Samfélagsmiðlar

Þurfa fleiri tré til að kolefnisjafna farþega á Saga farrými

Systurfélögin Icelandair og Air Iceland Connect gefa nú farþegum færi á að reikna út og kolefnisjafna útblástur sem tengist flugferðum. Losun á hvern farþega í stóru sætunum fremst í flugvélunum er töluvert meiri en sem tengist öðrum farþegum.

Planta þarf fimm trjám fyrir 1.009 krónur til að kolefnisjafna flugferð héðan til Kaupmannahafnar og heim aftur með Icelandair ef farþeginn er á Saga Premium farrými. Ef viðkomandi hefur látið sér duga sæti aftar í vélinni þá þarf að gróðursetja þrjú tré til að kolefnisjafna flugið til Danmerkur og heim aftur. Ef ferðinni er heitið alla leið til San Francisco, á vesturströnd Bandaríkjanna, þá þarf farþegi á Saga Premium að kaupa sextán tré. Sá sem situr á almennu farrými léttir hins vegar á flugviskubitinu með kaupum á ellefu trjám fyrir 2.116 krónur.

Þetta sýnir ný reiknivél um kolefnislosun á heimasíðu Icelandair sem gerir farþegum félagsins kleift að kolefnisjafna flugferðir sínar í gegnum Kolvið áður en lagt er í hann.

Aðspurð segir Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, að flugfélagið leggi ekki til mótframlag. Nýverið hóf skandinavíska flugfélagið SAS hins vegar að kolefnisjafna allar flugferðir vildarklúbbsfélaga, starfsmanna og yngri farþega þeim að kostnaðarlausu. Segja má að Icelandair gangi því mun skemmra en SAS sem er einmitt í töluverðri samkeppni við Icelandair í flugi milli Skandinavíu og Norður-Ameríku.

Flugfélög hafa um árabil boðið farþegum að kolefnisjafna flugferðir sínar og til að mynda hrinti KLM þess háttar átaki úr vör árið 2008. Í haust tvöfaldaði flugfélagið á tímabili framlag farþega í tengslum við ákveðið átak. Og nú færist í vöxt að flugfélög bjóði farþegum að kaupa lífdísel fyrir ákveðna upphæð í tengslum við hverja flugferð.

 

Nú getur þú tekið þátt í að styrkja og efla útgáfu Túrista

Nýtt efni
Bjarki Þór Sólmundsson

„Við vinnum eftir íslenskri matarhefð en blöndum erlendum straumum saman við. Þetta er tilraunaeldhús. Við prófum okkur áfram með ýmsa rétti og vinnum mjög mikið með gerjun: kombucha, mjólkursýrugerjun, kefir - og þurrverkum kjöt í skinkur, pylsur og pancetta; gerum mikið af súrkáli; tínum íslenskar jurtir. Ég var að telja það saman og held að …

Nú er loks ráðgert að komu- og brottfararkerfi (Entry/Exit System) Schengen-ríkjanna taki gildi 10. nóvember næstkomandi eftir að hafa verið seinkað ítrekað, nú síðast að ósk Frakka vegna álags sem fylgdi Ólympíuleikunum. Stafrænt eftirlit leysir af hólmi hefðbundna vegabréfaskoðun með stimplun.  Tekin verður ljósmynd og fingrafar af öllum íbúum ríkja utan Schengen-svæðisins á landamærastöð og …

Það er ævinlega áhrifaríkt að koma í Skálholt, sem er auðvitað einn merkasti sögustaður Íslands, biskupssetur og valdamiðstöð um aldir. Nú er ró og friður yfir þessum forna stað en krafturinn í loftinu er nánast áþreifanlegur. Sú upplifun sprettur af vitneskju um það hversu stórt hlutverk Skálholt lék í sögu landsins, í trúarlífi og menningu …

Móðurfélag Keahótelanna varð gjaldþrota í upphafi heimsfaraldursins en kröfur í þrotabúið námu 3,8 milljörðum króna. Engar eignir fundust í búinu en meirihluti krafnanna kom frá Landsbankanum sem fjármagnaði stóran hluta af 5 milljarða kaupsamningi á hótelkeðjunni sumarið 2017. Eigendur hins gjaldþrota móðurfélags, að meirihluta fjárfestar frá Alaska, fengu að halda eftir 65 prósenta hlut í hótelkeðjunni …

Hver bílaframleiðandinn af öðrum sker niður áætlanir sínar um rafbílaframleiðslu vegna þess að hægt hefur á eftirspurn. Stærsti bílaframleiðandi heims, Toyota í Japan, hefur ákveðið að 30% færri rafbílar verði framleiddir árið 2026 en stefnt var að. Samkvæmt Nikkei Business Daily hefur Toyota þegar tilkynnt birgjum um þessa ákvörðun. Samkvæmt endurskoðaðri áætlun stefnir Toyota að …

Það voru rúmlega 601 þúsund farþegar sem nýttu sér ferðir Icelandair til og frá Keflavíkurflugvelli og Reykjavíkurflugvelli í ágúst. Viðbótin nemur 54 þúsund farþegum frá ágúst í fyrra eða 10 prósent. Þessa aukningu má alla rekja til millilandaflugs Icelandair því í innanlandsfluginu varð samdráttur um 7,5 prósent. Icelandair, líkt og Play, flokkar farþega í millilandaflugi …

Lettneska flugfélagið Airbaltic hefur um langt árabil flogið til Keflavíkurflugvallar frá Riga í Lettlandi allt árið um kring. Næsta sumar bætir félagið við áætlunarferðum hingað frá Tallinn í Eistlandi. Flogið verður vikulega á fimmtudögum og fyrsta ferð er á dagskrá 14. maí á næsta ári. „Við á Keflavíkurflugvelli eru afskaplega ánægð að heyra af því …