Samfélagsmiðlar

Þau tíu fyrirtæki sem valin voru í Startup Tourism

Það barst metfjöldi umsókna í viðskiptahraðal á sviði ferðaþjónustu og þessar hugmyndir fengu brautargengi.

Myndir frá fjórum af þeim tíu fyrirtækjum sem taka þátt í Startup tourism að þessu sinni.

Startup Tourism er tíu vikna viðskiptahraðall sem er sérsniðinn að þörfum nýrra fyrirtækja í ferðaþjónustu og er hann nú haldinn í fjórða sinn. Að þessu sinni bárust 128 umsóknir og hafa þeir aldrei verið fleiri. Óskað var eftir eftir lausnum sem gætu fjölgað afþreyingarmöguleikum í ferðaþjónustu á Íslandi, styrkt innviði greinarinnar og stuðlað að dreifingu ferðamanna um allt land, allan ársins hring.

Nú hafa tíu teymi verið valinn úr hópi umsækjenda og fá þau leiðsögn og þjálfun yfir tíu vikna tímabil sem hefst þann 14. janúar samkvæmt því sem fram kemur í tilkynningu. Þar kemur jafnframt fram að helmingur hópsins vinni að tæknilausnum fyrir ferðaþjónustuna en hinir einbeiti sér að nýjum eða betri afþreyingarmöguleikum. Vinnan fer fram í húsnæði Íslenska ferðaklasans að Fiskislóð 10 og fá teymin tíu þar tækifæri til að þróa áfram viðskiptahugmyndir sínar undir leiðsögn reyndra frumkvöðla, fjárfesta, lykilaðila innan ferðaþjónustunnar og annarra sérfræðinga þeim að kostnaðarlausu.

„Það er verulega ánægjulegt að sjá að umsóknarfjöldi í Startup Tourism heldur áfram að vaxa þó það hægist á fjölgun ferðamanna. Frumkvöðlar í ferðaþjónustu eru greinilega ekki af baki dottnir og halda áfram að fá góðar hugmyndir til að styrkja ferðaþjónustu í landinu. Startup Tourism er frábær vettvangur til að þróa áfram hugmyndir að nýjum lausnum og sömuleiðis fyrir starfandi fyrirtæki sem vantar aðstoð við að taka næsta skref í rekstri. Hér vinnum við hratt og í krafti fjöldans en fyrirtækin munu vinna náið saman á jafningjagrundvelli og hitta fjöldann allan af sérfræðingum á sviði nýsköpunar og ferðaþjónustu,“ segir Svava Björk Ólafsdóttir, verkefnastjóri Startup Tourism

Eftirtalin tíu fyrirtæki taka þátt í Startup Tourism árið 2018:

BusTravel IT
Hugbúnaðarlausn sem eykur ánægju viðskiptavina og skilvirkni í rekstri

Film Iceland
Stafrænn ferðavísir sem gægist bakvið tjöldin á kvikmyndatökustöðum landsins

GeoGardens
Samræktargróðurhús og veitingastaður á Hellisheiði

HandPicked Iceland
Leiðarvísir með ekta íslenskum upplifunum sem stuðla að grænni ferðamennsku

Iceland Bike Farm
Fjallahjólreiðar og einstök upplifun hjá hjólabændunum í Mörtungu

Iceland Outfitters
Faglegar og vinalegar veiðiferðir

Iceland Sports Travel
Sérhæfð íþróttaferðaskrifstofa með áherslu á ferðir íþróttahópa til Íslands

Selfie Station
Myndaupplifun við helstu kennileiti Íslands

Venture North
Ferðaþjónusta á Norðurlandi sem býður upp á ævintýraferðir á róðrabrettum

Wapp-Walking app
Leiðsagnarapp með fjölbreyttum leiðarlýsingum um allt land

Nýtt efni

Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur lækkað um helming síðastliðna 12 mánuði og þar af um nærri fjórðung frá áramótum. Fyrir helgi fór gengið niður í 1,03 kr. og markaðsvirði félagsins er núna 42,3 milljarðar. Eftir heimsfaraldur hefur það hæst farið upp í 95 milljarða króna en það var í júlí síðastliðnum. Á síðasta áratug náðu …

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …