Samfélagsmiðlar

Þau tíu fyrirtæki sem valin voru í Startup Tourism

Það barst metfjöldi umsókna í viðskiptahraðal á sviði ferðaþjónustu og þessar hugmyndir fengu brautargengi.

Myndir frá fjórum af þeim tíu fyrirtækjum sem taka þátt í Startup tourism að þessu sinni.

Startup Tourism er tíu vikna viðskiptahraðall sem er sérsniðinn að þörfum nýrra fyrirtækja í ferðaþjónustu og er hann nú haldinn í fjórða sinn. Að þessu sinni bárust 128 umsóknir og hafa þeir aldrei verið fleiri. Óskað var eftir eftir lausnum sem gætu fjölgað afþreyingarmöguleikum í ferðaþjónustu á Íslandi, styrkt innviði greinarinnar og stuðlað að dreifingu ferðamanna um allt land, allan ársins hring.

Nú hafa tíu teymi verið valinn úr hópi umsækjenda og fá þau leiðsögn og þjálfun yfir tíu vikna tímabil sem hefst þann 14. janúar samkvæmt því sem fram kemur í tilkynningu. Þar kemur jafnframt fram að helmingur hópsins vinni að tæknilausnum fyrir ferðaþjónustuna en hinir einbeiti sér að nýjum eða betri afþreyingarmöguleikum. Vinnan fer fram í húsnæði Íslenska ferðaklasans að Fiskislóð 10 og fá teymin tíu þar tækifæri til að þróa áfram viðskiptahugmyndir sínar undir leiðsögn reyndra frumkvöðla, fjárfesta, lykilaðila innan ferðaþjónustunnar og annarra sérfræðinga þeim að kostnaðarlausu.

„Það er verulega ánægjulegt að sjá að umsóknarfjöldi í Startup Tourism heldur áfram að vaxa þó það hægist á fjölgun ferðamanna. Frumkvöðlar í ferðaþjónustu eru greinilega ekki af baki dottnir og halda áfram að fá góðar hugmyndir til að styrkja ferðaþjónustu í landinu. Startup Tourism er frábær vettvangur til að þróa áfram hugmyndir að nýjum lausnum og sömuleiðis fyrir starfandi fyrirtæki sem vantar aðstoð við að taka næsta skref í rekstri. Hér vinnum við hratt og í krafti fjöldans en fyrirtækin munu vinna náið saman á jafningjagrundvelli og hitta fjöldann allan af sérfræðingum á sviði nýsköpunar og ferðaþjónustu,“ segir Svava Björk Ólafsdóttir, verkefnastjóri Startup Tourism

Eftirtalin tíu fyrirtæki taka þátt í Startup Tourism árið 2018:

BusTravel IT
Hugbúnaðarlausn sem eykur ánægju viðskiptavina og skilvirkni í rekstri

Film Iceland
Stafrænn ferðavísir sem gægist bakvið tjöldin á kvikmyndatökustöðum landsins

GeoGardens
Samræktargróðurhús og veitingastaður á Hellisheiði

HandPicked Iceland
Leiðarvísir með ekta íslenskum upplifunum sem stuðla að grænni ferðamennsku

Iceland Bike Farm
Fjallahjólreiðar og einstök upplifun hjá hjólabændunum í Mörtungu

Iceland Outfitters
Faglegar og vinalegar veiðiferðir

Iceland Sports Travel
Sérhæfð íþróttaferðaskrifstofa með áherslu á ferðir íþróttahópa til Íslands

Selfie Station
Myndaupplifun við helstu kennileiti Íslands

Venture North
Ferðaþjónusta á Norðurlandi sem býður upp á ævintýraferðir á róðrabrettum

Wapp-Walking app
Leiðsagnarapp með fjölbreyttum leiðarlýsingum um allt land

Nýtt efni

Icelandair var stundvísasta flugfélag Evrópu í nýliðnum júní samkvæmt lista greiningafyrirtækisins Cirium. Að jafnaði voru 84 prósent ferða Icelandair á réttum tíma í síðasta mánuði sem er á pari við stundvísina í maí. Í öðru sæti á lista Cirum er Iberia Express og Iberia í þriðja sæti. SAS varð í fjórða og Finnair í fimmta …

helsinki yfir

Hagstofur víða birta nú nýjar verðlagsmælingar sem flestar sýna að verðbólga er á niðurleið. Nú í morgunsárið var komið að finnsku hagstofunni og þar sýna tölur að verðlag hefur hækkað um 1,3 prósent síðastliðna 12 mánuði. Á milli maí og júní fór verðbólgan niður um 0,2 prósent. Það voru lækkandi húsnæðisvextir og fallandi verð á …

„Ef maður vill færa út kvíarnar þá verður að taka áhættuna þegar „eina raunverulega" vöruhúsakeðjan í Evrópu er til sölu," segir Ayad Al-Saffar, stofnandi Axcent of Scandinavia, sem um helgina keypti belgíska verslunarfélagið Inno í félagi við fjárfestingafélagið Skel. Stjórnarformaður þess síðastnefnda er Jón Ásgeir Jóhannesson sem jafnframt fer fyrir meirihluta í fjárfestingafélaginu en Jón …

Kaupmannahafnarflugvöllur er fjölfarnasta flughöfn Norðurlanda og fóru hátt í 2,9 milljónir farþega þar um í júní eða ríflega þrefalt fleiri en um Keflavíkurflugvöll á sama tíma. Íslenski flugvöllurinn kemst þó á blað yfir vinsælustu áfangastaðina fyrir farþega í Kaupmannahöfn og er í níunda sæti á topplistanum fyrir júní. Í þeim mánuði nýttu 55.515 farþegar sér …

Þegar heimsfaraldurinn hófst í febrúar árið 2020 lækkaði gengi hlutabréfa í ferðaþjónustufyrirtækjum hratt og hjá Icelandair fór það niður um þrjá fjórðu fyrstu mánuðina eftir að landamærum var lokað til að hefta útbreiðslu veirunnar. Gengið hélt svo áfram að lækka fram á haustið þegar efnt til hlutafjárútboðs þar sem hver hlutur var seldur á 1 …

Aðdáun Indverja á vískíi er ekki ný af nálinni. Þó var það ekki fyrr en í kringum árið 2010 að framleiðandinn Amrut, sem var stofnaður árið 1948, kynnti Indian Single Malt viskí sem átti sérstaklega góðu gengi að fagna í Skotlandi, af öllum stöðum, áður en það hélt áfram til Bandaríkjanna þar sem það mæltist …

Ein leiðin til að sjá eigin augum hversu umsvifamikil atvinnugrein ferðaþjónustan er í landinu er að fara í morgunferð austur á Þingvelli, njóta þess að vera þar nánast einn dálitla stund og hlusta á fuglana syngja, fylgjast síðan með bílaflóðinu inn á stæðin við gestastofuna á Hakinu þegar klukkan fer að ganga tíu. Þá sér …

Norska flugfélagið Norwegian gerði upp annan ársfjórðung í gær en hlutabréf í félaginu féllu um 16 prósent í síðustu viku þegar afkomuspá ársins var lækkuð. Fjárfestar tóku þó uppgjör gærdagsins vel því bréfin hækkuðu um fimm af hundraði. Niðurstaðan hljóðaði upp á 477 milljónir norskra króna í hagnað fyrir skatt eða 6,1 milljarð íslenskra kr. …