Samfélagsmiðlar

Góður gangur í flugi Lufthansa til Íslands

Lufthansa Group er stærsta flugvélasamsteypa Evrópu en félagið er þó ekki umsvifamikið á Keflavíkurflugvelli. Á því eru ýmsar skýringar og hafa í sjálfu sér meira með legu landsins að gera og umrót á þýska markaðnum að gera

Íslenskir farþegar eru rétt um átta af hverjum hundrað farþegum sem fljúga með Lufthansa frá Keflavíkurfllugvelli.

„Heilt yfir þá erum við mjög ánægð með flugið til Íslands. Í fyrra fjölgaði farþegunum þar um 22 prósent þrátt fyrir að framboðið hafi aðeins verið aukið um 12 prósent á sama tíma. Sætanýtingin var því góð en tölur fyrir þetta ár eru ekki ennþá opinberar,” segir Andreas Köster, sölustjóri Lufthansa Group fyrir Bretland, Írland og Ísland, í samtali við Túrista. Innan þýsku samsteypunnar eru nokkur evrópsk flugfélög en aðeins hluti þeirra flýgur hingað. Þannig hefur Ísland ekki ennþá komist á kortið hjá Austrian, Swiss eða Brussels Airlines.

Þotur Lufthansa fljúga þó hingað allt árið frá Frankfurt og yfir sumarmánuðina frá Munchen. Yfir aðalferðamannatímabilið bætast einnig við ferðir frá Eurowings og því til viðbótar bjóða leiguflugfélögin Austrian Holidays og Eidelweiss upp á ferðir hingað yfir háönnina. Yfir vetrarmánuðina takmarkast ferðir þessarar stærstu flugfélagasamsteypu Evrópu við ferðir þrjá brottfarir í viku á vegum Lufthansa frá Frankfurt.

Á þessu verða ósennilega gerðar miklar breytingar á næstunni þrátt fyrir fyrrnefnda fjölgun farþega og bætta sætanýtingu. „Flugtíminn til Íslands frá Frankfurt er nokkuð langur og þar með þarf að taka frá þotu í lengri tíma til að sinna ferðunum. Fyrir suma af keppinautum okkar, sem bjóða upp á tíðari brottfarir til Íslands, tekur flugið skemmri tíma,” bætir Köster við og segist ánægður með mynstrið sem er í flugáætluninni til Íslands eins og er. „Það er mikilvægt að dreifa þjónustunnni á milli flugfélaga og þar sem Frankfurt er ennþá aðal tengistöðin er ég ánægður með að fljúgum þaðan allt árið til Íslands.”

Niðurstöður landamærakönnunar Ferðamálastofu sýna að rétt um þrír af hverjum eitt hundrað ferðamönnum hér á landi eru í vinnuferð. Þetta er mun lægra hlutfall en í löndunum í kringum okkur en sú staðreynd er ekki ástæða þess að Lufthansa eykur ekki umsvif sín hér á landi að sögn Köster. „Við viljum líka fá fleiri farþega um borð sem eru á leið í frí.”

Smæð íslenska markaðarins vegur kannski þyngra í því samhengi. Köster bendir til að mynda á að aðeins átta af hverjum hundrað farþegum sem nýta sér ferðir Lufthansa frá Keflavíkurflugvelli eru Íslendingar. Fjórðungurinn komi frá Þýskalandi og Ítalír eru álíka fjölmennir. Aðspurður um ferðir íslensku farþeganna þá segir Köster að um áttatíu prósent þeirra haldi sig í Evrópu en bróðurpartur þeirra millilendi aðeins í Frankfurt eða Munchen og haldi svo áfram til annarra áfangastaða í álfunni. Um tíundi hver Íslendingur flýgur áfram með Lufthansa til Asíu og Eyjaálfu á meðan rétt um fjögur prósent nýta sér áætlunarflug þýska félagsins til Afríku.

Sem fyrr segir þá er lággjaldaflugfélagið Eurowings hluti af Lufthansa Group og en það félag hefur dregið töluvert úr flugi til Íslands undanfarin ár. Í júlí 2016 stóð félagið til að mynda fyrir 45 brottförum héðan til fimm þýskra borga samkvæmt talningu Túrista. Í nýliðnum júlí voru ferðirnar aðeins 18 talsins til tveggja borga. Skýringin á þessum mikla samdrætti skrifast þó ekki á minni hylli Íslands sem áfangastaðar að sögn Köster. „Eurowings er fyrst og fremst að takast á við tvö verkefni. Annars vegar samkeppni lággjaldaflugfélaga á heimamarkaði og hins vegar fjölgun ferða til Mallorca.” Hann bætir því við að Eurowings verði að sýna stöðugleika í rekstri og þyrfti því í raun að hafa úr fleiri flugvélum að moða til að geta sinnt fleiri mörkuðum með skilvirkum hætti. „Eurowings kemur vonandi aftur af meiri þunga til Íslands á næstu árum.”

Auk Lufthansa þá flýgur Icelandair daglega til Frankfurt og það gerði WOW air líka. Sölustjóri Lufthansa segir þó ekki hægt að sjá einhverjar sérstakar breytingar á þeirri flugleið eftir fall WOW air. „Auðvitað eru eru alltaf einhver áhrif en Lufthansa flýgur til 73 landa og því mikið um tengifarþega hjá okkur. Breytingar á eftirspurn á milli tveggja landa hefur því lítil áhrif á heildina,” segir Köster að lokum.

Nýtt efni

Það voru þrjú norræn alþjóðaflugfélög sem hófu flugrekstur í Covid-faraldrinum. Hér á landi var það Play en Flyr og Norse í Noregi. Öll þrjú leigðu árið 2021 þotur á lægra verði en áður hafði þekkst og efndu til hlutafjárútboða meðal fagfjárfesta og almennings. Í byrjun síðasta árs varð Flyr gjaldþrota en rekstur þess byggði á …

Ein árangursríkasta loftslagsaðgerð síðari ára á Íslandi er líklega sú að banna urðun lífræns úrgangs. Þetta bann tók gildi í upphafi árs 2023 og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Smám saman hafa jákvæðar tölur verið að berast, sem gefa tilefni til bjartsýni. Það er semsagt hægt að ná árangri í loftslagsmálum, þótt margir …

Barselóna er ein vinsælasta ferðamannaborg Evrópu en óþol íbúa vegna ágangsins hefur farið vaxandi á síðustu árum - ekki síst vegna húsnæðisvanda ungs fólks sem ekki getur keppt við ferðaþjónustuna í leiguverði. Fyrri borgaryfirvöld hættu útgáfu nýrra leyfa til útleigu og lokað mörgum ferðamannaíbúðum en nú eru í farvatninu enn meiri breytingar. Airbnb og öðrum …

Í Svíþjóð kalla sumarsólstöður, eða Midsommar, á mikil hátíðarhöld þar sem síld og snaps hafa lengstum verið í aðalhlutverki. Sölutölur sænskra kaupmanna sýna þó að vinsældir síldarinnar dala ár frá ári og nú er svo komið að salan hefur helmingast frá árinu 2008. Frá þessu greinir Sænska ríkisútvarpið. Skýringin á þessari þróun liggur í bragðlaukum …

Ferðahópur á Þingvöllum

Alþingi hefur samþykkt tillögu til þingsályktunar, sem ferðamálaráðherra lagði fram í apríl, um ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun til 2030. Öðlast þingsályktunin þegar gildi en mótun stefnunar var sett á ís þegar Covid-faraldurinn hófst en þráðurinn var tekinn upp að nýju í fyrra. Þá skipaði ráðherra ferðamála, Lilja Alfreðsdóttir, sjö starfshópa til að fara í verkið og komu meira …

Ásgeir Baldurs, framkvæmdastjóri Arctic Adventures

Arctic Adventures er eitt stærsta fyrirtæki landsins í ferðaþjónustu og hefur verið að stækka starfssvið sitt, síðast með kaupum á Special Tours, sem sinnir skoðunarferðum á slóðum hvala og lunda, auk þess að reka Hvalasafnið (Whales of Iceland) í Reykjavík.  Ásgeir Baldurs tók við starfi forstjóra Arctic Adventures fyrir rúmu ári, þegar margir bundu vonir við …

Kínversku bílaframleiðendurnir BYD og SAIC, sem er eigandi framleiðslufyrirtækis MG-rafbílana vinsælu, hafa ekki ákveðið enn hvort verð á rafbílum sem seldir verða í Evrópu eftir 4. júlí hækka í verði. Þá tekur gildi umtalsverð hækkun tolla á kínversku rafbílana. Samkvæmt heimildum Reuters verður engin verðbreyting ákveðin fyrir þann tíma. Evrópusambandið ákvað að tollur á MG-bílum …

Gengi hlutabréfa í Norwegian féll í gærdag eftir að greinendur norska bankans DNB færðu niður verðmat sitt á félaginu úr 19 norskum krónum á hlut niður í 17 kr. Hið nýja verðmat var engu að síður 30 prósent yfir markaðsgenginu, 14 norskar kr., en engu að síður féll gengið um tíu prósent í gær og …