Samfélagsmiðlar

Opna Ferðalandið

Ný sölusíða fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki sem vilja ná til íbúa hér á landi hefur verið opnuð. Þar greiða seljendur enga þóknun og vonast aðstandendur verkefnisins til þess þar með megi bjóða þeim lægra verð sem ætla að ferðast innanlands.

Einar Þór Gústafsson, forstjóri Getlocal sem einnig stendur að baki Ferðalandinu.

„Tilgangurinn er að hvetja Íslendinga og aðra sem eru búsettir á Íslandi að ferðast innanlands í sumar og nýta sér þá fjölbreyttu og áhugaverðu ferðaþjónustu sem er í boði um land allt á góðum kjörum. Við teljum að flestir Íslendingar átti sig hreinlega ekki á því hvað sé í boði og viljum við því safna saman upplifunum á miðlægan stað og gera fólki kleift að ganga frá bókun og greiðslu beint til birgja. Vonandi tekst okkur með þessu að láta hjólin halda áfram að snúast,“ segir Einar Gústafsson, forstjóri og einn stofnenda Getlocal, sem stendur að Ferðalandinu Ísland, nýjum ferðaþjónustuvef.

Aðspurður um hvað fyrirtæki þurfi að gera til að vera með í þá segir Einar mikilvægt allar upplýsingar séu á íslensku. „Ætlunin er að hafa uppsetningu eins einfalda og hægt er. Flest fyrirtæki í ferðum og afþreyingu eru nú þegar að nota Bókun og ættu því að vera með allt sem til þarf. Við erum hisnvegar enn að skoða lausnir fyrir gististaði. Við höfum það að leiðarljósi að upplýsingar um þjónustuna sé á íslensku og í sumum tilfellum aðlagaðar að íslenskum markaði,“ svarar Einar.

Hann hvetur einnig fyrirtæki til að bjóða eins lágt verð og mögulegt er, sérstaklega í ljósi þess að þau þurfa ekki að greiða söluþóknun né annan kostnað fyrir að vera með í Ferðalandinu. „Með því mætti jafnvel lækka verðið um 20 prósent eða meira enda er skemmtilegra að geta boðið sem flestum að nýta sér þessa þjónustu. Margir hafa minna á milli handanna núna en eru að huga að ferðalagi um Ísland og því getur verðið skipt máli.“

Greiðslur fyrir það sem bókað er á Ferðalandinu fara beint í gegnum greiðslugátt fyrirtækjanna sjálfra og milliliðum sem jafnvel halda eftir greiðslum er því sleppt. Einnig standa vonir til að fólk geti greitt með ferðaávísuninni sem stjórnvöld ætla að senda öllum landsmönnum 18 ára og eldri. Einar ítrekar þó á að útfærslan á ferðaávísuninni sé ennþá í vinnslu og endanleg leið liggi ekki fyrir.

Ferðalandið byggir á tæknilausn Getlocal sem gerir fyrirtækinu kleift að standa að þessu verkefni án þess að fara fram á nokkra þóknun. Ástæðan er sú að vefsölukerfi Getlocal fyrir ferðaþjónustufyrirtæki nýtir beintengingu við Bókun og önnur sambærileg kerfi.

„Uppsetning á nýjum vef tekur mjög skamma stund fyrir okkur og það er nánast enginn beinn kostnaður af þessum vef þar sem birgjar stjórna vörum og vörulýsingum sjálfir. Því rekur þetta sig að miklu leyti sjálft. Von okkar er sú að geta hjálpað ferðaþjónustufyrirtækjum að komast í gegnum þennan öldudal með því að ná til íslenskra ferðamanna. Vonandi getum við einnig hjálpað fyrirtækjunum að undirbúa sig fyrir það að markaðir opnist aftur með því að setja upp öflug vefsvæði með litlum tilkostnaði byggðum á okkar tækni og þekkingu,“ segir Einar að lokum.

Hér geta ferðaþjónustufyrirtæki skráð þátttöku í Ferðalandinu.


Viltu styðja Túrista?

Nú þegar virkilega á reynir þá stendur Túristi vaktina frá morgni til kvölds. Ef þú ert einn þeirra lesenda sem finnst gagn í skrifum Túrista þá væri ómetanlegt ef þú myndir leggja útgáfunni lið. Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar.

Nýtt efni

Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur lækkað um helming síðastliðna 12 mánuði og þar af um nærri fjórðung frá áramótum. Fyrir helgi fór gengið niður í 1,03 kr. og markaðsvirði félagsins er núna 42,3 milljarðar. Eftir heimsfaraldur hefur það hæst farið upp í 95 milljarða króna en það var í júlí síðastliðnum. Á síðasta áratug náðu …

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …