Samfélagsmiðlar

Skúli og breiðþoturnar

Fjórar 365 sæta farþegaflugvélar áttu að bætast við flota WOW air í ár. Tvær þeirra standa fullmálaðar við verksmiðju Airbus í Toulouse. Leiga á einni þotu af þessari gerð getur numið um 100 milljónum króna á mánuði.

TF-BIG sem bíður við verksmiðju Airbus í Toulouse. Hin þotan sem stendur þar nýmáluð er TF-MOG, nefnd eftir eiganda og forstjóra WOW.

Nú er áætlunarflugi WOW air er til Nýju Delí á Indlandi lokið og stóð það aðeins yfir í sex vikur. Framtíðaráform Skúla Mogensen voru önnur því flugfélagið átti að verða stórtækt í flugi til Asíu. Af  þeim sökum gekk hann snemma árs 2017 frá tólf ára leigusamningi á fjórum nýjum Airbus A330-900neo breiðþotum. Þessar 365 sæta flugvélar átti að nota í áætlunarferðir frá Keflavíkurflugvelli til Austurlanda líkt og kom fram í kynningu á skuldabréfaútboði WOW í lok síðasta sumars. Þar sagði að fyrri tvær þoturnar yrðu afhentar í lok síðasta árs en þær seinni í lok árs 2019.

Stuttu eftir að skuldabréfaútboðinu lauk greindi Túristi frá því að félagið hefði fækkað ferðum sínum til Nýju Delí úr fimm vikulegum ferðum í þrjár. Dráttur á afhendingu á fyrri tveimur breiðþotunum var skýringin sem gefin var á þessari breytingu. Í tilkynningu sem WOW sendi frá sér stuttu síðar kom fram að þoturnar kæmu til Íslands í febrúar 2019.

Í millitíðinni hefur flugáætlun WOW verið kollvarpað og Skúli viðurkennt að hann hafi farið fram úr sjálfum sér þegar WOW tók í notkun breiðþotur árið 2016. Nú hefur tveimur af þeim þremur breiðþotum sem WOW hefur haft á leigu síðustu ár verið skilað til Tarbes í Frakklandi. Sú þriðja, TF-GAY, hefur staðið á Keflavíkurflugvelli allt frá því að hún kom úr síðustu ferð félagsins til Los Angeles síðastliðinn mánudagsmorgun.

Að skila breiðþotu áður en leigutíma er lokið er dýrt og það kostar líka að láta þotu standa á flugbraut svo dögum skiptir. Leiga á splunkunýrri breiðþotu getur numið um 100 milljónum króna á mánuði eða rúmum þremur milljónum á dag samkvæmt þeim viðmælendum Túrista sem vel þekkja til.

TF-GAY er þó ekki eina fjólubláa breiðþotan, merkt WOW air, sem stendur óhreyfð á flugbraut. Í Toulouse í Frakklandi, við verksmiðjur Airbus flugvélaframleiðandans, eru þessar tvær fyrrnefndu þotur sem WOW air leigði fyrir tveimur árum og áttu að koma hingað til lands í lok síðasta árs. Afhendingu þeirra var svo seinkað fram í febrúar nk. Talsmaður Airbus staðfestir í svari til Túrista að þoturnar TF-BIG og TF-MOG(ensen) standi í Toulouse. Ekki fást hins vegar upplýsingar um hvort hreyflar eru komnir á þoturnar og þær tilbúnar til flugtaks. Hvorki Skúli né leigusali flugvélanna svarar spurningum Túrista um hvort þoturnar eru ennþá á ábyrgð WOW eða ekki.

Ef WOW air hefur fengið þoturnar tvær afhentar þá er má gera ráð fyrir að flugfélagið sé í dag skuldbundið til greiða allt að tvö hundruð milljónir á mánuði í leigu á þotunum tveimur  sem er í Toulouse. Miðað við fyrri yfirlýsingu  WOW þá fær félagið hins vegar fyrst lyklana að nýju þotunum í næsta mánuði og tíminn sem Skúli hefur til að semja við eiganda flugvélanna er því knappur vilji hann komast hjá háu leigugreiðslunum.

Það er þó ekki víst að viðsemjendur hans séu til í að sleppa honum nema til komi umtalsverðar bætur því sem fyrr segir er leigusamningurinn til 12 ára. Skuldbinding WOW nemur því 20 til 30 milljörðum króna. Sú upphæð tvöfaldast ef félagið hefur ekki ennþá komist hjá því að taka við seinni tveimur þotunum í lok árs. Til samanburðar nam nýleg skuldabréfaútgáfa félagsins rúmum 8 milljörðum króna. Í síðustu viku samþykktu eigendur bréfanna að skerða réttindi sín en sú breytingin var forsenda fyrir fjárfestingu Indigo Partners í WOW air.

Í ljósi upphæðanna sem um ræðir í tengslum við leigusamning WOW við eigenda breiðþotanna fjögurra þá má álykta að eftirgjöf á samningnum sé ekki minni ásteytingarsteinn í viðræðum Skúla við Indigo Partners en breyttir skuldabréfaskilmálar voru. Sem fyrr segir hefur Túristi ekki fengið svör frá Skúla né eiganda flugvélanna fjögurra.

Nýtt efni

„Aðkoma mín að ferðaþjónustunni hefur verið á ýmsum sviðum og ég hef fengið að starfa í greininni í meira en þrjá áratugi, þar af meira en aldarfjórðung í eigin rekstri. Á þessum árum hefur greinin okkar vaxið úr því að vera næstum því tómstundagaman fyrir áhugasama í það að vera stærsta útflutningsgrein þjóðarinnar með öllum …

Veitingahúsarekstur á Íslandi getur verið töluverður barningur: Vaktafyrirkomulag er kostnaðarsamt og launin vega mjög þungt í rekstri, verð á hráefni er hátt og opinber gjöld ekki síður, einkum á áfengi. Veitingamenn bíða eins og aðrir að gengið verði frá kjarasamningum og það verði hægt að gera einhverjar áætlanir fram í tímann.  Þegar launin sem greiða …

Kauphöllin

Hlutabréfavísatalan Stoxx Europe 600 náði sína hæsta gilda á föstudaginn og hefur þá hækkað um nærri 70 prósent frá því mars 2020 þegar vísitala fór lægst í upphafi heimsfaraldursins. Vísitala Bloomberg sem fylgist með gengi evrópskra flugfélaga hefur á sama tíma hækkað um 23 prósent. Af stóru evrópsku flugfélögunum er Ryanair það eina þar sem …

Tónlistarmaðurinn hefur á þessum árum lagt inn 689 lög í eigin nafni. En þrátt fyrir afar litlar vinsældir hefur maðurinn fengið útborgaðar um það bil sem svarar 90 milljónum íslenskra króna frá streymisveitunum vegna þess hve oft lögin hafa verið spiluð. Til að fá útborgað um eitt hundrað krónur frá tónlistarstreymisveitu þarf lag að vera …

Árið 2023 varð metár í komum ferðamanna til hinnar fornu, fögru og söguríku Aþenu. Um sjö milljónir erlendra ferðamanna lentu á Aþenu-flugvelli sem kenndur er við Eleftherios Venizelos, 600 þúsundum fleiri en 2019. Bandaríkjamenn voru stærsti hópurinn, ein milljón, en næst á eftir komu 687 þúsund Bretar, 478 þúsund Þjóðverjar, 462 þúsund Frakkar og 410 …

Áætlun Ryanair á komandi sumarvertíð byggir á því að félagið fái að lágmarki 50 nýjar Boeing Max þotur en forstjóri flugfélagsins, Michael O'Leary, er svartsýnn á að það gangi eftir. Nýju þoturnar verði í besta falli fjörutíu en upphaflega hafði Boeing lofað 57 nýjum Max-þotum samkvæmt frétt Bloomberg. „Það hamlar vexti okkar að vita ekki …

Stellantis er einn stærsti bílaframleiðandi heims. Í viðtali við þýska blaðið Welt am Sonntag ítrekar Carlos Tavares, forstjóri Stellantis, stuðning samsteypunnar við banni við sölu á bílum knúnum bensíni og dísil árið 2035. Ummælin falla í tilefni af því að margir spá íhaldssveiflu í Evrópuþingskosningum í júní og að í framhaldi af því verði áformum …

Það vakti athygli að fáum dögum eftir lát eins af þekktari ritstjórum The New York Times, Joseph Lelyveld, streymdu inn á Amazon-netverslunina fjölmargar nýjar ævisögur ritstjórans. Lelyveld lést í janúar í ár og þegar bróðir hans Michael fór inn á netið fáum dögum eftir útför Josephs til að sjá hvernig samferðarmenn minntust bróðurins tók hann eftir …