Samfélagsmiðlar

Ráðherra fær ekki að upplýsa Alþingi um skuldir flugfélaga

Jón Steindór Valdimarsson þingmaður Viðreisnar segist ekki sáttur við svör samgönguráðherra við fyrirspurn sinni um skuldastöðu flugrekenda. Stjórnendur Isavia telja ekki heimilt að veita þessar upplýsingar og þeir segjast ekki heldur getað neitað skuldugum flugrekendum að nýta flugvelli landsins.

Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, ætlar að fylgja fyrirspurn sinni eftir varðandi mögulega skuldasöfnun flugfélega á Keflavíkurflugvelli.

Farþegaþota Airberlin var kyrrsett á  Keflavíkurflugvelli vegna vanskila á notendagjöldum í október í fyrra. Skiptastjóra þýska flugfélagsins tókst að lokum að semja um skuldina við Isavia og þotunni var hleypt í loftið. Hversu há skuld Airberlin á Keflavíkurflugvelli var hefur ekki fengist upplýst. Það liggur heldur ekki fyrir hversu háa upphæð stjórnendur tékknesks flugfélags greiddu til Isavia til að fá tilbaka þotu, sem þeir höfðu leigt Iceland Express, eftir að hún var kyrrsett haustið 2012.

Það fást heldur engin svör um það hjá Isavia eða WOW air hvort heimildir Morgunblaðsins hafi verið réttar um að flugfélagið hafi í haust skuldað um tvö milljarða í lendinga- og farþegagjöld á Keflavíkurflugvelli. Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi félagsins, fullyrti í framhaldinu að flugfélagið hefði aldrei skuldað yfir tvo milljarða á flugvellinum en það hafði Morgunblaðið hvort eð er ekki skrifað. Hvort stjórnendur Icelandair, sem nú hafa keypt WOW air, muni upplýsa um hvað er satt og rétt í málinu á eftir að koma í ljós en þeir hafa ekki svarað spurningum Túrista um þetta tiltekna atriði.

Stöðvunarheimildin dugði ekki við gjaldþrot Primera air

Stjórnendur Isavia er heldur ekki til að svara fyrirspurnum frá þingmönnum um þessi mál. Í þarsíðustu viku óskaði Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, eftir upplýsingum um þá áhættu sem Isavia tekur varðandi ógreidd farþega- og lendingagjöld á Keflavíkurflugvelli. Jón Steindór spurði hvaða reglur gilda í þeim tilvikum sem einstök flugfélög borga ekki þau gjöld sem þeir ber að greiða á flugvöllum landsins. Einnig bað þingmaðurinn um upplýsingar um hvernig dráttarvextir væru reiknaðir, hvaða sektarúrræðum beitt og um jafnræði milli flugfélaga hvað þessi mál varðar.

Fyrirspurninni var beint til samgönguráðherra og í svörum hans, sem birt voru í gær, segir meðal annars að Isavia leggi áherslu á jafnræði milli flugfélaga hvort sem um er að ræða gjaldtöku, innheimtu eða aðra þætti. Stjórnendur Isavia telja sér ekki heimilt að neita flugrekanda um viðskipti vegna vangreiddra gjalda. „Flugfélög þurfa almennt ekki að leggja fram tryggingar fyrir greiðslu viðskiptaskulda enda hafa úrræði eins og stöðvunarheimild tryggt greiðslu í flestum tilvikum,“ segir jafnframt í svari samgönguráðherra. Í því samhengi má rifja upp að tap Isavia vegna gjaldþrots Primera air hefur líklega numið tugum milljóna króna enda tókst ekki að beita fyrrnefndri stöðvunarheimild þegar flugfélags Andra Más Ingólfssonar fór á hausinn í byrjun október.

Jón Steindór bað jafnframt um upplýsingar um skuldir einstakra flugfélaga allt frá árinu 2013 og hversu stór hluti skuldanna hefði farið fram yfir gjalddaga. Við þeirri spurningu fást hins vegar engin svör. „ Málefni einstakra flugfélaga eru trúnaðarmál Isavia og viðkomandi flugfélags. Almennt greiðslufyrirkomulag er að tekin eru saman gjöld í lok hvers mánaðar og flugfélag hefur síðan annan mánuð í gjaldfrest,“ segir í svari ráðherra. Aðspurður segir Jón Steindór, í svari til Túrista, að hann sé ekki sáttur við svör ráðherra og sérstaklega ekki það sem snýr að skuldastöðunni. Telur þingmaðurinn að hægt hefði verið að svara þessari fyrirspurn án þess þó að nafngreina viðkomandi flugfélög. Jón Steindór segir málinu ekki lokið að sinni hálfu og hyggst fylgja því frekar eftir.

Íslensku félögin rukkuð um rúman milljarð fyrir október

Þó fyrrnefnt tjón vegna Primera air hafi verið umtalsvert þá var það ekkert á við þann skaða sem gjaldþrot Icelandair eða WOW air kynni að valda Isavia. Þannig má gera ráð fyrir að  reikningur Isavia til Icelandair, vegna lendinga- og farþegagjalda í október, hafi numið nærri 600 milljónum króna. Reikningurinn til WOW hefur verið rétt um hálfur milljarður króna. Í þessum útreikningum er stuðst við talningu Túrista á flugumferð til og frá landinu og opinberrar upplýsinga flugfélaganna um fjölda farþega.

Nýtt efni

„Samstarf fólks um allt land er forsenda þess að þróunin verði Grænlandi í hag. Ferðamenn virða ekki sveitamörk heldur eru með hugann allan við að njóta áfangastaða sinna. Þess vegna er svo brýnt að við sem áfangastaðurinn Grænland vinnum saman að því að bjóða upp á óaðfinnanlega og heildstæða upplifun - og náum saman, bæði …

Biðinni er brátt lokið og eftirvæntingarfullir aðdáendur írska rithöfundarins Sally Rooney getað andað léttar því að í liðinni viku var tilkynnt af The Wylie Agency, umboðsskrifstofu rithöfundarins, að ný bók væri væntanleg frá henni þriðjudaginn 24. september 2024.  Alex Bowler, talsmaður Faber & Faber, enska forlags rithöfundarins, sendi líka frá sér tilkynningu í tilefni af væntanlegri  …

Farþegar á Keflavíkurflugvelli gátu að jafnaði valið á milli nærri 10 brottfara á dag til höfuðborgar Bretlands í síðasta mánuði. Þetta er viðbót um eina ferð frá sama tíma í fyrra ef tillit er tekið til þess að nú er hlaupaár. London var sú borg sem oftast var flogið til frá Keflavíkurflugvelli í febrúar samkvæmt …

Það er bannað að auglýsa vín á Íslandi - nema auðvitað í amerískum samfélagsmiðlum og þeim erlendu vefsíðum sem íslenskir lesendur heimsækja. Áfengisauglýsingar eru hinsvegar mikilvæg tekjulind fjölmiðla í löndum allt í kringum okkur enda býr áfengisiðnaðurinn yfir miklu fjármagni og vill viðhalda áhuga neytenda á öllum aldri á þessum viðurkennda en varasama vímugjafa. FF7 …

Með hjálp málgreiningarforrits og athugun á orðanotkun hefur Lapo Lappin komist að því að tvær af vinsælustu bókum Camillu geta varla verið skrifaðar af höfundinum sjálfum og bendir Lappin á að textinn líkist mjög textum eftir annan rithöfund, Pascal Engman. Sjálf neitar Camilla (og það gerir Pascal einnig) öllum ásökunum og telur þær vera ávöxt öfundar …

Stundum fer rás atburða í hring. Flugvélasmiðja Spirit í Wichita var sett á stofn af Stearman Aircraft árið 1927 en tveimur árum síðar eignaðist United Aircraft and Transport Corporation fyrirtækið og rak til ársins 1934. Þá tók Boeing við rekstrinum og í heimsstyrjöldinni síðari, árið 1941, varð Spirit deild innan Boeing. Þannig hélst fyrirkomulagið til …

„Ég er búinn að vera í björgunarsveit í að verða 15 ár og í öllum útköllum tók ég Beef Jerky, þurrkað nautakjöt frá Bandaríkjunum, með mér sem nesti í neyð. Ég gekk til dæmis einu sinni þvert yfir landið, frá Reykjanestá yfir á Langanes og fyrir þá ferð gerði ég mikla leit að góðu, íslensku …

Næring forfeðra okkar á oftar en ekki fyllilega erindi við nútímamanninn. Sum þeirra matvæla sem nú er hent var hreinlega slegist um áður fyrr. Með vaxandi hraða þjóðfélagsins og breyttri menningu hefur heilsusamlegt hráefni eins og innmatur, dýrafitur, bein og mergur orðið að hliðarafurð sem fer til spillis. Þessi sóun hefur í för með sér …