Samfélagsmiðlar

Bæta í flugið frá Grænhöfðaeyjum

Höfuðborg Bandaríkjanna er einn þeirra áfangastaða sem bætast brátt við leiðakerfi Capo Verde Airlines. Jens Bjarnason, forstjóri flugfélagsins, segist vænta þess að talsverð eftirspurn verði eftir ferðum milli Vestur-Afríku og Bandaríkjanna.

Ein af þotum Capo Verde Airlines. Stél þota félagsins eru í mismunandi litum.

Í byrjun desember fara þotur Capo Verde Airlines jómfrúarferðir sínar til borganna Lagos í Nígeríu, Luanda í Angóla, Porto Alegre í Brasilíu og Washington í Bandaríkjunum. Þar með verða áfangastaðirnir flugfélagsins í Evrópu, Afríku og Suður- og Norður-Ameríku þrettán talsins. Og á sama tíma stækkar flugfloti þess úr þremur Boeing þotum í fimm. Flugfélagið er að meirihluta í eigu íslenskra fjárfesta og dótturfélags Icelandair Group.

Forstjóri Capo Verde Airlines er Jens Bjarnason sem áður var einn af framkvæmdastjórum Icelandair. Jens segir nýju áfangastaðina fjóra sérstaklega valda með tilliti til þeirra möguleika sem þeir opna fyrir tengifarþega. „Allir þessir nýju staðir eru valdir vegna tengiflugsins og þarna erum við í raun komin á þann stað að geta staðið við slagorðið okkar, „Connecting Four Continents“. Við væntum þess að það verði talsverð eftirspurn eftir flugi milli vestur Afríku og Bandaríkjanna.“

Ferðalagið með Cape Verde Airlines frá Washington til höfuðborga Senegal og Angóla tekur um 12 tímar en það bætast í að minnsta sex tímar við ef ferðast er með Air France eða hinu portúgalska TAP.  Fargjöld þeirra félaga eru líka mun hærri eins og staðan er í dag samkvæmt lauslegri athugun Túrista. Aftur á móti eru ferðir Cape Verde Airlines ekki eins tíðar og til að byrja með verður flogið til Dulles flugvallar við Washington þrisvar í viku.

Jens bendir einnig á að frá brasilísku borginni Porto Alegre sé lítið um bein flug til Evrópu því einnig bundnar vonir við fjölda tengifarþega á þeirri flugleið. Áfangastaðir Capo Verde Airlines í Evrópu eru í dag borgirnar Lissabon, Róm, Mílanó og París og ferðalagið frá brasilísku borginni og áfram til Parísar eða Rómar tekur tæpa sextán klukkutíma. Heimferðin er um tveimur tímum styttri. Ferðalagið með Air France frá París til Porto Alegre tekur um fimmtán og hálfa klukkustund með millilendingu í Sao Paulo í Brasilíu.

Farþegar sem fljúga með Icelandair yfir Norður-Atlantshafið þurfa oft ekki að bíða nema í tæpa klukkustund í Leifsstöð á milli flugferða. Tengitíminn er lengri fyrir þá sem fljúga með Capo Verde Airlines yfir hafið. „Í langflestum tilvikum er tengitíminn innan við tvær klukkustundir. Við viljum fara varlega í að stytta tímann meira en það á meðan við og flugvöllurinn erum að ná tökum á að reka svona tengistöð. Við höfum séð miklar framfarir í afgreiðslutíma á síðustu mánuðum sem lofar góðu með framhaldið,“ segir Jens og bætir því við að hlutfall tengifarþega hjá flugfélaginu sé í dag 48 prósent. Til samanburðar þá hefur hlutafallið verið rúmur helmingur hjá Icelandair síðustu ár.

Þær eru tíu eyjarnar sem tilheyra Grænhöfðaeyjum og á sjö þeirra eru flugvellir. Jens segir því að öflugt innanlandsflug skipti miklu máli fyrir alþjóðaflug Capo Verde Airlines sem er í boði á tveimur þeirra, Sal og Praia. „Við áætlum að 10 til 15 prósent farþega muni nýta sér tengiflug til annarra eyja hér á Grænhöfðaeyjum. Vandi okkar fram að þessu hefur verið sá að flugfélagið sem sinnir innanlandsflugi hér hefur ekki treyst sér til að breyta sinni flugáætlun til að bjóða upp á slíkar tengingar. Við sjáum þó fram á betri tíma því þessa dagana er annar aðili að hefja flug á ATR-42 flugvélum í samstarfi við okkur. Við ætlum einnig að bjóða upp á „Stopover“ fyrir tengifarþega og þar er lykilatriði að hafa góðar tengingar.“

Icelandair samsteypan á 36 prósent hlut í Capo Verde Airlines og stjórnformaður þess er Björgólfur Jóhannsson, fyrrum forstjóri Icelandair Group en hann á einnig hlut í félaginu. Og þoturnar sem nýttar eru í áætlunarflugið frá Grænhöfðaeyjum eru í eigu Icelandair. Kyrrsetning á Boeing MAX þotum um heim allan hefur hins vegar orðið til þess að það félag hefur sjálft þurft að leigja flugvélar. Aðspurður segist Jens þó ekki reikna með að kyrrsetningin muni hafa áhrif á flugáætlunina frá Grænhöfðaeyjum en hún gæti orðið til þess að leigja þyrfti flugvélar annars staðar frá.

Áætlanir hinna nýju íslensku eigenda Capo Verde Airlines gera ráð fyrir að félagið skili fyrst hagnaði árið 2021. Aðspurður um hvernig gangi að styrkja félagið þá segir Jens að sú fimm ára viðskiptaáætlun, sem lá til grundvallar kaupum á félaginu, hafi gert ráð fyrir að félagið yrði komið með tólf flugvélar í rekstur árið 2023. „Í dag er ekkert sem segir okkur annað en að það geti gengið eftir. Reiknað var með taprekstri fyrstu tvö árin en félagið hefur tryggt sér aðgang að fjármagni sem brúar það bil miðað við forsendur viðskiptaáætlunarinnar.“

Nýtt efni

Árið 1970 barst Pattie Boyd nafnlaust og dularfullt ástarbréf frá einhverjum sem þráði hana afar heitt. Vandinn var bara sá að Pattie var þegar gift öðrum manni og ekki ófrægum; hún og George Harrison gítarleikari The Beatles höfðu búið saman í sex ár þegar bréfið barst Pattie.  „Ég skrifa þér þessa orðsendingu í þeim megintilgangi …

Næring forfeðra okkar á oftar en ekki fyllilega erindi við nútímamanninn. Sum þeirra matvæla sem nú er hent var hreinlega slegist um áður fyrr. Með vaxandi hraða þjóðfélagsins og breyttri menningu hefur heilsusamlegt hráefni eins og innmatur, dýrafitur, bein og mergur orðið að hliðarafurð sem fer til spillis. Þessi sóun hefur í för með sér …

Gistinætur Breta á norðlenskum hótelum í janúar voru 422 talsins sem er rétt um tíund af því sem var í janúar árin 2018 og 2019 þegar breska ferðaskrifstofan Super Break bauð upp á pakkaferðir til Akureyrar frá nokkrum breskum flugvöllum. Tilkoma áætlunarflugs Easyjet frá London til Akureyrar hefur því ennþá miklu minni áhrif á gistigeirann …

Stærstu hluthafar Play skuldbindu sig til að leggja flugfélaginu til 2,6 milljarða króna í nýtt hlutafé í byrjun síðustu viku en með þeim skilyrðum að hlutafjárútboðið myndi nema samtals fjórum milljörðum króna. Nú hefur félagið tryggt sér þá 1,4 milljarða sem upp á vantaði. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að þessi hlutafjáraukning sé …

Í febrúar léku þýsku fótboltaliðin Hansa Rostock og Hamburger Sport Verein (HSV) á heimavelli Hansa í Rostock. Bæði liðin eru gömul stórveldi á fótboltavellinum en eru nú í nokkrum öldudal og leika í annarri deild þýska fótboltans. Leikurinn endaði 2-2 sem voru auðvitað töluverð vonbrigði fyrir lið Hamborgar því þeir keppast við að komast aftur …

Útgerðir skemmtiferðaskipa virðast bjartsýnar um að fólk sæki mjög í siglingar á árinu. Ferðaþorstanum eftir innilokun Covid 19-áranna hafi ekki enn verið svalað. Þá kjósi margir, sem á annað borð hafa efni á því, verja fleiri ferðadögum á friðsælu floti um heimsins höf fremur en að olnboga sig í gegnum manngrúa borga og vinsælla ferðamannastaða. …

Það voru keyptar 390 þúsund gistinætur á íslenskum gististöðum í janúar eða 13 prósentum færri en í janúar í fyrra. Næturnar núna voru álíka margar og í janúar 2019 en það var í mars það ár sem rekstur Wow Air stöðvaðist. Gisitnóttum útlendinga á skráðum gististöðum, stór hluti heimagistingarinnar fellur þar ekki undir, fækkaði um …

Lilja Dögg Alfreðsdóttir

Vinna við aðgerðaáætlun í tengslum við ferðamálastefnu Íslands til ársins 2030 er langt komin. Birt hafa verið í Samráðsgátt drög að tillögu til þingsályktunar og óskað umsagna. Það kemur síðan í hlut Alþingis að vinna úr tillögum sem orðið hafa til í víðtæku samráði hagaðila í ferðaþjónustu - og ákveða síðan hvert skal stefna. Þær …