Samfélagsmiðlar

Ráðherra fær ekki að upplýsa Alþingi um skuldir flugfélaga

Jón Steindór Valdimarsson þingmaður Viðreisnar segist ekki sáttur við svör samgönguráðherra við fyrirspurn sinni um skuldastöðu flugrekenda. Stjórnendur Isavia telja ekki heimilt að veita þessar upplýsingar og þeir segjast ekki heldur getað neitað skuldugum flugrekendum að nýta flugvelli landsins.

Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, ætlar að fylgja fyrirspurn sinni eftir varðandi mögulega skuldasöfnun flugfélega á Keflavíkurflugvelli.

Farþegaþota Airberlin var kyrrsett á  Keflavíkurflugvelli vegna vanskila á notendagjöldum í október í fyrra. Skiptastjóra þýska flugfélagsins tókst að lokum að semja um skuldina við Isavia og þotunni var hleypt í loftið. Hversu há skuld Airberlin á Keflavíkurflugvelli var hefur ekki fengist upplýst. Það liggur heldur ekki fyrir hversu háa upphæð stjórnendur tékknesks flugfélags greiddu til Isavia til að fá tilbaka þotu, sem þeir höfðu leigt Iceland Express, eftir að hún var kyrrsett haustið 2012.

Það fást heldur engin svör um það hjá Isavia eða WOW air hvort heimildir Morgunblaðsins hafi verið réttar um að flugfélagið hafi í haust skuldað um tvö milljarða í lendinga- og farþegagjöld á Keflavíkurflugvelli. Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi félagsins, fullyrti í framhaldinu að flugfélagið hefði aldrei skuldað yfir tvo milljarða á flugvellinum en það hafði Morgunblaðið hvort eð er ekki skrifað. Hvort stjórnendur Icelandair, sem nú hafa keypt WOW air, muni upplýsa um hvað er satt og rétt í málinu á eftir að koma í ljós en þeir hafa ekki svarað spurningum Túrista um þetta tiltekna atriði.

Stöðvunarheimildin dugði ekki við gjaldþrot Primera air

Stjórnendur Isavia er heldur ekki til að svara fyrirspurnum frá þingmönnum um þessi mál. Í þarsíðustu viku óskaði Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, eftir upplýsingum um þá áhættu sem Isavia tekur varðandi ógreidd farþega- og lendingagjöld á Keflavíkurflugvelli. Jón Steindór spurði hvaða reglur gilda í þeim tilvikum sem einstök flugfélög borga ekki þau gjöld sem þeir ber að greiða á flugvöllum landsins. Einnig bað þingmaðurinn um upplýsingar um hvernig dráttarvextir væru reiknaðir, hvaða sektarúrræðum beitt og um jafnræði milli flugfélaga hvað þessi mál varðar.

Fyrirspurninni var beint til samgönguráðherra og í svörum hans, sem birt voru í gær, segir meðal annars að Isavia leggi áherslu á jafnræði milli flugfélaga hvort sem um er að ræða gjaldtöku, innheimtu eða aðra þætti. Stjórnendur Isavia telja sér ekki heimilt að neita flugrekanda um viðskipti vegna vangreiddra gjalda. „Flugfélög þurfa almennt ekki að leggja fram tryggingar fyrir greiðslu viðskiptaskulda enda hafa úrræði eins og stöðvunarheimild tryggt greiðslu í flestum tilvikum,“ segir jafnframt í svari samgönguráðherra. Í því samhengi má rifja upp að tap Isavia vegna gjaldþrots Primera air hefur líklega numið tugum milljóna króna enda tókst ekki að beita fyrrnefndri stöðvunarheimild þegar flugfélags Andra Más Ingólfssonar fór á hausinn í byrjun október.

Jón Steindór bað jafnframt um upplýsingar um skuldir einstakra flugfélaga allt frá árinu 2013 og hversu stór hluti skuldanna hefði farið fram yfir gjalddaga. Við þeirri spurningu fást hins vegar engin svör. „ Málefni einstakra flugfélaga eru trúnaðarmál Isavia og viðkomandi flugfélags. Almennt greiðslufyrirkomulag er að tekin eru saman gjöld í lok hvers mánaðar og flugfélag hefur síðan annan mánuð í gjaldfrest,“ segir í svari ráðherra. Aðspurður segir Jón Steindór, í svari til Túrista, að hann sé ekki sáttur við svör ráðherra og sérstaklega ekki það sem snýr að skuldastöðunni. Telur þingmaðurinn að hægt hefði verið að svara þessari fyrirspurn án þess þó að nafngreina viðkomandi flugfélög. Jón Steindór segir málinu ekki lokið að sinni hálfu og hyggst fylgja því frekar eftir.

Íslensku félögin rukkuð um rúman milljarð fyrir október

Þó fyrrnefnt tjón vegna Primera air hafi verið umtalsvert þá var það ekkert á við þann skaða sem gjaldþrot Icelandair eða WOW air kynni að valda Isavia. Þannig má gera ráð fyrir að  reikningur Isavia til Icelandair, vegna lendinga- og farþegagjalda í október, hafi numið nærri 600 milljónum króna. Reikningurinn til WOW hefur verið rétt um hálfur milljarður króna. Í þessum útreikningum er stuðst við talningu Túrista á flugumferð til og frá landinu og opinberrar upplýsinga flugfélaganna um fjölda farþega.

Nýtt efni

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …