Samfélagsmiðlar

Lítið gagn í fresti á opinberum gjöldum ef staðan heldur áfram að versna

Hallgrímur Lárusson hjá Snæland-Grímsson segist finna minna fyrir þeirri fækkun bandarískra ferðamanna sem nú er í kortunum en mörg önnur ferðaþjónustufyrirtæki. Hann telur útspil ráðamanna í gær ekki ganga nógu langt til að aðstoða fyrirtækin í krísunni sem kórónaveiran hefur valdið.

Hallgrímur Lárusson hjá Snæland-Grímsson.

„Það sjá það allir að það er ekkert í kortunum sem bætir stöðu fyrirtækjanna á næstu fjórum vikum. Ástandið á frekar eftir að versna ef við horfum raunhæft á stöðuna eins og hún er núna,“ segir Hallgrímur Lárusson, framkvæmdastjóri ferðaþjónustufyrirtækisins Snæland-Grímsson, um tillögur ríkisstjórnarinnar um mánaðar greiðslufrest á tryggingagjaldi og opinberum gjöldum. Þarna telur hann að ekki sé gengið nógu langt og segist ekki sjá hvernig fyrirtæki eigi að vera betur í stakk búin að borga þessi opinberu gjöld um miðjan næsta mánuð í staðinn fyrir núna á mánudaginn.

Ástandið vegna kórónaveirunnar kom fyrst niður á fjölda ferðamanna frá Kína og fækkaði komum þeirra um 41 prósent í febrúar samkvæmt talningu Ferðamálastofu. „Við höfum ekki séð Kínverja hér síðan í febrúar og eftir að kórónaveiran barst til Evrópu þá hefur dregið mjög úr komum ferðamanna frá öðrum Asíulöndum,” segir Hallgrímur. „Bandaríkin eru ekki okkar aðal markaðssvæði, þannig að við finnum ekki eins mikið fyrir þeirri afbókunarhrinu sem hefur komið þaðan og margir aðrir. Viðskiptavinir okkar koma frá hinum ýmsu þjóðum sem er mikill kostur í stöðunni,” bætir hann við.

Hallgrímur segir að síðustu daga hafi verið töluvert um fyrirspurnir varðandi mögulegar breytingar bókunum en núna eru hópar aftur á móti farnir að afpanta ferðir til næstu átta til tíu vikna. „Sumarið lítur ágætlega út, að minnsta kosti ennþá.

Snæland-Grímsson á sér 75 ára sögu og Hallgrímur hefur sjálfur verið lengi í greininni. Aðspurður um muninn á núverandi krísu og efnahagshruninu 2008 þá segir hann að ferðaþjónustufyrirtækin í dag séu ekki eins sveigjanleg og þá. „Fyrirtækin hafa stækkað í takt við hinn mikla vöxt í greininni. Hjá okkur er rútuflotinn til að mynda mun stærri og starfsfólki hefur fjölgað.”

Fyrirtækið hefur nýlokið að taka á móti hópum bresku ferðaskrifstofunnar Thomson/TUI sem stendur árlega fyrir nokkrum ferðum hingað frá Bretlandi í byrjun árs. „Það var heppilegt eftir allt saman að Thomson fækkaði ferðunum hingað í ár og sú síðasta var því í lok febrúar. Áður hefur þetta náð fram í enda mars og ef það hefði verið staðan núna þá hefði sennilega þurft að gera töluverðar breytingar.”

Varðandi mögulegar aðgerðir vegna stöðunnar sem nú er kominn upp svarar Hallgrímur því til að pakka verði í vörn. „Nú skoðum við allan kostnað en við viljum ekki missa frá okkur fólk og munum gera allt til að komast hjá uppsögnum.“

Nýtt efni

Í febrúar léku þýsku fótboltaliðin Hansa Rostock og Hamburger Sport Verein (HSV) á heimavelli Hansa í Rostock. Bæði liðin eru gömul stórveldi á fótboltavellinum en eru nú í nokkrum öldudal og leika í annarri deild þýska fótboltans. Leikurinn endaði 2-2 sem voru auðvitað töluverð vonbrigði fyrir lið Hamborgar því þeir keppast við að komast aftur …

Útgerðir skemmtiferðaskipa virðast bjartsýnar um að fólk sæki mjög í siglingar á árinu. Ferðaþorstanum eftir innilokun Covid 19-áranna hafi ekki enn verið svalað. Þá kjósi margir, sem á annað borð hafa efni á því, verja fleiri ferðadögum á friðsælu floti um heimsins höf fremur en að olnboga sig í gegnum manngrúa borga og vinsælla ferðamannastaða. …

Það voru keyptar 390 þúsund gistinætur á íslenskum gististöðum í janúar eða 13 prósentum færri en í janúar í fyrra. Næturnar núna voru álíka margar og í janúar 2019 en það var í mars það ár sem rekstur Wow Air stöðvaðist. Gisitnóttum útlendinga á skráðum gististöðum, stór hluti heimagistingarinnar fellur þar ekki undir, fækkaði um …

Lilja Dögg Alfreðsdóttir

Vinna við aðgerðaáætlun í tengslum við ferðamálastefnu Íslands til ársins 2030 er langt komin. Birt hafa verið í Samráðsgátt drög að tillögu til þingsályktunar og óskað umsagna. Það kemur síðan í hlut Alþingis að vinna úr tillögum sem orðið hafa til í víðtæku samráði hagaðila í ferðaþjónustu - og ákveða síðan hvert skal stefna. Þær …

Þjóðarflugfélög Frakka og Hollendinga mynda samsteypuna Air France-KLM Group og hagnaðist fyrirtækið um 934 milljónir evra á nýliðnu ári. Sú upphæð jafngildir 140 milljörðum króna. Aldrei áður hefur þessi fransk-hollenska samsteypa skilað svona miklum hagnaði að því fram kemur í tilkynningu nú í morgun í tilefni af birtingu uppgjörsins. Þar kemur fram að stríðið á …

Karólínska háskólasjúkrahúsið í Stokkhólmi er það sjöunda besta í heimi samkvæmt árlegum lista bandaríska tímaritsins Newsweek. Þetta er fimmta árið í röð sem Karólínska er á lista yfir þau 10 bestu en Björn Zoëga hefur verið forstjóri sjúkrahússins öll þau ár. Björn sagði stöðunni upp nú í ársbyrjun og lætur af störfum í næstu viku. …

Þetta eru ískyggilegar fréttir fyrir Íslendinga og aðrar þjóðir landanna sem liggja að Norður-Atlantshafi. Það er hluti af kjarngóðu og upplýstu uppeldi allra landsmanna að heyra um mikilvægi Golfstraumsins - helst snemma í frumbernsku, og landsmenn eru minntir á mikilvægi hans reglulega út æviskeiðið. Golfstraumurinn liggur frá Karíbahafinu og hingað norður eftir og gerir það …

Lestarferð á fjölförnustu viðskiptaferðaleiðum Bretlands losar innan við helming af því CO2 sem jafn löng ferð með rafbíl gerir, samkvæmt útreikningum sem The Rail Delivery Group, hagsmunasamtök lestarfélaga þar í landi, hafa reiknað út og sagt er frá í The Guardian. Þar sem um er að ræða vistvænstu lestirnar, sem einungis ganga fyrir rafmagni, þá …