Samfélagsmiðlar

Telur mögulega yfirtöku byggjast á bættri afkomu Icelandair

Þau sár sem WOW air olli Icelandair eru að gróa en félagið þarf þó að snúa rekstrinum við eigi það að verða hluti af samþjöppun á evrópskum flugmarkaði. Þetta er mat greinandans Nick Wyatt.

Því er reglulega haldið fram að innan Evrópu séu flugfélögin of mörg og óumflýjanlegt að einhver þeirra sameinist líkt og gerst hefur í Bandaríkjunum. Stóri munurinn er þó augljóslega sá að innan Evrópu eru mörg ólík lönd og sumstaðar fara stjórnvöld með stóran hlut í flugfélögunum sjálfum. Finnair og SAS eru þannig að miklu leyti í eigu hins opinbera og það sama á við um AirBaltic svo þrjú nærtæk dæmi séu tekin. Loftrými álfunnar hefur ekki heldur verið sameinað.

Síðustu misseri hefur flugfélögunum í Evrópu þó fækkað og þá aðallega vegna gjaldþrota. Og frekari samþjöppun er eitt þeirra atriða sem mun einkenna fluggeirann á næsta ári að mati Nick Wyatt, yfirmanns rannsóknasviðs GlobalData í ferðamálum. Hann birti nýverið lista yfir þau fimm atriði sem munu vera í fókus í fluginu á næsta ári að hans mati. Þar eru flotamál og umhverfismál í brennidepli en líka samþjöppunin.

En hverjar telur hann líkurnar á því að Icelandair verði tekið yfir eða er flugfélagið of lítið til heilla stjórnendur stórra flugfélaga eins og British Airways og Lufthansa? „Ég veit ekki til þess að á þessari stundu hafi annað flugfélag sýnt Icelandair áhuga en það segir ekkert um að þess háttar sé útilokað. Ég tel þó ekki að stærð standi í vegi fyrir yfirtöku. Fjárhagsleg staða og mögulegur ábati vegur þyngra. Icelandair tapaði hlutdeild til WOW air en nú hefur verið dregið úr þeim verkjum og á fyrstu þremur fjórðungum ársins voru teikn um aukna arðsemi. Samt sem áður er félagið ennþá í mínus á þessu níu mánaða tímabili og ég reikna með að mögulegir kaupendur munu vilja sjá þeirri stöðu snúið við,“ segir Wyatt í svari við fyrirspurn Túrista.

Í fyrrnefndri spá sinni, um helstu áskoranir fluggeirans á næsta ári, segir Wyatt að flugfélög muni áfram eiga í vandræðum með að láta lággjaldaflug á lengri leiðum ganga upp. Hann fullyrðir jafnframt að draga megi lærdóm af örlögum WOW air þar sem félagið höfðaði helst til farþega sem horfa aðallega í farmiðaverðið.

Aðspurður um að útskýra þetta nánar þá bendir Wyatt að WOW air hafi verið markaðssett sem lággjaldaflugfélag og af þeim sökum laðað til sín kúnnahóp sem var viðkvæmur fyrir verði. „Það tókst vel til hjá flugfélaginu að öðlast markaðshlutdeild, aðallega á kostnað Icelandair, en versnandi fjárhagsstaða WOW air á síðari stigum sýndi að þetta var dýru verði keypt. Jafnvel þegar fyrirtækið náði ákveðinni stærðarhagkvæmni og tekjurnar uxu þá var engu að síður erfitt að skila hagnaði,“ segir Wyatt. Að hans mati skrifast sú niðurstaða á vandamálið við að láta lággjaldamódelið virka á lengri flugleiðum.

Wyatt bendir jafnframt á áskorunina í að fá farþega til millilenda á leiðinni yfir Atlantshafið. „Að fljúga frá Vestur-Evrópu til austurstrandar Bandaríkjanna kallar ekki endilega á millilendingu og margir farþegar reyna að forðast slíkt. Aftur á móti er hægt að sannfæra þá um þess háttar ef farmiðinn er nógu ódýr og WOW náði hluta þess markaðar til sín.“

Óhætt er að segja að þarna komi Wyatt jafnframt inn á hluta af vanda Icelandair í dag. Framboð á beinu flugi milli stærstu borga Evrópu og Norður-Ameríku er mikið og bróðurpartur af flugi Icelandair er til þessara sömu borga. Og það er líklegast ein af ástæðum þess að stjórnendur Icelandair setja nú í forgang flytja fólk til og frá Íslandi í stað þeirra sem eru á leið milli heimsálfa.

Hversu góð sú stefna er til lengri tíma á eftir að koma í ljós. En gera má ráð fyrir að þegar hulunni verður svipt af flotastefnu félagsins eftir áramót að þá sjáist betur hvert Icelandair stefnir í framtíðinni. Ætlar félagið að halda sig á svipuðum slóðum og í dag eða auka áherslu á fjarlægari áfangastaði og þannig skapa sér á ný sérstöðu tengiflugi?

Samsetning á flota Icelandair til lengri tíma ætti að veita svör við þessum spurningum. Og hvort að sú framtíðarsýn stjórnenda Icelandair geri fyrirtækið að ákjósanlegri fjárfestingu fyrir erlend flugfélög gæti þá skýrst í framhaldinu.

FINNST ÞÉR EITTHVAÐ GAGN Í SKRIFUM TÚRISTA?

Nýtt efni

Fyrstu fimm mánuði ársins hefur verð á flugmiðum frá Íslandi til útlanda verið ódýrara en á sama tímabili í fyrra. Í maí lækkaði verðið um 5,7 prósent samkvæmt nýjum mælingum Hagstofunnar en til samanburðar hækkaði verðlag almennt um 6,2 prósent á milli ára. Verðmælingar Hagstofunnar ná til fleiri flugfélaga en þeirra íslensku en þau standa …

Þess hefur verið beðið að Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tilkynnti um refsitolla á innflutning kínverskra rafbíla. Kínversk stjórnvöld hafa verið sökuð um óeðlilega mikinn ríkisstuðning við innlenda framleiðendur og var þetta meðal umræðuefna í Evrópuferð forseta Kína nýverið. Ný tollheimta myndi þýða milljarða evra aukalegar álögur á kínverska rafbílaframleiðendur.  Xi-Jingping, forseti Kína - MYND: Britta Pedersen/dpa-Zentralbild/dpa/Alamy Nú …

Það er stundum margt um ferðamanninn á Skólavörðustíg og á Laugavegi. Einhverjir tuða vegna þessa, segjast vilja endurheimta miðborgina, en fleiri gera sér grein fyrir því að ferðamenn hafa glætt miðborgina nýju lífi. Það er svo annað mál að ferðamannafjöldi leiðir gjarnan til einhæfni í þjónustu: Ferðamannamenn í miðborginni - MYND: ÓJ Minjagripaverslunum fjölgar óhæfilega, …

Kynnisferðir hf. hagnaðist um rúmlega 1,3 milljarða króna á síðasta ári og tvöfaldaðist hann á milli ára. Tekjur félagsins námu 14,5 milljörðum króna og jukust um 30 prósent frá í fyrra. „Við erum afar stolt af þeim árangri sem náðist í rekstri félagsins á síðasta ári þrátt fyrir hátt vaxtastig og aðrar krefjandi ytri aðstæður. …

Joe Biden, Bandaríkjaforseti, og ríkisstjórn hans með Janet Yellen, fjármálaráðherra, fremsta í flokki, hafa nú kynnt fyrstu opinberu leiðbeiningarnar fyrir markað með kolefniseiningar þar í landi. Leiðbeininginum er ætlað auka líkurnar á því að kolefniseiningar sem ganga kaupum og sölum séu af nægilegum gæðum og að verkefnin sem liggi þeim til grundvallar skili raunverulegum árangri, …

„Fyrir þessa aðgerð voru rúmlega 800 manns í störfum sem ekki eru flugtengd og uppsagnirnar náðu eingöngu til þeirra," segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, en fyrirtækið samdi í dag um starfslok 82 starfsmanna. Uppsagnirnar náðu ekki til áhafna líkt og FF7 hafði áður greint frá. „Eins og við höfum sagt þá var árið …

Ráðuneyti viðskipta og sjávarútvegsmála í Noregi kynnti fyrir tveimur árum drög að frumvarpi um að þarlendir kjarasamningar og reglur um aðbúnað næðu líka til áhafna erlendra skipa sem færu um norska lögsögu. Litið yrði svo á að um leið og erlent skip færi inn fyrir norska lögsögu giltu um það sömu reglur og alla innlenda …

Fjárfestar lögðu Play til 4,6 milljarða króna í hlutafjárútboði félagsins sem lauk þann 11. apríl síðastliðinn. Í kjölfarið urðu töluverðar breytingar á hópi stærstu hluthafa félagsins. Nú er lífeyrissjóðurinn Birta stærsti einstaki hluthafinn en samanlagt fara sjóðir á vegum Íslandssjóða fyrir enn stærri hlut. Meðal nýrra stórra hluthafa er félag í eigu Einars Sveinssonar og …