Samfélagsmiðlar

Taka Airbus þotur til skoðunar

Stjórnendur SWISS tóku þá ákvörðun í gær að setja allar Airbus A220 flugvélar sínar á jörðina vegna vandræða með hreyfla. Air Baltic nýtir flugvélar af sömu gerð í Íslandsflug sitt frá Riga en þó með annarri hreyflategund.

Ein af Bombardier þotum SWISS sem nú eru markaðssettar sem Airbus þotur.

Töluverðar raskanir hafa orðið á flugáætlun svissneska flugfélagsins SWISS frá því í gær þegar stjórnendur þess ákváðu að kyrrsetja allar tuttugu og nú Airbus A220 þotur félagsins samstundis. Netmiðillinn Allt um flug sagði fyrst frá.

Gripið var til kyrrsetningar eftir að upp kom bilun í hreyfli einnar þotu svissneska flugfélagsins og mun þetta vera í áttunda sinn á einu ári sem sambærileg vandamál koma upp samkvæmt frétt Bloomberg. Airbus vélarnar fara nú ein af annarri í skoðun hjá flugvirkjum SWISS og munu þær fyrstu nú þegar vera komnar í loftið á ný. Engu að síður hefur þurft að fella niður um eitt hundrað brottfarir á vegum SWISS.

Svissneska flugfélagið flýgur ekki hingað til lands en Air Baltic nota reglulega Airbus A220 þotur áætlunarflug sitt frá Riga til Íslands. Hreyflar þeirra flugvéla eru, samkvæmt frétt Checkin í Danmörku, frá sama framleiðanda en af annarri tegund. Airbus A220 þoturnar voru áður þekktar undir heitinu Bombardier CSeries og eru framleiddar af kanadíska framleiðandanum Bombardier i samstarfi við Airbus.

Nú getur þú tekið þátt í að styrkja og efla útgáfu Túrista

Nýtt efni

Kínverjar eru leiðandi í smíði rafbíla, sem taldir eru mikilvægir vegna nauðsynlegra orkuskipta í samgöngum. Hinsvegar er Kína enn mjög háð brennslu kola, nærri 60% rafmagns í landinu er framleitt með kolum og það er enn verið að auka kolanám í landinu. Auk þess sem flutt er inn mikið af olíu og gasi. Jafnhliða er …

Það vour 1.299 bílar skráðir nýir á götuna hér á landi fyrstu þrjár vikurnar í júní og þar af 986 á vegum bílaleiga. Það jafngildir því að 24 prósent nýrra ökutækja fór til einstaklinga en á sama tíma í fyrra var hlutfallið 38 prósent samkvæmt tölum Bílgreinasambandsins sem ná til 23. júní. Þessar fyrstu þrjár …

Það voru þrjú norræn alþjóðaflugfélög sem hófu flugrekstur í Covid-faraldrinum. Hér á landi var það Play en Flyr og Norse í Noregi. Öll þrjú leigðu árið 2021 þotur á lægra verði en áður hafði þekkst og efndu til hlutafjárútboða meðal fagfjárfesta og almennings. Í byrjun síðasta árs varð Flyr gjaldþrota en rekstur þess byggði á …

Ein árangursríkasta loftslagsaðgerð síðari ára á Íslandi er líklega sú að banna urðun lífræns úrgangs. Þetta bann tók gildi í upphafi árs 2023 og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Smám saman hafa jákvæðar tölur verið að berast, sem gefa tilefni til bjartsýni. Það er semsagt hægt að ná árangri í loftslagsmálum, þótt margir …

Barselóna er ein vinsælasta ferðamannaborg Evrópu en óþol íbúa vegna ágangsins hefur farið vaxandi á síðustu árum - ekki síst vegna húsnæðisvanda ungs fólks sem ekki getur keppt við ferðaþjónustuna í leiguverði. Fyrri borgaryfirvöld hættu útgáfu nýrra leyfa til útleigu og lokað mörgum ferðamannaíbúðum en nú eru í farvatninu enn meiri breytingar. Airbnb og öðrum …

Í Svíþjóð kalla sumarsólstöður, eða Midsommar, á mikil hátíðarhöld þar sem síld og snaps hafa lengstum verið í aðalhlutverki. Sölutölur sænskra kaupmanna sýna þó að vinsældir síldarinnar dala ár frá ári og nú er svo komið að salan hefur helmingast frá árinu 2008. Frá þessu greinir Sænska ríkisútvarpið. Skýringin á þessari þróun liggur í bragðlaukum …

Ferðahópur á Þingvöllum

Alþingi hefur samþykkt tillögu til þingsályktunar, sem ferðamálaráðherra lagði fram í apríl, um ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun til 2030. Öðlast þingsályktunin þegar gildi en mótun stefnunar var sett á ís þegar Covid-faraldurinn hófst en þráðurinn var tekinn upp að nýju í fyrra. Þá skipaði ráðherra ferðamála, Lilja Alfreðsdóttir, sjö starfshópa til að fara í verkið og komu meira …

Ásgeir Baldurs, framkvæmdastjóri Arctic Adventures

Arctic Adventures er eitt stærsta fyrirtæki landsins í ferðaþjónustu og hefur verið að stækka starfssvið sitt, síðast með kaupum á Special Tours, sem sinnir skoðunarferðum á slóðum hvala og lunda, auk þess að reka Hvalasafnið (Whales of Iceland) í Reykjavík.  Ásgeir Baldurs tók við starfi forstjóra Arctic Adventures fyrir rúmu ári, þegar margir bundu vonir við …