Samfélagsmiðlar

Airbnb kannast ekki við tölur Hagstofunnar

Gistináttatölur Hagstofunnar sýna að sókn útlendinga í heimagistingu hefur dregist saman síðustu misseri. Á þeim markaði hefur Airbnb verið mjög aðsópsmikið en fyrirtækið hefur litlar upplýsingar veitt um umsvif sín og vill heldur ekki gefa neitt út á útreikninga Hagstofunnar.

reykjavik Tim Wright

Það eru vísbendingar um að umsvif Airbnb á íslenska gistimarkaðnum hafi dregist saman að undanförnu. Eftirlit með starfseminni var hert að frumkvæði ferðamálaráðherra og framboð á Airbnb gistingu hefur dregist saman samkvæmt því sem kom fram í nýlegri ferðaþjónustuskýrslu Landsbankans.

Í uppgjöri Hagstofunnar yfir fjölda gistinótta árið 2018 sagði að 3,3 prósent samdráttur hefði orðið „á stöðum sem miðla gistingu gegnum Airbnb og svipaðar síður.“ Niðursveiflan hefur aukist hraðar í ár því hún nemur 9,6 prósentum samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar. Á sama tíma hefur gistinóttum útlendinga á íslenskum hótelum aðeins fækkað um einn af hundraði þrátt fyrir fjórtán prósent fækkun erlendra ferðamanna.

„Við könnumst ekki við þessar tölur,“ segir blaðafulltrúi Airbnb í svari fyrirtækisins við fyrirspurn Túrista um hvort þar á bæ yrði vart við sambærilega niðursveiflu og fram kemur í tölum Hagstofunnar. „Þetta eru ekki raunveruleg gögn frá Airbnb,“ segir jafnframt í svarinu og þar er tekið fram að fyrirtækið afhendi Hagstofunni ekki fyrrnefndar tölur. Blaðafulltrúinn ítrekar að í skýringum Hagstofunnar er tekið fram að tölurnar eigi við um Airbnb og álíka heimasíður. „Þess vegna er ekki hægt að heimfæra þetta til okkar. Það er fullt af öðrum vefsíðum í boði,“ segir í svari bandarísku gistimiðlunarinnar. Ekki fást upplýsingar um hver þróunin er hjá fyrirtækinu.

Við útreikninga sína á umsvifum Airbnb og sambærilegum gistimiðlurum þá notast Hagstofan við virðisaukaskattskil viðkomandi fyrirtækja. Því samkvæmt lögum ber erlendum aðilum, eins og Airbnb, að innheimta og standa skil á virðisaukaskatti hérlendis. Hagstofan tók þessa aðferðafræði upp fyrir tæpum tveimur árum síðan en áður studdust íslenskir greiningaraðilar aðallega við aðkeypt gögn frá fyrirtækinu Airdna. Þær tölur reyndust þó ofmeta umsvifin. Alla vega miðað við það sem lesa mátti út úr gloppóttri upplýsingagjöf Airbnb. Á sama tíma voru niðurstöður Hagstofunnar mun nærri lagi líkt og Túristi benti í fyrravor.

Sem fyrr segir er upplýsingagjöf Airbnb ekki í föstum skorðum og versnaði verulega eftir að umsvifin jukust hér á landi. Áður deildi fyrirtækið reglulega með Túrista nokkuð ítarlegum upplýsingum. Í fyrra kom þó út skýrsla frá Airbnb sem sýndi að íslenskir leigusalar voru þeir tekjuhæstu á heimsvísu þegar litið var til umsvifa ársins 2017. Sambærileg skýrsla kom hins vegar ekki út fyrir árið í fyrra og ekki hafa fengist skýringar á því.

Nú getur þú tekið þátt í að styrkja og efla útgáfu Túrista

Nýtt efni

Þegar heimsfaraldurinn hófst í febrúar árið 2020 lækkaði gengi hlutabréfa í ferðaþjónustufyrirtækjum hratt og hjá Icelandair fór það niður um þrjá fjórðu fyrstu mánuðina eftir að landamærum var lokað til að hefta útbreiðslu veirunnar. Gengið hélt svo áfram að lækka fram á haustið þegar efnt til hlutafjárútboðs þar sem hver hlutur var seldur á 1 …

Aðdáun Indverja á vískíi er ekki ný af nálinni. Þó var það ekki fyrr en í kringum árið 2010 að framleiðandinn Amrut, sem var stofnaður árið 1948, kynnti Indian Single Malt viskí sem átti sérstaklega góðu gengi að fagna í Skotlandi, af öllum stöðum, áður en það hélt áfram til Bandaríkjanna þar sem það mæltist …

Ein leiðin til að sjá eigin augum hversu umsvifamikil atvinnugrein ferðaþjónustan er í landinu er að fara í morgunferð austur á Þingvelli, njóta þess að vera þar nánast einn dálitla stund og hlusta á fuglana syngja, fylgjast síðan með bílaflóðinu inn á stæðin við gestastofuna á Hakinu þegar klukkan fer að ganga tíu. Þá sér …

Norska flugfélagið Norwegian gerði upp annan ársfjórðung í gær en hlutabréf í félaginu féllu um 16 prósent í síðustu viku þegar afkomuspá ársins var lækkuð. Fjárfestar tóku þó uppgjör gærdagsins vel því bréfin hækkuðu um fimm af hundraði. Niðurstaðan hljóðaði upp á 477 milljónir norskra króna í hagnað fyrir skatt eða 6,1 milljarð íslenskra kr. …

Play mun fækka flugferðunum sínum til Norður-Ameríku um fjórðung í vetur í samanburði við þann síðasta líkt og FF7 greindi frá. Til viðbótar hefur félagið gert breytingar á flugáætlun sinni til Evrópu. Í sumum tilfellum fjölgar ferðunum en þeim fækkar í öðrum. Þannig gerir áætlunin fyrir september ráð fyrir tíu prósent færri ferðum en í …

Play er með fjóra áfangastaði Bandaríkjunum og einn í Kanada og býður félagið nú upp á daglegar ferðir til þeirra allra nærri allt árið um kring. Yfir vetrarmánuðina hefur Play þó dregið úr framboði en næsta vetur verður niðurskurðurinn meiri en áður. Næstkomandi nóvember er aðeins reiknað með 99 brottförum frá Keflavíkurflugvelli til Bandaríkjanna og …

Nú í vikunni hafa mælingar í Noregi og Bandaríkjunum sýnt að verðlag í þessum tveimur löndum hjaðnar hraðar en greinendur höfðu reiknað með. Það sama er upp á teningnum í Svíþjóð en í morgun birti hagstofan þar í landi nýjar verðlagsmælingar sem sýna að verðbólga sl. 12 mánuði mælist nú 2,6 prósent. Ef vaxtakostnaður er …

Gengi hlutabréf í Icelandair hefur nú fallið um 61 prósent síðustu 12 mánuði og kostar hver hlutur í dag 86 aura. Í hlutafjárútboðinu sem efnt var til í september 2020, til að koma flugfélaginu í gegnum heimsfaraldurinn, var hluturinn seldur á 1 krónu. Stuttu eftir útboðið fór gengið eins langt niður og það er í …