Samfélagsmiðlar

2,3 milljarðar króna fyrir hverja MAX þotu

Boeing flugvélaframleiðandinn hefur samið um skaðabætur við nokkur flugfélög sem eiga MAX þotur. Bæturnar til Turkish Airlines nema rúmum tveimur milljörðum á hverja vél en félagið hafði fengið afhentar 12 MAX þotur. Tvöfalt fleiri en Icelandair.

MAX þotur merktar Turkish Airlines og Icelandair við verksmiðjur Boeing.

Hvorki stjórnendur Icelandair eða annarra flugfélaga hafa gefið upp hversu háar skaðabætur Boeing hefur greitt þeim vegna kyrrsetningar MAX þotanna sem nú hefur varað í nærri tíu mánuði. Icelandair tilkynnti fyrst um svona samkomulag í september og aftur í tengslum við uppgjör félagsins fyrir þriðja ársfjórðung. Svo mikil leynd ríkir um upphæðirnar sem um ræðir að bæturnar voru meðal annars færðar inn sem farþegatekjur og svo til lækkunar á kostnaði vegna leigu á þeim flugvélum sem Icelandair nýtti voru í sumar til að fylla skarð MAX þotanna.

Southwest flugfélagið upplýsti ekki heldur hversu háar skaðabæturnar voru frá Boeing og það gerðu ekki heldur stjórnendur Turkish Airlines sem nýverið gengu frá samkomulagi við Boeing. Aftur á móti herma heimildir tyrkneska fjölmiðilins Hurriyet, sem Reuters vitnar í, að Boeing hafi greitt tyrkneska flugfélaginu 225 milljónir dollara í bætur. Það jafngildir um 27,6 milljörðum króna. Tveir þriðju hlutar upphæðarinnar munu vera hreinar skaðabætur á meðan þriðjungur er í formi niðurgreiðslu á varahlutum og þjálfun áhafna.

Þetta jafngildir bótum upp á 2,3 milljarða króna á hverja flugvéla en Turkish Airlines hafði fengið afhentar tólf MAX þotur þegar kyrrsetningin var sett á um miðjan mars í fyrra. Icelandair hafði aftur á tekið í notkun helmingi færri flugvélar af þessari gerð. Og ef bótagreiðslur Icelandair hafa verið álíka og hjá tyrkneska flugfélaginu þá hefur Icelandair fengið bætur upp á um 14 milljarða króna frá Boeing í fyrra. Þar af um níu milljarða í fébætur.

Þó ber að hafa í huga að þegar Icelandair tilkynnti um sína samninga við Boeing þá voru bundnar vonir við að vélarnar færu í loftið nú í ársbyrjun. Núna reiknar Icelandair ekki með MAX þotunum í flota sinn fyrr en í maí og þar með er kostnaðurinn vegna kyrrsetningarinnar í dag ennþá hærr en hann var í haust. Fleiri þættir spila svo inní eins og t.d. heildarfjöldi þeirra MAX þota sem viðkomandi flugfélög hafa pantað o.s.frv.

Hversu hratt það mun ganga að koma MAX þotunum í loftið á ný ræðst þó ekki aðeins af betrumbótum á hugbúnaði flugvélanna. Nú munu flugmálayfirvöld vestanhafs, samkvæmt New York Times, einnig vera að kanna hvort rafmagnskaplar þotanna liggi of þétt saman. Mun það mál vera til skoðunar þessa dagana og ef rétt reynist þá gæti það seinkað komu vélanna ennþá frekar.

Nýtt efni

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …