Samfélagsmiðlar

Arion afskrifaði aukalega 360 milljónir króna vegna flugfélaga

Gjaldþrot Primera air var ekki eini skellurinn sem Arion banki tók vegna flugfélaga í fyrra. Um síðustu áramót átti bankinn útistandandi 4 milljarða króna hjá fyrirtækjum í flugrekstri.

WOW air og Primera Air hafa bæði verið í viðskiptum við Arion banka.

Þeir Andri Már Ingólfsson og Skúli Mogensen kepptust báðir við það í lok síðasta sumars að halda flugfélögum sínum á lofti. Andri Már var í leit að fé sem átti að tryggja rekstur Primera Air þangað til hagnaður af flugvélaviðskiptum yrði innleystur og Skúla vantaði fjármagn fram að skráningu WOW air í kauphöll.

Um miðjan september tilkynnti Skúli að hann honum hefði tekist að safna um 8 milljörðum króna í skuldabréfaútboði WOW en hálfum mánuði síðar varð Primera Air gjaldþrota. „Það er ljóst að Primera Air fékk ekki fyrirgreiðslu,” sagði Andri Már, í viðtalið við Túrista, stuttu eftir gjaldþrotið, aðspurður um orðróm þess efnis að Arion hefði valið WOW framyfir Primera Air. Bæði flugfélög voru þá í viðskiptum við bankann og tjón Arion, vegna gjaldþrots Primera Air, nam um þremur milljörðum króna líkt og kom fram í kynningu á ársreikningi félagsins sem fram fór í gær.

Þetta var þó ekki eina tap bankans af viðskiptum sínum við flugfélög í fyrra því í fyrrnefndri kynningu kemur fram að skuldabréf, sem tengist flugfélögum, hafi verið afskrifuð um 360 milljónir króna á síðasta ársfjórðungi síðasta ár. Þar með lækkuðu kröfur bankans á flugiðnaðinn úr 4,3 milljörðum niður í fjóra milljarða samkvæmt því sem fram kemur í afkomukynningu. Ekki fást upplýsingar frá Arion hvort þarna séu um að ræða kröfur á hendur WOW air að öllu eða einhverju leyti. Þess má þó geta að Icelandair er ekki í viðskiptum við bankann.

Það má því ljóst vera að mikið er í húfi fyrir eigendur Arion banka í viðræðum Indigo Partners við Skúla Mogensen um kaup á umtalsverðum hlut í WOW air. Niðurstöðu er að vænta í síðasta lagi þann 28. febrúar næstkomandi því þá rennur út sá frestur sem eigendur skuldabréfa í WOW veittu Indigo Partners til að gera upp hug sinn varðandi fjárfestingu í WOW air. Túristi hefur óskað eftir upplýsingum um frá bæði Skúla Mogensen og Indigo Partners hvort áfram sé stefnt að því að ljúka viðræðumi í síðasta lagi í lok þessa mánaðar.

 

Nýtt efni

Stjórnendur rafbílaframleiðandans Tesla leita nú leiða til að draga úr kostnaði og horfa þeir til þess að segja upp 14 þúsund starfsmönnum eða um 10 prósent af vinnuaflinu. Þetta kemur fram í tölvupósti sem forstjóri félagsins, Elon Musk, sendi til starfsfólks samkvæmt frétt sem fagritið Electrek birti í morgun. „Ég hata ekkert meira en þetta …

Stefnt er að því að á hótelinu verði veitingastaður, ráðstefnu- og veislusalur ásamt heilsulind. Síðan er ætlunin að stækka Skógarböðin og tengja þau hótelinu.  Samkvæmt fréttatilkynningu er um að ræða fimm milljarða króna fjárfestingu. Áætlað er að hótelið verði opnað eftir tvö ár, vorið 2026.  „Þetta er virkilega spennandi verkefni sem við hjá Íslandshótelum hlökkum …

Hver hlutur í Icelandair kostaði fyrir opnun Kauphallarinnar í morgun 1 krónu og fjóra aura. Verðið hefur ekki verið svona lágt síðan í nóvember árið 2020 en þá hafði félagið nýverið efnt til hlutafjárútboðs þar sem sölugengið var 1 króna á hlut. Í dag er markaðsvirði Icelandair 43 milljarðar króna og hefur það lækkað um …

Stafræna byltingin gerði fjarvinnu auðveldari og heimsfaraldurinn festi það vinnufyrirkomulag í sessi. Stór og vaxandi hópur fólks nýtir sér þá möguleika sem felast í þessu frelsi - að geta unnið verk sín eiginlega hvar sem er í heiminum, skila unnum verkum af sér án þess að mæta á tiltekinn stað á tilgreindum tíma. Áætlað er …

Sigurð Örn Ágústsson, fyrrum forstjóri Bláfugls, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Play. Um er að ræða nýtt svið innan flugfélagsins og verður Sigurður Örn hluti af framkvæmdastjórn flugfélagsins sem nú telur átta manns, einum fleiri en í yfirstjórn Icelandair. Í tilkynningu segir að Sigurður Örn muni hafa það hlutverk að leiða frekari þróun þvert …

Lufthansa-flugsamsteypan tilkynnti í dag að flugferðum til Amman í Jórdaníu, Erbil í Kúrdahéruðum Íraks og Tel Aviv í Ísrael yrði frestað til þriðjudags og ekki yrði flogið til Beirút í Líbanon og Teheran í Íran a.m.k. til fimmtudags vegna stríðsógnarinnar og hernaðaraðgerða í Mið-Austurlöndum. Á flugvellinum í Amman í Jórdaníu - MYND: Unsplash/Cila Photography Reuters-fréttastofan …

Hjá Könglum er rík áhersla lögð á að nýta afurðir úr nærumhverfinu, hvort sem það eru jurtir, afgangar eða aukaafurðir bruggunarferlisins. Sjálfbær hugsun og skynsöm nýting náttúrunnar er auk þess í farabroddi þar sem aldrei er tekið meira en náttúran hefur að gefa, svo hún geti tekið við sér aftur eftir uppskeruna. Heitið Könglar varð …

Árið 2001 starfaði Khaled Hosseini sem heimilislæknir en stundaði bókaskrif í frístundum sínum. Hann vaknaði á hverjum morgni klukkan 4:30 og sat við eldhúsborðið yfir bókaskrifum fyrstu þrjár morgunstundirnar. Síðan fór hann í sturtu, klæddi sig og keyrði á læknastofuna til að meðhöndla sjúklinga sína. En sjálfur segir höfundurinn að allan þann tíma sem hann …