Samfélagsmiðlar

Opna Ferðalandið

Ný sölusíða fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki sem vilja ná til íbúa hér á landi hefur verið opnuð. Þar greiða seljendur enga þóknun og vonast aðstandendur verkefnisins til þess þar með megi bjóða þeim lægra verð sem ætla að ferðast innanlands.

Einar Þór Gústafsson, forstjóri Getlocal sem einnig stendur að baki Ferðalandinu.

„Tilgangurinn er að hvetja Íslendinga og aðra sem eru búsettir á Íslandi að ferðast innanlands í sumar og nýta sér þá fjölbreyttu og áhugaverðu ferðaþjónustu sem er í boði um land allt á góðum kjörum. Við teljum að flestir Íslendingar átti sig hreinlega ekki á því hvað sé í boði og viljum við því safna saman upplifunum á miðlægan stað og gera fólki kleift að ganga frá bókun og greiðslu beint til birgja. Vonandi tekst okkur með þessu að láta hjólin halda áfram að snúast,“ segir Einar Gústafsson, forstjóri og einn stofnenda Getlocal, sem stendur að Ferðalandinu Ísland, nýjum ferðaþjónustuvef.

Aðspurður um hvað fyrirtæki þurfi að gera til að vera með í þá segir Einar mikilvægt allar upplýsingar séu á íslensku. „Ætlunin er að hafa uppsetningu eins einfalda og hægt er. Flest fyrirtæki í ferðum og afþreyingu eru nú þegar að nota Bókun og ættu því að vera með allt sem til þarf. Við erum hisnvegar enn að skoða lausnir fyrir gististaði. Við höfum það að leiðarljósi að upplýsingar um þjónustuna sé á íslensku og í sumum tilfellum aðlagaðar að íslenskum markaði,“ svarar Einar.

Hann hvetur einnig fyrirtæki til að bjóða eins lágt verð og mögulegt er, sérstaklega í ljósi þess að þau þurfa ekki að greiða söluþóknun né annan kostnað fyrir að vera með í Ferðalandinu. „Með því mætti jafnvel lækka verðið um 20 prósent eða meira enda er skemmtilegra að geta boðið sem flestum að nýta sér þessa þjónustu. Margir hafa minna á milli handanna núna en eru að huga að ferðalagi um Ísland og því getur verðið skipt máli.“

Greiðslur fyrir það sem bókað er á Ferðalandinu fara beint í gegnum greiðslugátt fyrirtækjanna sjálfra og milliliðum sem jafnvel halda eftir greiðslum er því sleppt. Einnig standa vonir til að fólk geti greitt með ferðaávísuninni sem stjórnvöld ætla að senda öllum landsmönnum 18 ára og eldri. Einar ítrekar þó á að útfærslan á ferðaávísuninni sé ennþá í vinnslu og endanleg leið liggi ekki fyrir.

Ferðalandið byggir á tæknilausn Getlocal sem gerir fyrirtækinu kleift að standa að þessu verkefni án þess að fara fram á nokkra þóknun. Ástæðan er sú að vefsölukerfi Getlocal fyrir ferðaþjónustufyrirtæki nýtir beintengingu við Bókun og önnur sambærileg kerfi.

„Uppsetning á nýjum vef tekur mjög skamma stund fyrir okkur og það er nánast enginn beinn kostnaður af þessum vef þar sem birgjar stjórna vörum og vörulýsingum sjálfir. Því rekur þetta sig að miklu leyti sjálft. Von okkar er sú að geta hjálpað ferðaþjónustufyrirtækjum að komast í gegnum þennan öldudal með því að ná til íslenskra ferðamanna. Vonandi getum við einnig hjálpað fyrirtækjunum að undirbúa sig fyrir það að markaðir opnist aftur með því að setja upp öflug vefsvæði með litlum tilkostnaði byggðum á okkar tækni og þekkingu,“ segir Einar að lokum.

Hér geta ferðaþjónustufyrirtæki skráð þátttöku í Ferðalandinu.


Viltu styðja Túrista?

Nú þegar virkilega á reynir þá stendur Túristi vaktina frá morgni til kvölds. Ef þú ert einn þeirra lesenda sem finnst gagn í skrifum Túrista þá væri ómetanlegt ef þú myndir leggja útgáfunni lið. Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar.

Nýtt efni

Það voru þrjú norræn alþjóðaflugfélög sem hófu flugrekstur í Covid-faraldrinum. Hér á landi var það Play en Flyr og Norse í Noregi. Öll þrjú leigðu árið 2021 þotur á lægra verði en áður hafði þekkst og efndu til hlutafjárútboða meðal fagfjárfesta og almennings. Í byrjun síðasta árs varð Flyr gjaldþrota en rekstur þess byggði á …

Ein árangursríkasta loftslagsaðgerð síðari ára á Íslandi er líklega sú að banna urðun lífræns úrgangs. Þetta bann tók gildi í upphafi árs 2023 og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Smám saman hafa jákvæðar tölur verið að berast, sem gefa tilefni til bjartsýni. Það er semsagt hægt að ná árangri í loftslagsmálum, þótt margir …

Barselóna er ein vinsælasta ferðamannaborg Evrópu en óþol íbúa vegna ágangsins hefur farið vaxandi á síðustu árum - ekki síst vegna húsnæðisvanda ungs fólks sem ekki getur keppt við ferðaþjónustuna í leiguverði. Fyrri borgaryfirvöld hættu útgáfu nýrra leyfa til útleigu og lokað mörgum ferðamannaíbúðum en nú eru í farvatninu enn meiri breytingar. Airbnb og öðrum …

Í Svíþjóð kalla sumarsólstöður, eða Midsommar, á mikil hátíðarhöld þar sem síld og snaps hafa lengstum verið í aðalhlutverki. Sölutölur sænskra kaupmanna sýna þó að vinsældir síldarinnar dala ár frá ári og nú er svo komið að salan hefur helmingast frá árinu 2008. Frá þessu greinir Sænska ríkisútvarpið. Skýringin á þessari þróun liggur í bragðlaukum …

Ferðahópur á Þingvöllum

Alþingi hefur samþykkt tillögu til þingsályktunar, sem ferðamálaráðherra lagði fram í apríl, um ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun til 2030. Öðlast þingsályktunin þegar gildi en mótun stefnunar var sett á ís þegar Covid-faraldurinn hófst en þráðurinn var tekinn upp að nýju í fyrra. Þá skipaði ráðherra ferðamála, Lilja Alfreðsdóttir, sjö starfshópa til að fara í verkið og komu meira …

Ásgeir Baldurs, framkvæmdastjóri Arctic Adventures

Arctic Adventures er eitt stærsta fyrirtæki landsins í ferðaþjónustu og hefur verið að stækka starfssvið sitt, síðast með kaupum á Special Tours, sem sinnir skoðunarferðum á slóðum hvala og lunda, auk þess að reka Hvalasafnið (Whales of Iceland) í Reykjavík.  Ásgeir Baldurs tók við starfi forstjóra Arctic Adventures fyrir rúmu ári, þegar margir bundu vonir við …

Kínversku bílaframleiðendurnir BYD og SAIC, sem er eigandi framleiðslufyrirtækis MG-rafbílana vinsælu, hafa ekki ákveðið enn hvort verð á rafbílum sem seldir verða í Evrópu eftir 4. júlí hækka í verði. Þá tekur gildi umtalsverð hækkun tolla á kínversku rafbílana. Samkvæmt heimildum Reuters verður engin verðbreyting ákveðin fyrir þann tíma. Evrópusambandið ákvað að tollur á MG-bílum …

Gengi hlutabréfa í Norwegian féll í gærdag eftir að greinendur norska bankans DNB færðu niður verðmat sitt á félaginu úr 19 norskum krónum á hlut niður í 17 kr. Hið nýja verðmat var engu að síður 30 prósent yfir markaðsgenginu, 14 norskar kr., en engu að síður féll gengið um tíu prósent í gær og …