Samfélagsmiðlar

Meiri fækkun farþega í lok janúar skýrir skekkju í ferðamannaspá

Samdrátturinn í komum ferðamanna var töluvert meiri í janúar en spá Isavia gerði ráð fyrir. Jafnvel þó hún hafi verið birt í lok mánaðar.

Það voru aðeins þrír dagar til mánaðamóta þegar Isavia kynnti farþega- og ferðamannaspá sína fyrir árið. Gerði hún ráð fyrir 0,3 prósenta samdrætti í brottförum erlendra ferðamanna. Raunin var hins vegar 5,8 prósent eins og áður hefur komið fram og var þessi mikli munir meðal annars til umræðu á þingi í gær.

Isavia hefur nú birt skýringu á heimasíðu sinni á þessari skekkju og þar segir að spá fyrirtækisins byggi á bestu fáanlegum tölum frá flugrekstraraðilum. Í tilkynningunni segir jafnframt að helstu ástæður þess að nokkru munaði í janúar er að farþegaspá þessa árs var fullkláruð á grundvelli fenginna gagna um miðjan janúar. „Þær tölur sem þá lágu fyrir bentu til að niðurstaðan fyrir mánuðinn yrði sú sem lögð var fram í spánni. Raunin varð öllu lakari síðustu 10 daga mánaðarins, m.a. hvað varðar sætanýtingu heilt yfir.“ Er þar vísað til þess að sætanýtingin í flugi til og frá landinu var 74 prósent í janúar sem er fjögurra prósentustiga lækkun frá því í fyrra. Sætisframboð drógst saman um 1,9 prósent og heildarfjöldi farþega lækkaði um 6% milli ára, eða um 2,4 prósentustig frá því sem var spáð. Því má jafnframt bæta við að WOW air hætti að fljúga breiðþotum frá Los Angeles og Delí þann 20. janúar og þá lagðist líka af flug félagsins til Chicago.

Í tilkynningu Isavia segir jafnframt að nú í byrjun febrúar sé von á fyrstu ferð flugfélagsins Jet2.com til Keflavíkurflugvallar. Félagið mun fljúga með farþega frá Bretlandseyjum, nánar tiltekið frá Glasgow, Newcastle, Leeds Bradford, Manchester og Birmingham. Samtals verður flogið hingað til lands tólf sinnum í vetur frá 7. febrúar til 21. mars.

Nýtt efni

Víðast hvar eru gistinætur útlendinga helsti mælikvarðinn á gang mála í ferðaþjónustu enda nær eingöngu eyríki að telja ferðafólk við landamæri með einföldum hætti. Hjá frændþjóðum okkar eru gistinæturnar því aðalmálið og nú fjölgar erlendu gestunum í Noregi þónokkuð frá fyrra ári en forsvarsfólk íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja hefur undanfarna mánuði bent á harðnandi samkeppni við þau …

Icelandair var stundvísasta flugfélag Evrópu í nýliðnum júní samkvæmt lista greiningafyrirtækisins Cirium. Að jafnaði voru 84 prósent ferða Icelandair á réttum tíma í síðasta mánuði sem er á pari við stundvísina í maí. Í öðru sæti á lista Cirum er Iberia Express og Iberia í þriðja sæti. SAS varð í fjórða og Finnair í fimmta …

helsinki yfir

Hagstofur víða birta nú nýjar verðlagsmælingar sem flestar sýna að verðbólga er á niðurleið. Nú í morgunsárið var komið að finnsku hagstofunni og þar sýna tölur að verðlag hefur hækkað um 1,3 prósent síðastliðna 12 mánuði. Á milli maí og júní fór verðbólgan niður um 0,2 prósent. Það voru lækkandi húsnæðisvextir og fallandi verð á …

„Ef maður vill færa út kvíarnar þá verður að taka áhættuna þegar „eina raunverulega" vöruhúsakeðjan í Evrópu er til sölu," segir Ayad Al-Saffar, stofnandi Axcent of Scandinavia, sem um helgina keypti belgíska verslunarfélagið Inno í félagi við fjárfestingafélagið Skel. Stjórnarformaður þess síðastnefnda er Jón Ásgeir Jóhannesson sem jafnframt fer fyrir meirihluta í fjárfestingafélaginu en Jón …

Kaupmannahafnarflugvöllur er fjölfarnasta flughöfn Norðurlanda og fóru hátt í 2,9 milljónir farþega þar um í júní eða ríflega þrefalt fleiri en um Keflavíkurflugvöll á sama tíma. Íslenski flugvöllurinn kemst þó á blað yfir vinsælustu áfangastaðina fyrir farþega í Kaupmannahöfn og er í níunda sæti á topplistanum fyrir júní. Í þeim mánuði nýttu 55.515 farþegar sér …

Þegar heimsfaraldurinn hófst í febrúar árið 2020 lækkaði gengi hlutabréfa í ferðaþjónustufyrirtækjum hratt og hjá Icelandair fór það niður um þrjá fjórðu fyrstu mánuðina eftir að landamærum var lokað til að hefta útbreiðslu veirunnar. Gengið hélt svo áfram að lækka fram á haustið þegar efnt til hlutafjárútboðs þar sem hver hlutur var seldur á 1 …

Aðdáun Indverja á vískíi er ekki ný af nálinni. Þó var það ekki fyrr en í kringum árið 2010 að framleiðandinn Amrut, sem var stofnaður árið 1948, kynnti Indian Single Malt viskí sem átti sérstaklega góðu gengi að fagna í Skotlandi, af öllum stöðum, áður en það hélt áfram til Bandaríkjanna þar sem það mæltist …

Ein leiðin til að sjá eigin augum hversu umsvifamikil atvinnugrein ferðaþjónustan er í landinu er að fara í morgunferð austur á Þingvelli, njóta þess að vera þar nánast einn dálitla stund og hlusta á fuglana syngja, fylgjast síðan með bílaflóðinu inn á stæðin við gestastofuna á Hakinu þegar klukkan fer að ganga tíu. Þá sér …