Samfélagsmiðlar

Þessi eru nefnd í tengslum við stjórnarkjör Icelandair

Framboðsfrestur til stjórnarkjörs hjá Icelandair Group rennur út um mánaðamótin. Nú þegar eru nokkrir nefndir sem álitlegir frambjóðendur.

Neðri röð frá vinstri: Björgólfur Jóhannsson, Helga Árnadóttir, Guðni Hreinsson, Ragnhildur Geirsdóttir, Ragna Árnadóttir og Þórunn Reynisdóttir.

Það er ljóst að eitt sæti losnar í stjórn Icelandair Group á aðalfundi félagsins í næsta mánuði því Ásthildur Otharsdóttir, sem setið hefur í stjórninni síðustu sjö ár, gefur ekki kost á sér að nýju. Innan fjármála- og ferðageirans eru farnar af stað bollaleggingar um hverjir það eru sem muni gefa kost á sér í stjórnina og þykir flestum viðmælendum Túrista það vera ljóst að von sé á uppstokkun. Staða Úlfars Steindórssonar, stjórnarformanns, mun þó vera sterk. Er þá ekki bara vísað til starfa hans heldur líka umtalsverðar persónulegrar fjárfestingar hans í félaginu og nauðsyn þess að halda ákveðnum stöðugleika í stjórninni.

Aðrir í stjórnarmenn gætu hins vegar séð fram á að missa sæti sín og einn þeirra sem nefndur hefur verið sem nýr stjórnarmaður er Björgólfur Jóhannsson, fyrrum forstjóri Icelandair Group. Á það er bent að hefð hafi skapast innan Icelandair fyrir því að farsælir forstjórar félagsins setjist síðar í stjórn þess. Það hafi Sigurður Helgason gert og líka alnafni hans þar á undan.

Annar forstjóri Flugleiða, Ragnhildur Geirsdóttir, er jafnframt sögð álitlegur kostur fyrir stjórn Icelandair. Sú staðreynd að hún hafi nýverið látið af starfi sem aðstoðarforstjóri WOW air þykir þó flækja fyrir mögulegu framboði hennar. Helga Árnadóttir, fyrrum framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónstunnar og núverandi framkvæmdastjóri þró­un­ar-, sölu- og markaðssviðs Bláa lónsins, er að mati viðmælenda Túrista talin líkleg til að fá brautargengi gefi hún kost á sér í stjórn Icelandair Group. Meðmælendur Helgu vísa til reynslu hennar úr ferðageiranum og hversu vel hún þekki flugfélagið eftir að sinnt þar ýmsum stjórnendastöðum.

Nafn Þórunnar Reynisdóttur, forstjóra Ferðaskrifstofu Íslands, er jafnframt nefnt í tengslum við framboð en hún hefur, líkt og Helga, reynslu af stjórnendastörfum innan Icelandair og jafnframt í innlendum og erlendum ferðaþjónstufyrirtækjum. Þess má geta að í Fréttablaðinu í dag er Þórunn orðuð við stjórnarframboð og í frétt blaðsins er vísað til þess að Pálmi Haraldsson, eigandi Ferðaskrifstofu Íslands, er nú í hópi tuttugu stærstu hluthafa í Icelandair.

Katrín Olga Jóhannesdóttir, formaður Viðskiptaráðs Íslands, og fyrrum stjórnarmaður í Icelandair er einnig sögð geta átt möguleika á endurkomu í stjórn Icelandair en hún átti þar sæti um árabil en náði ekki endurkjöri í fyrra.

Björg­vin Skúli Sig­urðsson, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Kortaþjón­ust­unn­ar og þar á undan yfirmaður viðskiptaþró­un­ar­sviðs Lands­virkj­unn­ar, hefur líka verið nefndur sem frambærilegur frambjóðandi. Sömuleiðis fyrrum samstarfskona hans í Landsvirkjun, Ragna Árnadóttir. Þá sérstaklega vegna starfa hennar sem formaður „Rögnunefndarinnar“ en sú þekking sem hún aflaði sér vegna í tengslum við þá vinnu þykir geta komið að góðum notum í stjórn Icelandair núna þegar staða innanlandsflugs er óljós og flugfélagsins bíður það verk að taka afstöðu til uppbyggingar flugvallar við Hvassahraun.

Fyrrum framkvæmdastjóri Loftleiða, Guðni Hreinsson, er líka talinn geta átt fullt erindi í stjórn Icelandair Group eftir að hafa rekið dótturfélag þess með góðum árangri um langt skeið. Jón Björnsson, fyrrum forstjóri Festis og Magasin du Nord í Danmörku, var einn þeirra sem orðaður var forstjórastöðuna í Icelandair eftir að Björgólfur lét af störfum er. Hann er nú ofarlega á blaði yfir þá sem taldir eru eiga erindi í stjórn Icelandair Group í þeim ólgusjó sem félagið er í núna. Er þá litið til árangurs Jóns af viðsnúningi stórra fyrirtækja, til að mynda Festis og Magasin du Nord í Danmörku. Jón hefur einnig reynslu af stjórnarsetu í erlendum fyrirtækjum.

Flestir þeirra sem Túristi hefur rætt við eru hins vegar sammála um að Icelandair Group myndi njóta góðs af því að fá erlendan sérfræðing í flugrekstri inn í stjórn fyrirtækisins. Bent er á að flugfélagið starfi á alþjóðlegum mörkuðum og það mætti endurspeglast í stjórn fyrirtækisins. Fresturinn til þess að undirbúa framboð erlends sérfræðings er hins vegar ekki talinn nægjanlegur fyrir aðalfundinn sem fram fer 8. mars. Þess ber að geta að Túristi hefur ekki kannað hug ofantalinna einstaklinga til framboðs í stjórn Icelandair Group.

 

 

Nýtt efni

Play mun fækka flugferðunum sínum til Norður-Ameríku um fjórðung í vetur í samanburði við þann síðasta líkt og FF7 greindi frá. Til viðbótar hefur félagið gert breytingar á flugáætlun sinni til Evrópu. Í sumum tilfellum fjölgar ferðunum en þeim fækkar í öðrum. Þannig gerir áætlunin fyrir september ráð fyrir tíu prósent færri ferðum en í …

Play er með fjóra áfangastaði Bandaríkjunum og einn í Kanada og býður félagið nú upp á daglegar ferðir til þeirra allra nærri allt árið um kring. Yfir vetrarmánuðina hefur Play þó dregið úr framboði en næsta vetur verður niðurskurðurinn meiri en áður. Næstkomandi nóvember er aðeins reiknað með 99 brottförum frá Keflavíkurflugvelli til Bandaríkjanna og …

Nú í vikunni hafa mælingar í Noregi og Bandaríkjunum sýnt að verðlag í þessum tveimur löndum hjaðnar hraðar en greinendur höfðu reiknað með. Það sama er upp á teningnum í Svíþjóð en í morgun birti hagstofan þar í landi nýjar verðlagsmælingar sem sýna að verðbólga sl. 12 mánuði mælist nú 2,6 prósent. Ef vaxtakostnaður er …

Gengi hlutabréf í Icelandair hefur nú fallið um 61 prósent síðustu 12 mánuði og kostar hver hlutur í dag 86 aura. Í hlutafjárútboðinu sem efnt var til í september 2020, til að koma flugfélaginu í gegnum heimsfaraldurinn, var hluturinn seldur á 1 krónu. Stuttu eftir útboðið fór gengið eins langt niður og það er í …

Á fyrri helmingi ársins komu aðeins færri Bandaríkjamenn til Íslands en á sama tíma í fyrra þrátt fyrir tíðari flugferðir. Há verðbólga vestanhafs er væntanlega ein af skýringunum á þessum samdrætti enda hafa skuldsettir Bandaríkjamenn nú minna á milli handanna. Nú gæti hagur þess hóps vænkast því verðlag í Bandaríkjunum lækkaði meira í síðasta mánuði …

Vestanhafs er hefur ekkert flugfélag verið rekið með meiri hagnaði en Delta síðustu ár. Á nýafstöðnum öðrum ársfjórðungi, apríl til júní, voru tekjur félagsins hærri en nokkru sinni áður á þessum hluta árs en aftur á móti var kostnaðurinn líka hærri. Þar með lækkaði hagnaðurinn um 30 prósent á milli ára samkvæmt uppgjöri sem flugfélagið …

Þessa dagana er mikið rætt um samdrátt í íslenskri ferðaþjónustu miðað við síðasta ár en þá er einblínt á að vöxturinn haldi ekki áfram á sama hraða og hann hefur gert eftir heimsfaraldur. Ef bornar eru saman tölur um komur erlendra ferðamanna á fyrstu fimm mánuðum þessa árs miðað við sama tímabil 2019 sést að …

Það fóru 212 þúsund farþegar með erlend vegabréf í gegnum vopnaleitinni á Keflavíkurflugvelli í júní en þessi talning er notuð til að leggja mat á fjölda ferðamanna hér á landi. Í júní í fyrra var þessi hópur 20 þúsund farþegum fjölmennari og miðað við aukið flugframboð á milli ára þá mátti gera ráð fyrir viðbót …