Samfélagsmiðlar

Lítið gagn í fresti á opinberum gjöldum ef staðan heldur áfram að versna

Hallgrímur Lárusson hjá Snæland-Grímsson segist finna minna fyrir þeirri fækkun bandarískra ferðamanna sem nú er í kortunum en mörg önnur ferðaþjónustufyrirtæki. Hann telur útspil ráðamanna í gær ekki ganga nógu langt til að aðstoða fyrirtækin í krísunni sem kórónaveiran hefur valdið.

Hallgrímur Lárusson hjá Snæland-Grímsson.

„Það sjá það allir að það er ekkert í kortunum sem bætir stöðu fyrirtækjanna á næstu fjórum vikum. Ástandið á frekar eftir að versna ef við horfum raunhæft á stöðuna eins og hún er núna,“ segir Hallgrímur Lárusson, framkvæmdastjóri ferðaþjónustufyrirtækisins Snæland-Grímsson, um tillögur ríkisstjórnarinnar um mánaðar greiðslufrest á tryggingagjaldi og opinberum gjöldum. Þarna telur hann að ekki sé gengið nógu langt og segist ekki sjá hvernig fyrirtæki eigi að vera betur í stakk búin að borga þessi opinberu gjöld um miðjan næsta mánuð í staðinn fyrir núna á mánudaginn.

Ástandið vegna kórónaveirunnar kom fyrst niður á fjölda ferðamanna frá Kína og fækkaði komum þeirra um 41 prósent í febrúar samkvæmt talningu Ferðamálastofu. „Við höfum ekki séð Kínverja hér síðan í febrúar og eftir að kórónaveiran barst til Evrópu þá hefur dregið mjög úr komum ferðamanna frá öðrum Asíulöndum,” segir Hallgrímur. „Bandaríkin eru ekki okkar aðal markaðssvæði, þannig að við finnum ekki eins mikið fyrir þeirri afbókunarhrinu sem hefur komið þaðan og margir aðrir. Viðskiptavinir okkar koma frá hinum ýmsu þjóðum sem er mikill kostur í stöðunni,” bætir hann við.

Hallgrímur segir að síðustu daga hafi verið töluvert um fyrirspurnir varðandi mögulegar breytingar bókunum en núna eru hópar aftur á móti farnir að afpanta ferðir til næstu átta til tíu vikna. „Sumarið lítur ágætlega út, að minnsta kosti ennþá.

Snæland-Grímsson á sér 75 ára sögu og Hallgrímur hefur sjálfur verið lengi í greininni. Aðspurður um muninn á núverandi krísu og efnahagshruninu 2008 þá segir hann að ferðaþjónustufyrirtækin í dag séu ekki eins sveigjanleg og þá. „Fyrirtækin hafa stækkað í takt við hinn mikla vöxt í greininni. Hjá okkur er rútuflotinn til að mynda mun stærri og starfsfólki hefur fjölgað.”

Fyrirtækið hefur nýlokið að taka á móti hópum bresku ferðaskrifstofunnar Thomson/TUI sem stendur árlega fyrir nokkrum ferðum hingað frá Bretlandi í byrjun árs. „Það var heppilegt eftir allt saman að Thomson fækkaði ferðunum hingað í ár og sú síðasta var því í lok febrúar. Áður hefur þetta náð fram í enda mars og ef það hefði verið staðan núna þá hefði sennilega þurft að gera töluverðar breytingar.”

Varðandi mögulegar aðgerðir vegna stöðunnar sem nú er kominn upp svarar Hallgrímur því til að pakka verði í vörn. „Nú skoðum við allan kostnað en við viljum ekki missa frá okkur fólk og munum gera allt til að komast hjá uppsögnum.“

Nýtt efni

Sauðfjársetrið var stofnað árið 2002 af heimamönnum og hefur vaxið og dafnað í þeirra umsjá allar götur síðan. Nýverið hlaut það tilnefningu til Íslensku safnaverðlaunanna fyrir samfélagslegra nálgun í safnastarfi. Í umsögn með tilnefningunni segir meðal annars að hér sé um að ræða mikilvæga og öfluga menningarstofnun sem hafi gríðarmikið gildi fyrir samfélagið á Ströndum. …

Unnið er að því á flugvellinum í Nice á Côte d´Azur að rafvæða alla starfsemi hans með 4 milljóna evra fjárstuðningi frá Evrópusambandinu. Er verkefnið liður í loftslagsstefnu sambandsins. Allar flugvélar í stæði eiga að fá aðgang að raforku sem unnin er með endurnýjanlegum hætti. Settar verða upp um 70 tengistöðvar í þessu skyni. Á …

Nýja-Sjáland var á meðal þeirra ríkja sem fylgdu hörðustu lokunarstefnunni á meðan Covid-19 geisaði. Nú vilja stjórnvöld þar blása meira lífi í ferðaþjónustu á landinu og helst utan vinsælasta tímans sem er nýsjálenska sumarið - frá desemberbyrjun til febrúarloka, þegar dagarnir eru langir og sólríkir og nætur mildar.  Ferðaþjónusta er einn helsti atvinnuvegur Nýja Sjálands …

Talsmenn þýsku sambandsstjórnarinnar staðfestu í dag að hún væri að leita lausnar á viðskiptadeilu Evrópusambandsins og Kína. Það fæli væntanlega í sér að boðuð hækkun verndartolla um allt að 38,1 prósent nái fram að ganga. Það er ekki umhyggja fyrir kínverskum hagsmunum sem ræður afstöðu þýskra stjórnvalda heldur vilja þau vernda hagsmuni stórfyrirtækja í eigin …

Schiphol-flugvöllur við Amsterdam er meðal fjölförnustu flugvalla Evrópu og hefur umferðin um hann lengi verið umdeild meðal íbúa. Umfangi flugvallarins, hávaða frá honum og mengun, hefur ítrekað verið mótmælt og brugðist hefur verið við með því að setja takmarkanir á þjónustutíma og fjölda véla sem um hann fara. Schiphol er þó og verður áfram ein …

Verulega hefur dregið úr magni ósoneyðandi gastegunda í andrúmsloftinu og þykir núna nokkuð ljóst, samkvæmt nýrri rannsókn, að hið alþjóðlega átak um að bjarga ósonlaginu hafi tekist framar vonum.  Margir sem komnir eru á miðjan aldur muna eftir brúnaþungum sjónvarpsfréttamönnum segja frá válegum tíðindum af ósonlaginu á níunda og tíunda áratugnum, inni á milli lagstúfa …

Á meðan franskir og spænskir bílaframleiðendur þrýstu á um að Evrópusambandið brygðist hart við meintum óðeðlilega miklum ríkisstuðningi Kínverja við rafbílaframleiðslu sína og hækkuðu verndartolla vöruðu þýskir keppinautar þeirra við því að slegið gæti í bakseglin: Gríðarlega mikilvægur markaður í Kína gæti lokast að verulegu leyti. Um þriðjungur af sölutekjum Mercedes Benz, BMW og Volkswagen …

Óhætt er að segja að það kosti Hlyn Guðjónsson, sendiherra Íslands í Ottawa, mikil ferðalög að sinna íslenskum hagsmunum í Kanada, sem er næst víðfeðmasta land heimsins. Sendiráð Íslands er hinsvegar lítið, starfsmenn aðeins þrír - Hlynur og tveir staðarráðnir. Nýlega var Hlynur staddur í Halifax, höfuðborg Nova Scotia. Það tekur um tvo tíma að …