Samfélagsmiðlar

Þau tíu fyrirtæki sem valin voru í Startup Tourism

Það barst metfjöldi umsókna í viðskiptahraðal á sviði ferðaþjónustu og þessar hugmyndir fengu brautargengi.

Myndir frá fjórum af þeim tíu fyrirtækjum sem taka þátt í Startup tourism að þessu sinni.

Startup Tourism er tíu vikna viðskiptahraðall sem er sérsniðinn að þörfum nýrra fyrirtækja í ferðaþjónustu og er hann nú haldinn í fjórða sinn. Að þessu sinni bárust 128 umsóknir og hafa þeir aldrei verið fleiri. Óskað var eftir eftir lausnum sem gætu fjölgað afþreyingarmöguleikum í ferðaþjónustu á Íslandi, styrkt innviði greinarinnar og stuðlað að dreifingu ferðamanna um allt land, allan ársins hring.

Nú hafa tíu teymi verið valinn úr hópi umsækjenda og fá þau leiðsögn og þjálfun yfir tíu vikna tímabil sem hefst þann 14. janúar samkvæmt því sem fram kemur í tilkynningu. Þar kemur jafnframt fram að helmingur hópsins vinni að tæknilausnum fyrir ferðaþjónustuna en hinir einbeiti sér að nýjum eða betri afþreyingarmöguleikum. Vinnan fer fram í húsnæði Íslenska ferðaklasans að Fiskislóð 10 og fá teymin tíu þar tækifæri til að þróa áfram viðskiptahugmyndir sínar undir leiðsögn reyndra frumkvöðla, fjárfesta, lykilaðila innan ferðaþjónustunnar og annarra sérfræðinga þeim að kostnaðarlausu.

„Það er verulega ánægjulegt að sjá að umsóknarfjöldi í Startup Tourism heldur áfram að vaxa þó það hægist á fjölgun ferðamanna. Frumkvöðlar í ferðaþjónustu eru greinilega ekki af baki dottnir og halda áfram að fá góðar hugmyndir til að styrkja ferðaþjónustu í landinu. Startup Tourism er frábær vettvangur til að þróa áfram hugmyndir að nýjum lausnum og sömuleiðis fyrir starfandi fyrirtæki sem vantar aðstoð við að taka næsta skref í rekstri. Hér vinnum við hratt og í krafti fjöldans en fyrirtækin munu vinna náið saman á jafningjagrundvelli og hitta fjöldann allan af sérfræðingum á sviði nýsköpunar og ferðaþjónustu,“ segir Svava Björk Ólafsdóttir, verkefnastjóri Startup Tourism

Eftirtalin tíu fyrirtæki taka þátt í Startup Tourism árið 2018:

BusTravel IT
Hugbúnaðarlausn sem eykur ánægju viðskiptavina og skilvirkni í rekstri

Film Iceland
Stafrænn ferðavísir sem gægist bakvið tjöldin á kvikmyndatökustöðum landsins

GeoGardens
Samræktargróðurhús og veitingastaður á Hellisheiði

HandPicked Iceland
Leiðarvísir með ekta íslenskum upplifunum sem stuðla að grænni ferðamennsku

Iceland Bike Farm
Fjallahjólreiðar og einstök upplifun hjá hjólabændunum í Mörtungu

Iceland Outfitters
Faglegar og vinalegar veiðiferðir

Iceland Sports Travel
Sérhæfð íþróttaferðaskrifstofa með áherslu á ferðir íþróttahópa til Íslands

Selfie Station
Myndaupplifun við helstu kennileiti Íslands

Venture North
Ferðaþjónusta á Norðurlandi sem býður upp á ævintýraferðir á róðrabrettum

Wapp-Walking app
Leiðsagnarapp með fjölbreyttum leiðarlýsingum um allt land

Nýtt efni

Þegar stjórnendur Easyjet ákváðu að hefja flug til Keflavíkurflugvallar árið 2012 gerðu þeir aðeins ráð fyrir áætlunarflugi hingað yfir sumarmánuðina frá London. Viðtökurnar voru hins vegar það góðar að þeir bættu strax við vetrarflugi. Segja má að sú viðbót hafi valdið straumhvörfum í íslenskri ferðaþjónustu því í kjölfarið komu hingað miklu fleiri breskir ferðamenn yfir …

Stærsti bílaframleiðandi heims lætur ekki haggast þó hann hafi mætt nokkru andstreymi að undanförnu. Hluthafafundur Toyota endurnýjaði traust sitt á 10 manna stjórn fyrirtækisins í dag, þar á meðal á formanninum, Akio Toyoda, sem verið hefur í forystusveit fjölskyldufyrirtækisins frá aldamótum. Hann vék úr starfi forstjóra fyrir rúmu ári og varð stjórnarformaður. Nú hefur þessi …

Hér á landi hefur fjöldi erlendra vegabréfa við vopnaleitina á Keflavíkurflugvelli verið helsti mælikvarðinn á gang mála í ferðaþjónustunni. Á hinum Norðurlöndunum er ekki hægt að stunda svona talningu á flugvöllum enda margir sem koma landleiðina. Gistinætur útlendinga eru því aðalmælikvarðinn á gang mála í ferðaþjónustunni hjá frændum okkar og samtals voru þær 15,3 milljónir …

Búist er við að 38 prósenta hækkun tolla á innflutta rafbíla frá Kína hægi á sókn framleiðenda þar inn á Evrópumarkað. Hins vegar verður það aðeins tímabundið. Kínverskir framleiðendur hafa þegar náð sterkri stöðu í tæknimálum og getu til að framleiða á hagkvæman hátt - þeir ráða yfir allri aðfangakeðju framleiðslu sinnar. Að auki munu …

Fyrstu helgina í júní stefndi í verkfall flugmanna Norwegian í Noregi en samningar tókust á elleftu stundu. Flugfélagið hafði áður samið við danska og spænska flugmenn en þeir norsku kröfðust hlutfallslega meiri hækkunar og vísuðu til þess að laun þeirra stæðust ekki samanburð við starfsbræður sína í Evrópu vegna þess hve veik norska krónan er. …

„Það umfangsmikið verkefni að opna nýja álmu við flugstöð. Byggingin þarf að uppfylla fjölmargar kröfur yfirvalda , m.a. um innréttingar, eldvarnir, umhverfiskröfur og vinnuaðstæður. Það þarf líka að setja upp flókinn tækjabúnað, sem þarnast sérhæfðrar þekkingar og margra stunda þjálfun ef hann á að skila sínu hlutverki. Það gildir um nýjan öryggisbúnað flugvallarins," segir í …

Suður-kóreski bílaframleiðandinn Hyundai veðjar á fjórða stærsta bílamarkað heims, Indland. Stærstu markaðirnir eru Kína, Bandaríkin og Japan - en Indlandsmarkaður vex hratt og mikil sala er í litlum og sparneytnum gerðum bíla. Á síðasta ári keypti dótturfélag Hyundai á Indlandi verksmiðjur General Motors í Maharashtra í vestanverðu landinu með það fyrir augum að auka framleiðslu …