Samfélagsmiðlar

Ferðamálin fái á ný eigin stofnun

Það er órói innan norska ferðageirans vegna tillagna sem snúa að breyttu fyrirkomulagi á skipulagningu greinarinnar, kynningarmálum og framlögum frá hinu opinbera.

Ferðamaður í Noregi.

Í Noregi heyrir markaðssetning og kynning á landinu sem ferðamannastað undir Innovasjon Norge og hefur stofnunin jafnframt hefur það verkefni að styðja við norska útflytjendur og auðvelda þeim að koma sér á framfæri í útlöndum. Hér á landi er það Íslandsstofa sem hefur þessi mál á sinni könnu og er hún á margan hátt sambærileg stofnun og Innovasjon Norge. Sú norska var stofnuð árið 2004 og tók þá yfir öll verkefni norska ferðamálaráðsins á meðan Íslandsstofa fékk eingöngu kynningarhlutann frá Ferðamálastofu þegar hún var sett á laggirnar árið 2010.

Fyrirkomulagið í Noregi hefur því verið í gildi í fimmtán ár en í nýrri úttekt á vegum norsku ríkisstjórnarinnar er mælt með því að ferðamálin verði skilin frá Innnovasjon Norge og sett í sérstofnun á vegum hins opinbera. Er það mat skýrsluhöfunda að með þessu fáist aukin skilvirkni í starfsemina og forgangsröðun verði í takt við þarfir og óskir atvinnugreinarinnar samkvæmt því sem fram kemur í frétt Dagens Næringsliv. Þar er rætt við forstjóra Hurtigruten og Scandic hótelanna, tveggja stórfyrirtækja í greininni, sem báðir segjast vera stuðningsmenn tillögurnar þar sem þeir telja ekki nægan fókus á ferðamálin í dag innan Innovasjon Norge. Forstjórarnir vilja þó hvorugir að ný stofnun yrði aðeins rekin af ríkinu heldur vilja þeir frekar að hún verði samstarfsvettvangur atvinnulífsins og hins opinbera og vísa þar til fyrirkomulagsins í Danmörku og Svíþjóð. Þetta er einnig sá grunnur sem Íslandsstofa byggir á. Meðal efasemdamanna um að færa ferðamálin í sérstofnun er hins vegar viðskiptaráðherrann sjálfur, Torbjørn Røe Isaksen, sem telur það vera kost að útflutningsgreinarnar séu undir einum hatti.

Möguleg endurreisn norska ferðamálaráðið er ekki eina málið sem veldur titringi í ferðaþjónustunni þar í landi nú um mundir. Tillaga um verulegan niðurskurð á fjármagni til kynningar og markaðssetningar á Noregi sem áfangastað er líka umdeild. Þar er rætt um að skera niður framlag hins opinbera til málaflokksins um nærri sjö hundruð milljónir króna (50 milljónir norskra) sem jafngildir um fimmtungs samdrætti og er það mat skýrsluhöfunda að það muni ekki hafa neikvæð áhrif á fjölda ferðamanna. Niðurstöður annarrar úttektar, sem unnin var fyrir viðskiptaráðuneytið norska, styðja við þennan niðurskurð en þar er m.a. lagt til að kynning á Noregi sem ferðamannastað eigi að aðallega að byggja á bættri upplýsingagjöf til þeirra sem koma til landsins í stað þess að laða að fleiri ferðamenn.

Forsvarsfólk ferðaþjónustufyrirtækja hefur gagnrýnt niðurstöður þessara tveggja úttekta. „Það að skera niður framlagið til Visit Norway er veðmál sem verður að byggja á mun betri grunni en þessar tvær skýrslur eru,“ segir varaformaður samtaka ferðaþjónustunnar í Noregi í viðtali við Dagens Næringsliv.

Nýtt efni
Arnar Guðmundsson, Íslandsstofu

Íslandsstofa vinnur að því að markaðssetja Ísland sem ferðamannaland, kemur íslenskum fyrirtækjum á framfæri á erlendri grundu og liðkar til eftir bestu getu fyrir erlendri fjárfestingu á fimm sviðum atvinnulífs: orku og grænum lausnum, sjávarútvegi og matvælaframleiðslu, hugviti og tækni, listum og skapandi greinum - og loks ferðaþjónustu. Allt byggist þetta á útflutningsstefnu landsins, sem …

Það voru 27.293 starfandi í einkennandi greinum ferðaþjónustu hér á landi í mars 2024 sem er aukning um 2 prósent frá sama tíma í fyrra en 2 prósent færri í samanburði við mars 2018. Það ár voru ferðamenn hér flestir en gert er ráð fyrir álíka ferðamannastraumi í ár. Vægi starfsfólks með íslenskan bakgrunn er …

Þýski bílaframleiðandinn Volkswagen hefur slitið viðræðum við franska Renault um að þróa og smíða saman nýja gerð af rafknúnum smábíl á viðráðanlegu verði, sem keppt gæti við ódýrustu kínversku bílana. Hugmyndin var sú að bíllinn yrðu byggður á grunni Twingo-smábílsins frá Renault. Renault hyggst nú upp á eigin spýtur þróa Twingo áfram sem rafbíl og …

„Pittsburgh flugið fer vel af stað og er ánægjulegt að sjá að farþegar frá 25 Evrópulöndum hafa bókað flug með okkur til Pittsburgh um Ísland og þaðan hafa farþegar bókað flug til 30 áfangastaða Evrópumegin," sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, í tilefni af fyrstu áætlunarferð flugfélagsins til bandarísku borgarinnar á fimmtudaginn. Forstjórinn lagði um …

Undirbúningur er á lokastigi um að koma á fót ævintýramiðstöð á Suðurlandi, þar sem gistiaðstaða og þjónusta verður tengd þjónustu, gönguferðum og útivist ævintýragjarnra ferðamanna. Ferðafólk, statt við Skógafoss, í ævintýraleit á Suðurlandi - MYND: ÓJ „Það koma stundum mjög athyglisverð verkefni, eins og þegar reynslumikill aðili úr ævintýraferðaþjónustu, sem hefur verið í slíkum rekstri …

Það er auðvitað eðlilegt að Barselóna, höfuðborg Katalóníu, dragi til sín mikinn fjölda ferðafólks. Borgin er fögur, sögurík og spennandi - en líka dálítið þreytt orðin á öllum þessum vinsældum, hömlulausum gestaganginum. Á síðasta ári gistu yfir 12 milljónir manna borginni, um sjö prósentum færri en 2019. Við bætast síðan allir þeir sem koma í …

Argentíski víniðnaðurinn hefur átt erfitt uppdráttar síðustu ár vegna óðaverðbólgu, óstöðugs gengis og minnkandi útflutnings. Það virðist þó heldur vera að lyftast brúnin á vínframleiðendum og virðast þeir helst þakka það harkalegri aðhaldsstefnu öfgakennda frjálshyggjumannsins Javier Milei, sem tók við forsetaembættinu í Argentínu í desember. Það tók strax að hægja á verðbólgu á fyrstu mánuðum …

Árið 2023 var 4.240 bókum bætt á lista yfir bannaðar bækur í Bandaríkjunum. Aldrei fyrr hafa jafn margar bækur verið bannaðar á einu ári. En á síðustu árum hefur þeim bókum sem settar eru á þennan bannlista fjölgað ár frá ári. Afleiðingin er sú að aðgengi að bókunum er takmarkað og þær eru fjarlægðar af …