Samfélagsmiðlar

Fullyrða að nú sé verið að leggja lokahönd á fjárfestingu Indigo í WOW air

Samkomulag hefur náðst milli WOW air og leigusala flugfélagsins segir Fréttablaðið. Gera má ráð fyrir að kostnaður við slíkt sé verulegur.

TF-BIG er máluð og merkt WOW en nú hefur WOW keypt sig frá leigusamningi á vélinni og þremur öðrum breiðþotum.

Snemma árs 2017 gekk WOW air frá tólf ára leigusamningi á fjórum nýjum Airbus A330-900neo breiðþotum. Þessar 365 sæta flugvélar átti að nota í áætlunarferðir frá Keflavíkurflugvelli til Austurlanda og hafa tvær þessara þota, TF-BIG og TF-MOG(ensen), staðið við verksmiðjur Airbus í Toulouse í Frakklandi síðustu mánuði. Gera má ráð fyrir að skuldbinding WOW air vegna leigusamningins hafi numið að lágmarki 20 milljörðum króna líkt og Túristi greindi frá fyrir mánuði síðan.

Þá fengust engin svör frá WOW air né flugvélaleigunni Avolon um hvort íslenska lággjaldaflugfélagið væri ennþá skuldbundið til að leigja þoturnar eða ekki. Það liggur nefnilega fyrir að WOW air ætlar ekki lengur að nýta breiðþotur í ferðir sínar enda hefur félagið lagt af áætlunarflug til Indlands og Kaliforníu. Fréttablaðið greinir hins vegar frá því dag að WOW air og Avolon hafi náð samkomulagi um riftun leigusamningsins. Gera má ráð fyrir að kosnaðurinn vegna þessa samkomulags hlaupi á hundruðum milljóna fyrir hverja vél samkvæmt heimildum Túrista.

Fréttablaðið fullyrðir jafnframt í frétt sinni í dag að þetta samkomulag hafi verið síðasta skilyrðið fyrir fjárfestingu Indigo Partners í WOW air. Það hefur hingað til ekki fengist staðfesta hjá WOW að þessi fyrrnefndi leigusamningur væri mögulegur ásteytingarsteinn þó hafa verið  nokkuð augljóst enda verulega skuldbinding.

Á morgun rennur út fresturinn sem Indigo Partners og WOW air fengu frá eigendum skuldabréfa til að ganga frá samkomulagi um fjárfestingu þess fyrrrnefnda í flugfélaginu.

Nýtt efni

Icelandair var stundvísasta flugfélag Evrópu í nýliðnum júní samkvæmt lista greiningafyrirtækisins Cirium. Að jafnaði voru 84 prósent ferða Icelandair á réttum tíma í síðasta mánuði sem er á pari við stundvísina í maí. Í öðru sæti á lista Cirum er Iberia Express og Iberia í þriðja sæti. SAS varð í fjórða og Finnair í fimmta …

helsinki yfir

Hagstofur víða birta nú nýjar verðlagsmælingar sem flestar sýna að verðbólga er á niðurleið. Nú í morgunsárið var komið að finnsku hagstofunni og þar sýna tölur að verðlag hefur hækkað um 1,3 prósent síðastliðna 12 mánuði. Á milli maí og júní fór verðbólgan niður um 0,2 prósent. Það voru lækkandi húsnæðisvextir og fallandi verð á …

„Ef maður vill færa út kvíarnar þá verður að taka áhættuna þegar „eina raunverulega" vöruhúsakeðjan í Evrópu er til sölu," segir Ayad Al-Saffar, stofnandi Axcent of Scandinavia, sem um helgina keypti belgíska verslunarfélagið Inno í félagi við fjárfestingafélagið Skel. Stjórnarformaður þess síðastnefnda er Jón Ásgeir Jóhannesson sem jafnframt fer fyrir meirihluta í fjárfestingafélaginu en Jón …

Kaupmannahafnarflugvöllur er fjölfarnasta flughöfn Norðurlanda og fóru hátt í 2,9 milljónir farþega þar um í júní eða ríflega þrefalt fleiri en um Keflavíkurflugvöll á sama tíma. Íslenski flugvöllurinn kemst þó á blað yfir vinsælustu áfangastaðina fyrir farþega í Kaupmannahöfn og er í níunda sæti á topplistanum fyrir júní. Í þeim mánuði nýttu 55.515 farþegar sér …

Þegar heimsfaraldurinn hófst í febrúar árið 2020 lækkaði gengi hlutabréfa í ferðaþjónustufyrirtækjum hratt og hjá Icelandair fór það niður um þrjá fjórðu fyrstu mánuðina eftir að landamærum var lokað til að hefta útbreiðslu veirunnar. Gengið hélt svo áfram að lækka fram á haustið þegar efnt til hlutafjárútboðs þar sem hver hlutur var seldur á 1 …

Aðdáun Indverja á vískíi er ekki ný af nálinni. Þó var það ekki fyrr en í kringum árið 2010 að framleiðandinn Amrut, sem var stofnaður árið 1948, kynnti Indian Single Malt viskí sem átti sérstaklega góðu gengi að fagna í Skotlandi, af öllum stöðum, áður en það hélt áfram til Bandaríkjanna þar sem það mæltist …

Ein leiðin til að sjá eigin augum hversu umsvifamikil atvinnugrein ferðaþjónustan er í landinu er að fara í morgunferð austur á Þingvelli, njóta þess að vera þar nánast einn dálitla stund og hlusta á fuglana syngja, fylgjast síðan með bílaflóðinu inn á stæðin við gestastofuna á Hakinu þegar klukkan fer að ganga tíu. Þá sér …

Norska flugfélagið Norwegian gerði upp annan ársfjórðung í gær en hlutabréf í félaginu féllu um 16 prósent í síðustu viku þegar afkomuspá ársins var lækkuð. Fjárfestar tóku þó uppgjör gærdagsins vel því bréfin hækkuðu um fimm af hundraði. Niðurstaðan hljóðaði upp á 477 milljónir norskra króna í hagnað fyrir skatt eða 6,1 milljarð íslenskra kr. …