 milljónir króna auk þeirra vinnu sem starfsmenn Gray Line hafa lagt í málið. „Þetta er beint tjón okkar og alveg fáheyrt að einkafyrirtæki skuli þurfa að standa í kostnaðarsömum slag við gráðugt ríkisfyrirtæki sem virðist ekki hika við að brjóta lög í skjóli einokunarstöðu.“

Til viðbótar við kostnað við kærur og málarekstur þá þurfti Gray Line, líkt og önnur ferðaþjónustufyrirtæki, að greiða fyrir afnot af stæðinu umtalaða frá byrjun mars og fram á mitt sumar. Þórir telur að tekjur Isavia á því tímabili hafa numið milljónum króna og hefur Gray Line farið fram á endurgreiðslu á sínum hluta og einnig neitað að greiða þá reikninga sem voru ógreiddir, en ekki gjaldfallnir, þegar úrskurður Samkeppniseftirlitsins var stöðvaður. „Isavia var okkur ekki sammála og hefur krafist greiðslu á útgefnum reikningum og neitað að endurgreiða meinta ólöglega innheimtu frá 1. mars. Þar er málið statt í dag og búast má við að harka færist í það á næstunni.“

Boða sáttatillögur

Á miðvikudaginn sendi Isavia frá sér tilkynningu í kjölfar þess að úrskurður áfrýjunarnefndar samkeppnismála var birtur. Þar er haft eftir Hlyni Sigurðssyni, framkvæmdastjóra viðskiptasviðs Isavia, að fyrirtækið muni una þessari niðurstöðu áfrýjunarnefndarinnar og vinna að því að ná sátt á meðan Samkeppniseftirlitið lýkur sinni málsmeðferð vegna gjaldtökunnar.“ Ekki er farið út í um hvað þær sáttatillögur snúast en Isavia túlkar niðurstöður eftirlitsins á þann veg að fyrirtækinu sé skylt að innheimta gjald. Þórir telur þetta vera ofúlkun og bendir á að í úrskurðinum standi aðeins að það sé á valdi Isavia að innheimta gjald í ljósi stöðunnar sem komin er upp.

Í því samhengi er vert að rifja upp að hina umdeildu gjaldtöku á rútustæðunum má rekja rúmt ár aftur í tímann þegar Isavia bauð út einkarétt á notkun stæðanna beint fyrir framan Leifsstöð. Þar buðu fyrirtækin Kynnisferðir og Hópbílar best og tekjur Isavia af þeim stæðum hafa hækkað verulega í framhaldinu. Verðið að farmiðunum sömuleiðis en líkt og Túristi fjallaði um í lok sumars þá eru vísbendingar um að framboð á sætaferðum sé of mikið. Rúturnar keyra því reglulega hálftómar eftir Reykjanesbrautinni.

Nýtt efni

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …