Samfélagsmiðlar

Íslendingar drógu verulega úr ferðum sínum til Bandaríkjanna

Nærri fimmtungi færri íslenskir ferðamenn lögðu leið sína vestur um haf í fyrra. Árið áður hafði dýrkeypt samkeppni Icelandair og WOW air ýtt undir ferðagleðina.

Sumarið 2018 flugu bæði WOW og Icelandair til Cleveland.

Það var í hittifyrra sem Icelandair og WOW air blésu til stórsóknar í Bandaríkjunum. Fjólubláar flugvélar WOW héldu þá í jómfrúarferðir sínar til St. Louis, Cincinnati og Detroit og einnig bættust borgirnar Dallas og Cleveland við leiðakerfi beggja flugfélaga. Icelandair spreytti sig líka á áætlunarferðum Kansas borgar en stuttu áður hafði félagið líka hafið flug til Tampa á Flórídaskagunum.

Flug til fimm af þessum sjö borgum var lagt niður stuttu síðar og ekki verður framhald á flugi til Kansas og Dallas í ár. Þessu til viðbótar skoruðu stjórnendur Icelandair helsta keppinaut sinn á hólm í San Francisco og Baltimore en gáfust upp á þeim flugleiðum líka þrátt fyrir að WOW air hyrfi að markaðnum.

Og segja má að það hafi fljótlega legið fyrir að þessi gríðarlega áhersla á Bandaríkin hafi reynst eigendum Icelandair og WOW air mjög dýrkeypt. Í lok sumarvertíð 2018 urðu til að mynda forstjóraskipti hjá Icelandair og þá hófst umtalað skuldabréfaútboð WOW air.

Bandarískir og íslenskir ferðamenn nutu hins vegar góðs af þessari útrás íslensku flugfélaganna. Vægi bandarískra túrista hér á landi jókst enn frekar og Íslendingar streymdu vestur um haf. Rúmlega 73 þúsund íslensk vegabréf voru þannig skráð á bandarískum flugvöllum árið 2018. Í fyrra fór fjöldinn aftur á móti niður í 60 þúsund og nemur samdrátturinn um 18 prósentum samkvæmt tölum frá bandarískum ferðamálayfirvöldum.

Þrátt fyrir þetta þá eru Íslendingar áfram sú norræna þjóð sem mest sækir í ferðalög til Bandaríkjanna. Það lætur nefnilega nærri að um fimmtungur þjóðarinnar ferðist vestur um haf ár hvert.

Eins og sjá má töflunni hér fyrir neðan fækkaði líka dönskum, sænskum og norskum ferðamönnum í Bandaríkjunum í fyrra og þar hefur samdrátturinn í Bandaríkjaflugi frá Íslandi kannski sín áhrif. Icelandair hefur nefnilega verið stórtækt í að fljúga fólki milli Skandinavíu og Norður-Ameríku með millilendingu á Íslandi og WOW air var það að töluverðu leyti líka með tíðum ferðum til Kaupmannahafnar.

Nýtt efni

Þetta eru ískyggilegar fréttir fyrir Íslendinga og aðrar þjóðir landanna sem liggja að Norður-Atlantshafi. Það er hluti af kjarngóðu og upplýstu uppeldi allra landsmanna að heyra um mikilvægi Golfstraumsins - helst snemma í frumbernsku, og landsmenn eru minntir á mikilvægi hans reglulega út æviskeiðið. Golfstraumurinn liggur frá Karíbahafinu og hingað norður eftir og gerir það …

Lestarferð á fjölförnustu viðskiptaferðaleiðum Bretlands losar innan við helming af því CO2 sem jafn löng ferð með rafbíl gerir, samkvæmt útreikningum sem The Rail Delivery Group, hagsmunasamtök lestarfélaga þar í landi, hafa reiknað út og sagt er frá í The Guardian. Þar sem um er að ræða vistvænstu lestirnar, sem einungis ganga fyrir rafmagni, þá …

Toyota í Japan tilkynnti í morgun að framleiðsla fyrirtækisins hefði aukist um sjö prósent í janúar og að þetta væri þrettándi mánuðurinn í röð sem fleiri bílar væru framleiddir en í sama mánuði árið á undan. Meginskýringin er sögð mikil eftirspurn í Bandaríkjunum. Í janúar runnu rúmlega 740 þúsund fleiri Toyotur af færiböndum verksmiðjanna en …

Við þeim sem fara um Ráðhústorg í Kaupmannahöfn þessa dagana blasir við risastór auglýsing frá Icelandair. Velunnari FF7 var þar á ferð í vikunni og sendi meðfylgjandi mynd. Auglýsingin er á húsi númer fjögur við Ráðhústorg og fyrir hornið á vegg sem snýr að H.C. Andersen Boulevard, sem er mikil umferðaræð í gegnum miðborgina. Unnið …

Tæknirisinn Apple hefur síðastliðinn áratug unnið að þróun rafknúinna og sjálfstýrðra ökutækja sem þó aldrei hafa verið formlega kynnt. Og það verður varla úr þessu því nú hefur þessari þróunarvinnu verið hætt samkvæmt frétt Bloomberg. Þriðjungurinn af þeim mörg hundruð manns sem unnið hafa að bílaverkefninu verða færð yfir á svið gervigreindar hjá Apple en …

Útibú Arion banka á Keflavíkurflugvelli lokaði í janúar og við fjármálaþjónustu í flugstöðinni tók Change Group sem hátti hagkvæmasta tilboðið í þennan rekstur í útboði sem Isavia efndi til í fyrra. Ennþá er Change Group þó ekki komin með tilskilin leyfi til að sinna gjaldeyrisviðskiptum hér á landi samkvæmt því sem FF7 kemst næst og …

Hún er svo vinsæl, bandaríski rithöfundurinn Sarah J. Maas, að þegar þriðja bindið í Crescent City-bókaflokknum kom út þann 30. janúar síðastliðinn stóðu aðdáendur hennar í löngum röðum í vetrarkuldanum fyrir framan bókabúðirnar sem höfðu ákveðið að opna búðir sínar á miðnætti á útgáfudeginum í New York og víðar um Bandaríkin. Þessar raðir fyrir framan …

Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur áætlað að af öllum mat sem framleiddur er í heiminum fari um þriðingur í ruslið, eða 1,3 milljarðar tonna á ári. Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna hefur áætlað að á heimsvísu fari um 17 prósent af öllum mat í matvöruverslunum, á veitingastöðum og á heimilum í ruslið. Það er gríðarlegt magn af prýðisgóðri næringu sem þar fer …