Samfélagsmiðlar

Telur forsvarsmenn Isavia þurfa að segja af sér

Hið umdeilda og háa gjald á rútustæðunum við Leifsstöð er ennþá á borði samkeppnisyfirvalda. Stjórnarformaður Gray Line telur það fullvíst að Isavia fái þunga sekt og að tekjur opinbera fyrirtækisins af gjaldtökunni hafi nú þegar skipt milljónum króna.

airportexpress

Þegar norskur rútubílstjóri sækir farþega á Óslóarflugvöll þá fær hann að keyra upp að anddyri flugstöðvarinnar og stoppa þar í korter. Fyrir þetta greiðir bílstjórinn upphæð sem jafngildir um 1200 íslenskum krónum. Ferðaþjónustufyrirtæki sem sækja erlenda ferðamenn út á Keflavíkurflugvöll þurfa hins vegar að láta rútur sínar bíða á stæði sem er nokkuð hundruð metra frá Leifsstöð. Þrátt fyrir fjarlægðina er bílastæðagjaldið þar allt að sextán sinnum hærra en beint fyrir framan norsku flugstöðina.

Íslenska gjaldið er nefnilega 7.900 til 19.900 krónur en það hefur reyndar ennþá ekki verið lagt á eins og til stóð 1. mars síðastliðinn. Þá átti að hefjast gjaldtaka á þessu rútustæði, sem meðal annars Strætó hefur nýtt, en vegna þeirrar gagnrýni sem hið háa gjald fékk þá var sett á aðlögunargjald fram til 1. september. Í millitíðinni felldi hins vegar Samkeppniseftirlitið bráðabirgðaúrskurð og í kjölfarið var gjaldtakan stöðvuð tímabundið. Isavia kærði þá niðurstöðu en í vikunni birti áfrýjunarnefnd samkeppnismála sitt álit og þar segir að ekki skuli fella úr gildi fyrrnefnda bráðabirgðaákvörðun Samkeppniseftirlitsins.

Kostnaðarsamur slagur

Það var ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line sem kærði málið á sínum tíma til samkeppnisyfirvalda og Þórir Garðarsson, stjórnarformaður fyrirtækisins, er harðorður í garð rekstraraðila Keflavíkurflugvallar. „Ég tel enga spurningu að Isavia á eftir að fá þunga sekt fyrir þetta athæfi og klárt að forsvarsmenn fyrirtækisins verða að segja af sér fyrir að valda því tjóni og álitshnekki,“ segir Þórir. Hann segir kostnað vegna málarekstursins kominn í 4,5 milljónir króna auk þeirra vinnu sem starfsmenn Gray Line hafa lagt í málið. „Þetta er beint tjón okkar og alveg fáheyrt að einkafyrirtæki skuli þurfa að standa í kostnaðarsömum slag við gráðugt ríkisfyrirtæki sem virðist ekki hika við að brjóta lög í skjóli einokunarstöðu.“

Til viðbótar við kostnað við kærur og málarekstur þá þurfti Gray Line, líkt og önnur ferðaþjónustufyrirtæki, að greiða fyrir afnot af stæðinu umtalaða frá byrjun mars og fram á mitt sumar. Þórir telur að tekjur Isavia á því tímabili hafa numið milljónum króna og hefur Gray Line farið fram á endurgreiðslu á sínum hluta og einnig neitað að greiða þá reikninga sem voru ógreiddir, en ekki gjaldfallnir, þegar úrskurður Samkeppniseftirlitsins var stöðvaður. „Isavia var okkur ekki sammála og hefur krafist greiðslu á útgefnum reikningum og neitað að endurgreiða meinta ólöglega innheimtu frá 1. mars. Þar er málið statt í dag og búast má við að harka færist í það á næstunni.“

Boða sáttatillögur

Á miðvikudaginn sendi Isavia frá sér tilkynningu í kjölfar þess að úrskurður áfrýjunarnefndar samkeppnismála var birtur. Þar er haft eftir Hlyni Sigurðssyni, framkvæmdastjóra viðskiptasviðs Isavia, að fyrirtækið muni una þessari niðurstöðu áfrýjunarnefndarinnar og vinna að því að ná sátt á meðan Samkeppniseftirlitið lýkur sinni málsmeðferð vegna gjaldtökunnar.“ Ekki er farið út í um hvað þær sáttatillögur snúast en Isavia túlkar niðurstöður eftirlitsins á þann veg að fyrirtækinu sé skylt að innheimta gjald. Þórir telur þetta vera ofúlkun og bendir á að í úrskurðinum standi aðeins að það sé á valdi Isavia að innheimta gjald í ljósi stöðunnar sem komin er upp.

Í því samhengi er vert að rifja upp að hina umdeildu gjaldtöku á rútustæðunum má rekja rúmt ár aftur í tímann þegar Isavia bauð út einkarétt á notkun stæðanna beint fyrir framan Leifsstöð. Þar buðu fyrirtækin Kynnisferðir og Hópbílar best og tekjur Isavia af þeim stæðum hafa hækkað verulega í framhaldinu. Verðið að farmiðunum sömuleiðis en líkt og Túristi fjallaði um í lok sumars þá eru vísbendingar um að framboð á sætaferðum sé of mikið. Rúturnar keyra því reglulega hálftómar eftir Reykjanesbrautinni.

Nýtt efni

Næring forfeðra okkar á oftar en ekki fyllilega erindi við nútímamanninn. Sum þeirra matvæla sem nú er hent var hreinlega slegist um áður fyrr. Með vaxandi hraða þjóðfélagsins og breyttri menningu hefur heilsusamlegt hráefni eins og innmatur, dýrafitur, bein og mergur orðið að hliðarafurð sem fer til spillis. Þessi sóun hefur í för með sér …

Gistinætur Breta á norðlenskum hótelum í janúar voru 422 talsins sem er rétt um tíund af því sem var í janúar árin 2018 og 2019 þegar breska ferðaskrifstofan Super Break bauð upp á pakkaferðir til Akureyrar frá nokkrum breskum flugvöllum. Tilkoma áætlunarflugs Easyjet frá London til Akureyrar hefur því ennþá miklu minni áhrif á gistigeirann …

Stærstu hluthafar Play skuldbindu sig til að leggja flugfélaginu til 2,6 milljarða króna í nýtt hlutafé í byrjun síðustu viku en með þeim skilyrðum að hlutafjárútboðið myndi nema samtals fjórum milljörðum króna. Nú hefur félagið tryggt sér þá 1,4 milljarða sem upp á vantaði. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að þessi hlutafjáraukning sé …

Í febrúar léku þýsku fótboltaliðin Hansa Rostock og Hamburger Sport Verein (HSV) á heimavelli Hansa í Rostock. Bæði liðin eru gömul stórveldi á fótboltavellinum en eru nú í nokkrum öldudal og leika í annarri deild þýska fótboltans. Leikurinn endaði 2-2 sem voru auðvitað töluverð vonbrigði fyrir lið Hamborgar því þeir keppast við að komast aftur …

Útgerðir skemmtiferðaskipa virðast bjartsýnar um að fólk sæki mjög í siglingar á árinu. Ferðaþorstanum eftir innilokun Covid 19-áranna hafi ekki enn verið svalað. Þá kjósi margir, sem á annað borð hafa efni á því, verja fleiri ferðadögum á friðsælu floti um heimsins höf fremur en að olnboga sig í gegnum manngrúa borga og vinsælla ferðamannastaða. …

Það voru keyptar 390 þúsund gistinætur á íslenskum gististöðum í janúar eða 13 prósentum færri en í janúar í fyrra. Næturnar núna voru álíka margar og í janúar 2019 en það var í mars það ár sem rekstur Wow Air stöðvaðist. Gisitnóttum útlendinga á skráðum gististöðum, stór hluti heimagistingarinnar fellur þar ekki undir, fækkaði um …

Lilja Dögg Alfreðsdóttir

Vinna við aðgerðaáætlun í tengslum við ferðamálastefnu Íslands til ársins 2030 er langt komin. Birt hafa verið í Samráðsgátt drög að tillögu til þingsályktunar og óskað umsagna. Það kemur síðan í hlut Alþingis að vinna úr tillögum sem orðið hafa til í víðtæku samráði hagaðila í ferðaþjónustu - og ákveða síðan hvert skal stefna. Þær …

Þjóðarflugfélög Frakka og Hollendinga mynda samsteypuna Air France-KLM Group og hagnaðist fyrirtækið um 934 milljónir evra á nýliðnu ári. Sú upphæð jafngildir 140 milljörðum króna. Aldrei áður hefur þessi fransk-hollenska samsteypa skilað svona miklum hagnaði að því fram kemur í tilkynningu nú í morgun í tilefni af birtingu uppgjörsins. Þar kemur fram að stríðið á …