Samfélagsmiðlar

Sitja á lendingarleyfum á Keflavíkurflugvelli sem verða ólíklega notuð

Fyrir nokkrum árum síðan úrskurðaði Samkeppniseftirlitið að Icelandair skildi láta WOW air fá hluta af lendingarleyfum sínum. Nú stefnir í að Icelandair muni ekki einu sinni nota öll þau leyfi sem félagið er með á þessum tímum sem áður stóð styr um.

Þrátt fyrir að Icelandair hafi í fyrra gefið frá sér allt flug til bandarísku borganna Kansas City og Cleveland og Halifax í Kanada þá er félagið ennþá með frátekna afgreiðslutíma á Keflavíkurflugvelli fyrir ferðir til þessara borga. Til viðbótar hefur Icelandair fengið úthlutaða lendingar- og brottfarartíma, svokölluð slott, fyrir fjölda flugferða í viku hverri sem telja má víst að aldrei verði farnar. Þetta leiðir samanburður Túrista í ljós á annars vegar sumaráætlun Icelandair og hins vegar sumaráætlun Isavia.

Flest slottin liggja utan háannatíma flugvallarins, þ.e. um miðjan morgun eða um kaffileytið. Þarna eru þó líka að finna brottfarir á tímum sem WOW air sóttist eftir fyrir sex árum síðan. Í framhaldinu úrskurðaði Samkeppniseftirlitið að Icelandair skyldi láta keppinautinn fá tvo afgreiðslutíma að morgni og tvo seinnipartinn.

Hæstiréttur felldi svo þann úrskurð úr gildi og tók þar með undir málatilbúnað Icelandair og Isavia sem vísuðu til alþjóðlegra reglna sem kveða á um hefðarétt flugfélaga á afgreiðslutímum.

Sá réttur fellur þó úr gildi ef slottin eru ekki nýtt í átta af hverjum tíu tilvikum. En sem fyrr segir þá gerir núverandi sumaráætlun Icelandair ekki ráð fyrir nándar nærri eins mörgum flugferðum og félagið hefur fengið tíma fyrir á Keflavíkurflugvelli.

Aðspurð um öll þau slott sem stefnir í að verða ekki nýtt í sumar þá segir Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, að félagið muni nota alla úthlutaða brottfarar- og komutíma á háannatíma. Segir hún að þar sé fyrst og fremst horft til brottfara þegar flestar ferðir eru á dagskrá, frá rúmlega sjö til átta á morgnana.

Sem dæmi um misræmið sem ríkir núna á milli sumaráætlunar Keflavíkurflugvallar og Icelandair þá má nefna að flugfélagið er með leyfi fyrir 75 áætlunarferðum héðan föstudaginn 26. júní. Flugáætlun Icelandair geri þó aðeins ráð fyrir 57 ferðum þennan dag. Af þessum átján slottum sem út af standa eru fimm á háannatíma seinnipartinn og eitt korter í átta að morgni.

Allt eru þetta tímasetningar sem WOW air sóttist eftir því að fá á sínum tíma. Ásdís vill þó ekki meina að Icelandair sé í raun að takmarka aðgengi annarra að Keflavíkurflugvelli með því að sitja á afgreiðslutímum sem ekki eru lengur inn á áætlun félagsins. Máli sínu til stuðnings bendir Ásdís Ýr á að töluvert sé af lausum afgreiðslutímum á flugvellinum.

Og eftir fall WOW air er ljóst að það er nægt pláss á flugbrautunum við Leifsstöð stóran hluta dagsins en þó ekki á þessum vinsælustu tímum að morgni og seinnipartinn. Þar eru þó nokkur slott sem Icelandair mun ólíklega nota sem fyrr segir. Í því ljósi gæti sú staða komið upp að forsvarsfólk endurreisnar WOW air eða Play gætti sótt um þessa sömu tíma. Þá yrði Icelandair annað hvort að bæta við flugferðum til að nýta slottin eða gefa þau eftir til nýrra keppinauta. Um leið gæti Icelandair séð á eftir afgreiðslutímunum til langrar framtíðar í ljósi hefðaréttarins sem gildir um afnotin.

Þess ber þó að geta að aðeins þeir sem eru með flugrekstrarleyfi geta sótt um slott á flugvöllum. Ennþá er Play ekki komið með slíkt leyfi og forsvarsfólk WOW hefur ekkert viljað gefa neinar upplýsingar um þess háttar formsatriði.

 

Nýtt efni

Stjórnendur rafbílaframleiðandans Tesla leita nú leiða til að draga úr kostnaði og horfa þeir til þess að segja upp 14 þúsund starfsmönnum eða um 10 prósent af vinnuaflinu. Þetta kemur fram í tölvupósti sem forstjóri félagsins, Elon Musk, sendi til starfsfólks samkvæmt frétt sem fagritið Electrek birti í morgun. „Ég hata ekkert meira en þetta …

Stefnt er að því að á hótelinu verði veitingastaður, ráðstefnu- og veislusalur ásamt heilsulind. Síðan er ætlunin að stækka Skógarböðin og tengja þau hótelinu.  Samkvæmt fréttatilkynningu er um að ræða fimm milljarða króna fjárfestingu. Áætlað er að hótelið verði opnað eftir tvö ár, vorið 2026.  „Þetta er virkilega spennandi verkefni sem við hjá Íslandshótelum hlökkum …

Hver hlutur í Icelandair kostaði fyrir opnun Kauphallarinnar í morgun 1 krónu og fjóra aura. Verðið hefur ekki verið svona lágt síðan í nóvember árið 2020 en þá hafði félagið nýverið efnt til hlutafjárútboðs þar sem sölugengið var 1 króna á hlut. Í dag er markaðsvirði Icelandair 43 milljarðar króna og hefur það lækkað um …

Stafræna byltingin gerði fjarvinnu auðveldari og heimsfaraldurinn festi það vinnufyrirkomulag í sessi. Stór og vaxandi hópur fólks nýtir sér þá möguleika sem felast í þessu frelsi - að geta unnið verk sín eiginlega hvar sem er í heiminum, skila unnum verkum af sér án þess að mæta á tiltekinn stað á tilgreindum tíma. Áætlað er …

Sigurð Örn Ágústsson, fyrrum forstjóri Bláfugls, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Play. Um er að ræða nýtt svið innan flugfélagsins og verður Sigurður Örn hluti af framkvæmdastjórn flugfélagsins sem nú telur átta manns, einum fleiri en í yfirstjórn Icelandair. Í tilkynningu segir að Sigurður Örn muni hafa það hlutverk að leiða frekari þróun þvert …

Lufthansa-flugsamsteypan tilkynnti í dag að flugferðum til Amman í Jórdaníu, Erbil í Kúrdahéruðum Íraks og Tel Aviv í Ísrael yrði frestað til þriðjudags og ekki yrði flogið til Beirút í Líbanon og Teheran í Íran a.m.k. til fimmtudags vegna stríðsógnarinnar og hernaðaraðgerða í Mið-Austurlöndum. Á flugvellinum í Amman í Jórdaníu - MYND: Unsplash/Cila Photography Reuters-fréttastofan …

Hjá Könglum er rík áhersla lögð á að nýta afurðir úr nærumhverfinu, hvort sem það eru jurtir, afgangar eða aukaafurðir bruggunarferlisins. Sjálfbær hugsun og skynsöm nýting náttúrunnar er auk þess í farabroddi þar sem aldrei er tekið meira en náttúran hefur að gefa, svo hún geti tekið við sér aftur eftir uppskeruna. Heitið Könglar varð …

Árið 2001 starfaði Khaled Hosseini sem heimilislæknir en stundaði bókaskrif í frístundum sínum. Hann vaknaði á hverjum morgni klukkan 4:30 og sat við eldhúsborðið yfir bókaskrifum fyrstu þrjár morgunstundirnar. Síðan fór hann í sturtu, klæddi sig og keyrði á læknastofuna til að meðhöndla sjúklinga sína. En sjálfur segir höfundurinn að allan þann tíma sem hann …