Miklu fleiri nýta sér ferðir Wizz Air

Farþegum ungverska lággjaldaflugfélagsins fjölgar ört og sætisraðirnar um borð verða sífellt þéttsetnari.

Þota á vegum Wizz Air í jómfrúarferð félagsins hingað til lands í síðasta mánuði frá Kraká í Pólland.

Eftir brotthvarf WOW air þá er Wizz Air næst umsvifamesta flugfélagið á Keflavíkurflugvelli. Í vetur munu þotur þessa ungverska lággjaldaflugfélags fljúga héðan til fimm pólskra borga auk reglulegra ferða til Vilnius, Riga, Búdapest, Vínar og London. Og það er ekki aðeins Íslandsflug Wizz Air sem eykst hröðum skrefum og til marks um það þá flutti félagið rúmlega 3,8 milljónir farþega í september sem er sautján prósent aukning frá sama tíma í fyrra. Að jafnaði voru um 95 af hverjum hundrað sætum um borð í þotum félagsins skipaðar farþegum sem er smá viðbót frá sama tíma í fyrra.

Nýverið tóku stjórnendur Wizz Air upp á því að birta mánaðarlegt uppgjör yfir losun gróðurhúsalofttegunda á hvern farþega félagsins. Niðurstaðan fyrir september var sú að losunin nam 56,9 grömmum á hvern kílómetra sem er samdráttur um 3,5 prósent á hvern farþega. Sú þróun skrifast meðal annars á þéttsetnari þotur og þá staðreynd að flugfloti Wizz Air er í yngri kantinum. Síðustu tólf mánuði hefur heildarlosun Wizz Air þó aukist um 14,5 prósent sem er í takt við aukið sætaframboð.

Þess má geta að stjórnarformaður Wizz Air og einn stærsti eigandinn er William Franke. Sá hinn sami og skoðaði kaup á WOW air síðastliðinn vetur.

 

 

Nýtt efni

Nýjar hagvaxtarspár áhrifamikilla alþjóðlegra fjármálafyrirtækja vekja aukna tiltrú á að Kína sé að vakna aftur til lífsins. Markmið sem kynnt var á þingi kínverska kommúnistaflokksins nýverið var 5% hagvöxtur á árinu. Nú virðast ýmsir hafa öðlast trú á að það náist. Í byrjun vikunnar hækkaði Morgan Stanley hagvaxtarspá sína varðandi Kína úr 4,0 í 4,5% …

Flug UA198 átti að fara frá Los Angeles til Sjanghæ í Kína síðastliðinn laugardag. Þegar vélin var flogin nokkur hundruð kílómetra út á Kyrrahafið uppgötvaði flugmaðurinn að hann hafði gleymt vegabréfinu sínu. Þar með var ljóst að vélin þyrfti að snúa til baka og halda til San Francisco. United Airlines tókst að útvega nýja áhöfn …

Samtals nema styrkirnir sem svarar 342 milljónum íslenskra króna og skal þeim varið í að efla útivist og stuðla að líffræðilegum fjölbreytileika á svæðum með vindorku, segir í tilkynningu Loftslags- og umhverfisráðuneytis Noregs. „Það er mikilvægt að við bætum þeim það upp sem verða fyrir áhrifum af vindorkuöflun. Ríkisstjórn Verkamannaflokksins stofnaði þennan styrktarsjóð til að …

Það gilda sérstakar reglur um innkaup Fríhafnarinnar á áfengi en tilgangur þessara svokölluðu vöruvalsreglna er fyrst og fremst sá að tryggja jafnræði milli birgja og gagnsæi við vöruval og innkaup. Reglurnar voru settar árið 2022 og ná til tollfrjálsra verslana í eigu hins opinbera. Fríhöfnin á Keflavíkurflugvelli hefur flokkast sem slík enda verið rekin sem …

Stuðningur við Evrópusambandið meðal íbúa þess mælist nú 74%, sá mesti frá því kannanir hófust árið 1983. Næstum jafn margir, eða 72%, segja að ESB hafi áhrif á daglegt líf þeirra. Helmingurinn hefur jákvæða afstöðu gagnvart ESB, sem er fimm prósentustigum meira en 2023.  Þessi skoðanakönnun á vegum Evrópusambandsins sjálfs (Eurobarometer) birtir allt aðra mynd …

Í heildina voru 32 terawattstundir (TWst) af raforku fluttar frá Noregi í fyrra, sem er aukning um tvær TWst frá árinu 2023. Frá þessu greinir norska blaðið Klassekampen. Á sama tíma nam raforkuinnflutningur Norðmanna 14 TWst, samkvæmt ársskýrslu Statnett. Til að setja þessar tölur í samhengi þá nam raforkuvinnsla Íslands rúmlega 20 TWst á síðasta …

Eftirspurn eftir flugi frá Kanada til Bandaríkjanna hefur dregist töluvert saman að undanförnu. Sú breyting er rakin beint til tollastríðs Trump Bandaríkjaforseta og ítrekaðra ummæla hans um innlimun nágrannalandsins. Kanadísk flugfélög leita því eftir nýjum tækifærum og fyrr í dag tilkynnti Westjet að félagið myndi í lok júní hefja beint frá Halifax til Barcelona. Aldrei …

Forseti Bandaríkjanna Donald Trump ítrekaði enn og ný í dag að hann vilji að seðlabanki Bandaríkjanna lækki stýrivexti. „Ég vil sjá seðlabankann lækka vextina. Það er bara mín skoðun,“ sagði Trump á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar fyrr í dag. Forverar Trump hafa vanalega forðast að tjá sig um ákvarðanir seðlabankans enda á hann að starfa sjálfstætt. Trump …