Samfélagsmiðlar

Óraunhæf framtíðarsýn fyrir WOW

Pistlahöfundar Forbes tímaritsins sér Keflavíkurflugvöll fyrir sér sem tengistöð fyrir flugfélög Indigo Partners. Leiðakerfi flugfélaganna eru þó ekki gerð fyrir stórsókn á markaðinn fyrir flug yfir Atlantshafið.

Þotur þeirra fjögurra flugfélaga sem Indigo Partners á hlut í. WOW gæti orðið það fimmta.

Ef kaup Indigo Partners á WOW air verða að veruleika þá gætu nýir eigendur breytt íslenska lággjaldaflugfélaginu í einskonar gerviflugfélag. Þannig gætu þeir gert farþegum hins bandaríska Frontier að fljúga til Íslands og skipta þar yfir í þotu á vegum ungverska flugfélagsins Wizz air en þó sem farþegar WOW air. Indigo Partners á nefnilega Frontier og fer með stóran hlut í Wizz air. Kaupin á WOW myndu þá vera liður í að tengja saman leiðakerfi flugfélaganna tveggja. Þetta er alla vega tilgáta flugsérfræðingsins Samuel Engel í grein í Forbes tímaritinu.

Hugmyndin um að nýta vörumerkið WOW til að fljúga farþegum milli Evrópu og N-Ameríku með þotum Frontier og Wizz air er áhugaverð. Það verður þó að teljast harla ólíklegt að þessi viðskiptaáætlun sé á borðinu hjá eigendum Indigo Partners. Flækjustigið við að tengja saman flugferðir ólíkra flugfélaga hefur til að mynda lengi staðið í vegi fyrir því að lággjaldaflugfélög bjóði upp á þennan valkost. Hvað þá þegar um er að ræða „últralággjaldaflugfélög“ líkt og stjórnendur Indigo Partners sérhæfa sig í að eiga og reka.

Uppbygging leiðakerfa Frontier og Wizz Air í dag er svo annar þröskuldur. Allar starfstöðvar Wizz air eru í austurhluta Evrópu ef frá eru taldar stöðvarnar í Vínarborg og í Luton skammt frá London. Farþegar Frontier, sem kæmu frá Bandaríkjunum, gætu því nær eingöngu flogið áfram frá Íslandi til borga í Póllandi, Rúmeníu, Ungverjalandi, Bosníu, Slóvakíu eða Úkraínu. Og farþegar Wizz air, frá þessum löndum, hefðu ekki úr miklu að moða ef ferðinni yrði haldið áfram með Frontier flugvél til Bandaríkjanna frá Keflavíkurflugvelli. Þeir gætu þá aðeins flogið til Denver, Orlando, Chicago eða Trenton sem er skammt frá Philadelphia. Frontier er reyndar líka með starfsstöð í Las Vegas en Airbus þotur flugfélagsins drífa ekki þaðan til Íslands.

Það er ósennilegt að markaðurinn fyrir ferðir til Denver sé ýkja stór í Varsjá, Skopje, Búkarest eða Kænugarði. Og þeir eru kannski ekki nógu margir sem sem eru á leið frá Trenton í Bandaríkjunum til Belgrad, Wroclaw, Vilnius eða Timisoara. Ef Indigo ætlar í raun að nýta sér Keflavíkurflugvöll sem tengistöð fyrir Wizz air og Frontier þá þyrftu flugfélögin að opna starfsstöðvar í evrópskum og bandarískum stórborgum líkt og WOW air hefur gert. Það myndi þó hafa í för með sér hækkandi rekstrarkostnað hjá Frontier og Wizz Air og kaupin á WOW myndu því kalla á umtalsverðar fjárfestingar.

Það má líka velta því fyrir sér afhverju Indigo Partners þyrfti á WOW að halda til að halda úti útgerð eins og Forbes lýsir. Evrópskt og bandarískt flugfélag geta í dag boðið upp á tengingar frá Keflavíkurflugvelli jafnvel þó þau eigi ekki hlut í íslensku flugfélagi. Hver raunveruleg sýn Indigo Partners er fyrir WOW air gæti komið í ljós á næstu dögum.

Nýtt efni

Play mun fækka flugferðunum sínum til Norður-Ameríku um fjórðung í vetur í samanburði við þann síðasta líkt og FF7 greindi frá. Til viðbótar hefur félagið gert breytingar á flugáætlun sinni til Evrópu. Í sumum tilfellum fjölgar ferðunum en þeim fækkar í öðrum. Þannig gerir áætlunin fyrir september ráð fyrir tíu prósent færri ferðum en í …

Play er með fjóra áfangastaði Bandaríkjunum og einn í Kanada og býður félagið nú upp á daglegar ferðir til þeirra allra nærri allt árið um kring. Yfir vetrarmánuðina hefur Play þó dregið úr framboði en næsta vetur verður niðurskurðurinn meiri en áður. Næstkomandi nóvember er aðeins reiknað með 99 brottförum frá Keflavíkurflugvelli til Bandaríkjanna og …

Nú í vikunni hafa mælingar í Noregi og Bandaríkjunum sýnt að verðlag í þessum tveimur löndum hjaðnar hraðar en greinendur höfðu reiknað með. Það sama er upp á teningnum í Svíþjóð en í morgun birti hagstofan þar í landi nýjar verðlagsmælingar sem sýna að verðbólga sl. 12 mánuði mælist nú 2,6 prósent. Ef vaxtakostnaður er …

Gengi hlutabréf í Icelandair hefur nú fallið um 61 prósent síðustu 12 mánuði og kostar hver hlutur í dag 86 aura. Í hlutafjárútboðinu sem efnt var til í september 2020, til að koma flugfélaginu í gegnum heimsfaraldurinn, var hluturinn seldur á 1 krónu. Stuttu eftir útboðið fór gengið eins langt niður og það er í …

Á fyrri helmingi ársins komu aðeins færri Bandaríkjamenn til Íslands en á sama tíma í fyrra þrátt fyrir tíðari flugferðir. Há verðbólga vestanhafs er væntanlega ein af skýringunum á þessum samdrætti enda hafa skuldsettir Bandaríkjamenn nú minna á milli handanna. Nú gæti hagur þess hóps vænkast því verðlag í Bandaríkjunum lækkaði meira í síðasta mánuði …

Vestanhafs er hefur ekkert flugfélag verið rekið með meiri hagnaði en Delta síðustu ár. Á nýafstöðnum öðrum ársfjórðungi, apríl til júní, voru tekjur félagsins hærri en nokkru sinni áður á þessum hluta árs en aftur á móti var kostnaðurinn líka hærri. Þar með lækkaði hagnaðurinn um 30 prósent á milli ára samkvæmt uppgjöri sem flugfélagið …

Þessa dagana er mikið rætt um samdrátt í íslenskri ferðaþjónustu miðað við síðasta ár en þá er einblínt á að vöxturinn haldi ekki áfram á sama hraða og hann hefur gert eftir heimsfaraldur. Ef bornar eru saman tölur um komur erlendra ferðamanna á fyrstu fimm mánuðum þessa árs miðað við sama tímabil 2019 sést að …

Það fóru 212 þúsund farþegar með erlend vegabréf í gegnum vopnaleitinni á Keflavíkurflugvelli í júní en þessi talning er notuð til að leggja mat á fjölda ferðamanna hér á landi. Í júní í fyrra var þessi hópur 20 þúsund farþegum fjölmennari og miðað við aukið flugframboð á milli ára þá mátti gera ráð fyrir viðbót …