Samfélagsmiðlar

WOW biður um greiðslufrest

Engar upplýsingar fást um gang mála í viðræðum Skúla Mogensen og Indigo Partners. Nú hefur WOW óskað eftir leyfi til að greiða reikninga á erlendum flugvöllum síðar en upphaflega stóð til.

TF-BIG er splunkuný Airbus A330 breiðþota sem stendur nú við verksmiðju Airbus í Toulouse í Frakklandi.

Stjórnendur WOW air hafa farið fram á frest fram í miðjan mars til að gera upp ógreidd lendinga- og farþegagjöld á flugvöllum út í heimi. Þetta herma áreiðanlegar heimildir Túrista en í bréfi sem WOW air sendi til viðkomandi flugvalla kemur fram að félagið óski eftir vilyrði fyrir því að notendaagjöld flugfélagsins verði greidd í næsta mánuði en ekki nú í lok febrúar eins og áætlað var. Hversu háar upphæðirnar eru er erfitt að leggja mat á en til samanburðar má reikna með að notendagjöld WOW air á Keflavíkurflugvelli, fyrir janúar, hafi verið á bilinu 250 til 300 milljónir króna.

Í lok þessa mánaðar rennur út fresturinn sem eigendur skuldbréfa í WOW air veittu Indigo Partners og Skúla Mogensen til að ná samkomulagi um kaup bandaríska fjárfestingafélagsins á stórum hlut í íslenska flugfélaginu. Samningaviðræðurnar hafa staðið yfir í rúmar ellefu vikur en ekki fást neinar upplýsingar um gang mála. Hvorki Skúli Mogensen né blaðafulltrúi Indigo Partners svara fyrirspurnum en líkt og Túristi greindi frá þá byggði ný grein bandarísku fréttastofunnar CNBC, um möguleg kaup Indigo á WOW air, á gömlum tilvitnunum í William Franke, stjórnanda WOW air.

Á sama tíma fást ekki svör frá flugvélaleigunni Avolon um hvort WOW air verði heimilt að bakka út úr tólf ára leigusamningi á fjórum nýjum Airbus A330 breiðþotum. Leiguverð á einni slíkri nemur hátt í 100 milljónum kóna og standa tvær af þotunum fjórum nú málaðar og merktar WOW air við verksmiðju Airbus í Toulouse. Upphaflega stóð til að afhenda þoturnar TF-BIG og TF-MOG í lok síðasta árs en því var seinkað fram í febrúar. Að mati aðila sem vel þekkja til þá gæti WOW air þurft að greiða á bilinu 300 til 500 milljónir króna fyrir að losna undan leigusamningi á hverri og einni breiðþotu. Það eru því umtalsverðar upphæðir í húfi og ekki ólíklegt að þessir dýru leigusamningar hafi sett strik í reikninginn í viðræðunum um fjárfestingu Indigo Partners í WOW air.

Í flugflota WOW air í dag eru engar breiðþotur heldur ellefu minni Airbus farþegaflugvélar. Tvær þeirra eru í leiguverkefnum við Karabíska hafið en hinar eru nýttar til að fljúga með farþega WOW air. Eins og áður hefur komið fram þá gæti floti WOW air minnkað niður í átta flugvélar á næstunni. Sem fyrr fást þó engin svör um þessi mál né önnur hjá forsvarsfólki WOW air. Það má hins vegar gera ráð fyrir að flugfélagið sendi frá sér yfirlýsingu ekki seinna en 28. febrúar um niðurstöðu í viðræðunum við Indigo Partners.

Nýtt efni

Eftirspurn eftir ferðalögum til útlanda meðal Íslendinga er áfram sterk fullyrti Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, á kynningu á nýju uppgjöri flugfélagsins nú í morgun. Farþegum Icelandair frá heimamarkaðnum fækkaði hins vegar um 9 prósent á öðrum ársfjórðungi í samanburði við sama tímabil í fyrra. Þennan samdrátt útskýrði Bogi Nils með því að benda á …

Í byrjun júlí tóku gildi bráðabirgðatollar á rafbíla sem fluttir eru inn frá Kína til aðildarríkja Evrópusambandsins. Var gripið til þessa eftir að rannsókn á vegum Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins leiddi í ljós að kínverska framleiðslan nyti óeðlilega mikils ríkisstuðnings og skaði því evrópskir rafbílaframleiðendur. Aukatollurinn, sem nú leggst ofan á þann 10 prósent toll sem fyrir …

Á öðrum ársfjórðungi í fyrra hagnaðist Icelandair um 2,1 milljarð króna fyrir skatt en núna var niðurstaðan hagnaður upp á 73 milljónir króna. Í dollurum, uppgjörsmynt Icelandair, var rekstrarafkoman (Ebit) jákvæð um 3,3 milljónir dollara en 21 milljón í fyrra. Sú niðurstaða var sú besta í mörg ár eins og sjá má. Skilyrði til flugrekstrar …

Fyrir fjórum vikum síðan boðaði Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra, átak í markaðssetningu á Íslandi sem áfangastað fyrir ferðamenn. Segja má að ráðherrann hafi verið að svara kalli forsvarsfólks ferðaþjónustunnar sem hvatt hefur til opinberrar kynningar á Íslandi sem áfangastað líkt og víða tíðkast. Tveimur dögum eftir að Lilja Dögg lofaði „hundruðum millj­óna“ til …

Stjórnendur Icelandair og Play gáfu það út í sumarbyrjun að fargjöld hefðu lækkað vegna mikillar samkeppni í flugi yfir Atlantshafið. Félögin tvö þurfa nú í auknum mæli að sækja á þann markað þar sem minni eftirspurn er eftir Íslandsferðum. Gallinn er hins vegar sá að farþegar sem fljúga milli Evrópu og N-Ameríku, með millilendingu á …

Í júní í fyrra voru óvenju margir bandarískir ferðamenn á landinu miðað við flugframboð. Nú í sumar hefur flugferðunum fjölgað um 12 prósent en samt fækkaði bandarískum ferðamönnum um 19 prósent í nýliðnum júní. Það er Icelandair sem er langumsvifamest í flugi héðan til Bandaríkjanna og stóð félagið undir 7 af hverjum 10 flugferðum héðan …

Víðast hvar eru gistinætur útlendinga helsti mælikvarðinn á gang mála í ferðaþjónustu enda nær eingöngu eyríki að telja ferðafólk við landamæri með einföldum hætti. Hjá frændþjóðum okkar eru gistinæturnar því aðalmálið og nú fjölgar erlendu gestunum í Noregi þónokkuð frá fyrra ári en forsvarsfólk íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja hefur undanfarna mánuði bent á harðnandi samkeppni við þau …

helsinki yfir

Hagstofur víða birta nú nýjar verðlagsmælingar sem flestar sýna að verðbólga er á niðurleið. Nú í morgunsárið var komið að finnsku hagstofunni og þar sýna tölur að verðlag hefur hækkað um 1,3 prósent síðastliðna 12 mánuði. Á milli maí og júní fór verðbólgan niður um 0,2 prósent. Það voru lækkandi húsnæðisvextir og fallandi verð á …