Samfélagsmiðlar

„Við getum ekki flogið í tapi bara til að halda öðrum frá“

Það stefnir í að Icelandair flytji aðeins færri farþega á næsta ári. Forstjórinn segir flugfélög almennt varkár um þessar mundir.

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group.

Á næsta ári verður áherslan lögð á að bæta afkomuna í leiðakerfi Icelandair og um leið minnka áhættuna vegna MAX þotanna. Þetta segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, um flugáætlun félagsins á næsta ári sem birt var í gær. Að hans sögn verður áfram lögð megin áhersla á ferðamannamarkaðinn til Íslands.

Gert er ráð fyrir 4,2 milljónum farþega um borð í þotum Icelandair árið 2020. Til samanburðar stefnir í að farþegafjöldinn í ár verði um 4,5 milljónir miðað við farþegatölur fyrstu tíu mánuði ársins.

Bogi segist ekki óttast að með þessum breytingum aukist líkurnar á að erlend flugfélög sæki á íslenska markaðinn eða að til verði aukið rými fyrir önnur íslensk flugfélög? „Samkeppnin er mikil og flugfélög sífellt að skoða tækifæri á sínum svæðum. Við getum ekki flogið í tapi bara til að halda öðrum frá. Við stundum ekki þess háttar leiki.“

Mestu munar um niðurskurð á framboði í flugi til Norður-Ameríku um 11 prósent. Á sama tíma sjá nokkur önnur evrópsk flugfélög sóknarfæri í auknu flugi vestur um haf á næstu misserum. Eins var sætanýtingin í Ameríkuflugi stærstu flugfélaga Evrópu góð í sumar.

Aðspurður um afhverju Icelandair dragi aftur á móti saman í Bandaríkjunum þá segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, að félagið hafi verið með framboð sem ekki hafi verið arðbært. „Við viljum ná ákveðnum grunni og vaxa út frá því. Flugfélög eru almennt varkár í áætlunum sínum fyrir nánustu framtíð og nýjasta dæmið um það er niðurskurður Norwegian í Kaupmannahöfn og Stokkhólmi. Nú er áherslan hjá okkur og mörgum öðrum flugfélögum fyrst og fremst á arðbærni í stað vaxtar.“

Í því samhengi má benda á að Icelandair hefur lengi verið með mun meira framboð á ferðum til Bandaríkjanna en önnur norræn flugfélög. Eins var íslenska félagið á tímabili það evrópska flugfélag sem flaug til flestra áfangastaða í Bandaríkjunum að British Airways frátöldu.

Áfram verður megin áherslan hjá Icelandair á ferðamannamarkaðinn til Íslands líkt og í ár sem hefur orðið til þess að hlutfall ferðafólks á leið til Íslands hefur hækkað á kostnað tengifarþega. Er Icelandair að breytast í flugfélag sem aðallega flytur fólk til og frá Íslandi? „Nei, alls ekki. Hlutfall tengifarþega var komið yfir helming og áfram er hlutfallið hátt, í kringum fjörutíu prósent. Við sjáum framtíð í tengiflugi og fókusum á það áfram. Á þessu ári og því næsta lækkar hlutfall tengifarþega en það fer ekki mikið neðar,“ svarar Bogi og bætir því að leiðakerfið þoli þennan samdrátt en vægi þeirra sem aðeins millilenda hér á landi megi þó ekki fara mikið neðar.

Bogi vill ekki segja hversu miklu munar á tekjunum af tengifarþegum og hinum þegar horft er til tekna á hvern floginn kílómetra. „Við gefum ekki út hversu mikill munurinn er. Markaðurinn yfir hafið er erfiður og fargjöldin þar eru tiltölulega lág. Það er því gott að hafa sveigjanlegt leiðakerfi og geta aðlagað framboðið eftir markaðnum.“

Nú getur þú tekið þátt í að styrkja og efla útgáfu Túrista

Nýtt efni
Arnar Guðmundsson, Íslandsstofu

Íslandsstofa vinnur að því að markaðssetja Ísland sem ferðamannaland, kemur íslenskum fyrirtækjum á framfæri á erlendri grundu og liðkar til eftir bestu getu fyrir erlendri fjárfestingu á fimm sviðum atvinnulífs: orku og grænum lausnum, sjávarútvegi og matvælaframleiðslu, hugviti og tækni, listum og skapandi greinum - og loks ferðaþjónustu. Allt byggist þetta á útflutningsstefnu landsins, sem …

Það voru 27.293 starfandi í einkennandi greinum ferðaþjónustu hér á landi í mars 2024 sem er aukning um 2 prósent frá sama tíma í fyrra en 2 prósent færri í samanburði við mars 2018. Það ár voru ferðamenn hér flestir en gert er ráð fyrir álíka ferðamannastraumi í ár. Vægi starfsfólks með íslenskan bakgrunn er …

Þýski bílaframleiðandinn Volkswagen hefur slitið viðræðum við franska Renault um að þróa og smíða saman nýja gerð af rafknúnum smábíl á viðráðanlegu verði, sem keppt gæti við ódýrustu kínversku bílana. Hugmyndin var sú að bíllinn yrðu byggður á grunni Twingo-smábílsins frá Renault. Renault hyggst nú upp á eigin spýtur þróa Twingo áfram sem rafbíl og …

„Pittsburgh flugið fer vel af stað og er ánægjulegt að sjá að farþegar frá 25 Evrópulöndum hafa bókað flug með okkur til Pittsburgh um Ísland og þaðan hafa farþegar bókað flug til 30 áfangastaða Evrópumegin," sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, í tilefni af fyrstu áætlunarferð flugfélagsins til bandarísku borgarinnar á fimmtudaginn. Forstjórinn lagði um …

Undirbúningur er á lokastigi um að koma á fót ævintýramiðstöð á Suðurlandi, þar sem gistiaðstaða og þjónusta verður tengd þjónustu, gönguferðum og útivist ævintýragjarnra ferðamanna. Ferðafólk, statt við Skógafoss, í ævintýraleit á Suðurlandi - MYND: ÓJ „Það koma stundum mjög athyglisverð verkefni, eins og þegar reynslumikill aðili úr ævintýraferðaþjónustu, sem hefur verið í slíkum rekstri …

Það er auðvitað eðlilegt að Barselóna, höfuðborg Katalóníu, dragi til sín mikinn fjölda ferðafólks. Borgin er fögur, sögurík og spennandi - en líka dálítið þreytt orðin á öllum þessum vinsældum, hömlulausum gestaganginum. Á síðasta ári gistu yfir 12 milljónir manna borginni, um sjö prósentum færri en 2019. Við bætast síðan allir þeir sem koma í …

Argentíski víniðnaðurinn hefur átt erfitt uppdráttar síðustu ár vegna óðaverðbólgu, óstöðugs gengis og minnkandi útflutnings. Það virðist þó heldur vera að lyftast brúnin á vínframleiðendum og virðast þeir helst þakka það harkalegri aðhaldsstefnu öfgakennda frjálshyggjumannsins Javier Milei, sem tók við forsetaembættinu í Argentínu í desember. Það tók strax að hægja á verðbólgu á fyrstu mánuðum …

Árið 2023 var 4.240 bókum bætt á lista yfir bannaðar bækur í Bandaríkjunum. Aldrei fyrr hafa jafn margar bækur verið bannaðar á einu ári. En á síðustu árum hefur þeim bókum sem settar eru á þennan bannlista fjölgað ár frá ári. Afleiðingin er sú að aðgengi að bókunum er takmarkað og þær eru fjarlægðar af …