Samfélagsmiðlar

Bóka hótelgistingu í heimalandinu

Það er örlítið ljós í myrkrinu að nú bóka Norðmenn sjálfir fleiri hótelgistingar þar í landi. Ákall ráðamanna og verðlækkanir vega þar þungt.

Það eru vafalítið einhverjir Norðmenn að velta fyrir sér ferð til Bergen. Þetta verk Ragnar Kjartanssonar er það fyrsta sem blasir við fólki þegar gengið eru út úr flugstöð borgarinnar.

Nú um páskana setti umsvifamesta hótelkeðja Noregs, Nordic Choice hotels, í loftið sína árlegu sumarherferð. Að þessu sinni er verðið á gistingunni hagstæðara en oft áður því þeir sem ganga núna frá bókun fyrir sumarið fá þrjátíu prósent afslátt. Ástæðan fyrir þessum kostakjörum er auðvitað sú krísa sem nú ríkir í ferðaþjónustu vegna útbreiðslu Covid-19 kórónaveirunnar.

Og það er skemmst frá því að segja að tilboðið hefur fallið í kramið því fyrstu daga herferðarinnar hafa sex þúsund hótelherbergi verið bókuð samkvæmt frétt Dagens Næringsliv. Það eru um þriðjungi fleiri pantanir en bárust á sama tíma í fyrra. Framkvæmdastjóri Nordic Choice telur þetta til marks um að fleiri Norðmenn ætli sér að ferðast innanlands í sumar og það séu jákvæð tíðindi á þessum erfiðu tímum. Hann undirstrikar þó að það sé langt frá því að heimamarkaðurinn nái að fylla upp í það gat sem útlit er fyrir að erlendir hótelgestir skilji eftir sig á norska markaðnum í sumar.

Hjá hótelkeðjunni Classic Norway er líka hægt að bóka gistingu í dag með vænum afslætti. Til dæmis kosta tvær nætur í tveggja manna herbergi, með þriggja rétta kvöldverð, 990 norskar krónur eða um 13.500 íslenskar. Framkvæmdastjóri Classic Norway segir að fyrirtækið þéni ekkert á svona tilboðum en nú þegar hafa um ellefu hundruð bókanir borist fyrir sumarið. Hann tekur þó fram að áhugi Norðmanna á ferðalögum innanlands er greinilega mikill því fjöldi heimsókna á heimasíðu hótelkeðjunnar margfaldaðist eftir að Bent Høie, heilbrigðisráðherra Noregs, tók undir tilmæli Ursula von der Leyen, forseta framkvæmdastjórarnar ESB, um að Evrópubúar myndi sleppa utanlandsferðum í sumar.

Eigendur minni hótela eru þó ekki ekki allir ánægðir með þessi tilboð frá keðjunum. „Við verðum að halda í verðskrána til að koma okkur í gegnum þennan storm. Ég skil þó vel að þeir sem eru komnir út í horn finni fyrir pressu og selji sig ódýrt. Mér þykir það hins vegar slæmt að þeir sterkastu í geiranum ríði á vaðið,“ segir eigandi Hotel Walaker sem er elsta gistihús Noregs. Saga þess nær aftur til ársins 1640 og núverandi hótelstjóri er af níundu kynslóð Walaker ættarinnar sem stýrir hótelinu. Þar þekkja þau því alls kyns sveiflur í rekstri.


Viltu styðja Túrista?

Nú þegar virkilega á reynir þá stendur Túristi vaktina frá morgni til kvölds. Ef þú ert einn þeirra lesenda sem finnst gagn í skrifum Túrista þá væri ómetanlegt ef þú myndir leggja útgáfunni lið. Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar.

Nýtt efni

Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur lækkað um helming síðastliðna 12 mánuði og þar af um nærri fjórðung frá áramótum. Fyrir helgi fór gengið niður í 1,03 kr. og markaðsvirði félagsins er núna 42,3 milljarðar. Eftir heimsfaraldur hefur það hæst farið upp í 95 milljarða króna en það var í júlí síðastliðnum. Á síðasta áratug náðu …

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …