Samfélagsmiðlar

Flugfélög í ennþá verri málum

Verri efnahagshorfur og lengri ferðatakmarkanir eru helstu ástæður þess að sérfræðingar alþjóðasamtaka flugfélaga eru svartsýnni á stöðu mála í dag en þeir voru í lok síðasta mánaðar.

Tekjur flugfélaga munu dragast saman um 55 prósent í ár og það er viðbúið að batinn vegna kórónaveirukrísunnar verði hægari en áður var gert ráð fyrir. Þetta er mat sérfræðinga IATA, alþjóðasamtaka flugfélaga, sem birtu nýja greiningu á stöðu mála í fluggeiranum í gær. Spáin er mun dekkri en sú sem samtökin gáfu út fyrir tæpum þremur vikum þegar tekjutap flugfélaganna var áætlað á 44 prósent.

Megin ástæður aukinnar svartsýni eru þær að nú er útlit fyrir að ferðatakmarkanir muni vara í lengri tíma en áður var talið. Á sama tíma hafa horfur flugrekstrar í Afríku og Mið-Ameríku einnig versnað og hagvísar eru á niðurleið sem leiðir til minnkandi eftirspurnar eftir ferðalögum.

Alexandre de Juniac, framkvæmdastjóri IATA, segir umfang krísunnar vera orðið það mikið að nú sé ekki lengur hægt að búast við snöggum bata heldur muni það taka lengri tíma að komast aftur á sama stað og áður. Hann skorar því á stjórnvöld að grípa til séraðgerða til að koma flugfélögum til aðstoðar enda séu mörg störf í húfi. Meðal þeirra leiða sem IATA kallar eftir er beinn fjárhagslegur stuðningur við flugfélög til að vega upp á móti tekjutapinu. Lánafyrirgreiðslur eru annar kostur í stöðunni og síðan undanþágur frá opinberum gjöldum.

Í því samhengi má nefna að bandarísk stjórnvöld og tíu stærstu flugfélögin þar í landi gerðu með sér samkomulag í gær um stuðning þess opinbera við félögin. Hið opinbera mun veita flugfélögunum beinan fjárhagsstyrk upp á 70 prósent af þeirri upphæð sem stjórnendur þeirra telja sig þurfa en afgangurinn af upphæðinni kemur í formi lána. Í staðinn fær bandaríska ríkið veð í hlutabréfum félaganna en sá hlutur getur þó ekki farið yfir þrjú prósent af útgefnum hlutafé í hverju félagi fyrir sig. Samkomulagið gerir líka ráð fyrir að flugfélögin geti ekki sagt upp starfsfólki til og með 30. september næstkomandi.


Viltu styðja Túrista?

Nú þegar virkilega á reynir þá stendur Túristi vaktina frá morgni til kvölds. Ef þú ert einn þeirra lesenda sem finnst gagn í skrifum Túrista þá væri ómetanlegt ef þú myndir leggja útgáfunni lið. Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar.

Nýtt efni

Næring forfeðra okkar á oftar en ekki fyllilega erindi við nútímamanninn. Sum þeirra matvæla sem nú er hent var hreinlega slegist um áður fyrr. Með vaxandi hraða þjóðfélagsins og breyttri menningu hefur heilsusamlegt hráefni eins og innmatur, dýrafitur, bein og mergur orðið að hliðarafurð sem fer til spillis. Þessi sóun hefur í för með sér …

Gistinætur Breta á norðlenskum hótelum í janúar voru 422 talsins sem er rétt um tíund af því sem var í janúar árin 2018 og 2019 þegar breska ferðaskrifstofan Super Break bauð upp á pakkaferðir til Akureyrar frá nokkrum breskum flugvöllum. Tilkoma áætlunarflugs Easyjet frá London til Akureyrar hefur því ennþá miklu minni áhrif á gistigeirann …

Stærstu hluthafar Play skuldbindu sig til að leggja flugfélaginu til 2,6 milljarða króna í nýtt hlutafé í byrjun síðustu viku en með þeim skilyrðum að hlutafjárútboðið myndi nema samtals fjórum milljörðum króna. Nú hefur félagið tryggt sér þá 1,4 milljarða sem upp á vantaði. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að þessi hlutafjáraukning sé …

Í febrúar léku þýsku fótboltaliðin Hansa Rostock og Hamburger Sport Verein (HSV) á heimavelli Hansa í Rostock. Bæði liðin eru gömul stórveldi á fótboltavellinum en eru nú í nokkrum öldudal og leika í annarri deild þýska fótboltans. Leikurinn endaði 2-2 sem voru auðvitað töluverð vonbrigði fyrir lið Hamborgar því þeir keppast við að komast aftur …

Útgerðir skemmtiferðaskipa virðast bjartsýnar um að fólk sæki mjög í siglingar á árinu. Ferðaþorstanum eftir innilokun Covid 19-áranna hafi ekki enn verið svalað. Þá kjósi margir, sem á annað borð hafa efni á því, verja fleiri ferðadögum á friðsælu floti um heimsins höf fremur en að olnboga sig í gegnum manngrúa borga og vinsælla ferðamannastaða. …

Það voru keyptar 390 þúsund gistinætur á íslenskum gististöðum í janúar eða 13 prósentum færri en í janúar í fyrra. Næturnar núna voru álíka margar og í janúar 2019 en það var í mars það ár sem rekstur Wow Air stöðvaðist. Gisitnóttum útlendinga á skráðum gististöðum, stór hluti heimagistingarinnar fellur þar ekki undir, fækkaði um …

Lilja Dögg Alfreðsdóttir

Vinna við aðgerðaáætlun í tengslum við ferðamálastefnu Íslands til ársins 2030 er langt komin. Birt hafa verið í Samráðsgátt drög að tillögu til þingsályktunar og óskað umsagna. Það kemur síðan í hlut Alþingis að vinna úr tillögum sem orðið hafa til í víðtæku samráði hagaðila í ferðaþjónustu - og ákveða síðan hvert skal stefna. Þær …

Þjóðarflugfélög Frakka og Hollendinga mynda samsteypuna Air France-KLM Group og hagnaðist fyrirtækið um 934 milljónir evra á nýliðnu ári. Sú upphæð jafngildir 140 milljörðum króna. Aldrei áður hefur þessi fransk-hollenska samsteypa skilað svona miklum hagnaði að því fram kemur í tilkynningu nú í morgun í tilefni af birtingu uppgjörsins. Þar kemur fram að stríðið á …