Samfélagsmiðlar

Forstjóri Ryanair bjartsýnn á framhaldið

Flugfélög víða um heim búa sig undir takmarkaðan áhuga á ferðalögum í töluverðan tíma eftir að landamæri opnast á ný. Forstjóri stærsta lágfargjaldaflugfélags Evrópu er á annarri skoðun.

Um leið og ferðaviðvaranir verða felldar úr gildi þá mun fólk flykkjast til útlanda á ný. Þetta er mat Michael O´Leary, forstjóra Ryanair, sem   skrifar þessi miklu eftirspurn á sérstaklega lág fargjöld. „Þegar ástandið er liðið hjá þá verða gríðarlegir afslættir í boði og þar með aukast ferðalög hratt á ný yfir ákveðið tímabil,“ segir O´Leary við Reuters.

Írski forstjórinn bætir því við að hann telji að farmiðaverðið verði lágt alla vega fram á næsta ár. Almennt hallast greinendur í fluggeiranum þó að því að verðþróunin verði heldur á hinn veginn eftir að kórónaveirukrísan er yfirstaðin. Það mat byggir á minnkandi sætaframboði, versnandi efnahagsástandi og lítilli ferðagleði.

Ein skýring á því að O´Leary er bjartsýnni en kollegar hans er kannski sú að Ryanair flýgur nærri eingöngu milli evrópskra áfangastaða. Og  það eru einmitt ferðalög innanlands og innan heimsálfa sem almennt er gert ráð fyrir að dragist minna saman en reisur milli fjarlægra landa.

Það ber þó að taka spágáfu O’Leary með fyrirvara því í byrjun mars reiknaði hann ekki með að kórónaveiran hefði mikil áhrif og taldi að fólk færi fljótlega á ný að bóka flugmiða. Sú spá gekk heldur betur ekki eftir því Ryanair lagði flugflota sínum stuttu síðar og gerir ekki ráð fyrir ferðum fyrr en í næsta mánuði.

 

 

 

Nýtt efni

Í febrúar léku þýsku fótboltaliðin Hansa Rostock og Hamburger Sport Verein (HSV) á heimavelli Hansa í Rostock. Bæði liðin eru gömul stórveldi á fótboltavellinum en eru nú í nokkrum öldudal og leika í annarri deild þýska fótboltans. Leikurinn endaði 2-2 sem voru auðvitað töluverð vonbrigði fyrir lið Hamborgar því þeir keppast við að komast aftur …

Útgerðir skemmtiferðaskipa virðast bjartsýnar um að fólk sæki mjög í siglingar á árinu. Ferðaþorstanum eftir innilokun Covid 19-áranna hafi ekki enn verið svalað. Þá kjósi margir, sem á annað borð hafa efni á því, verja fleiri ferðadögum á friðsælu floti um heimsins höf fremur en að olnboga sig í gegnum manngrúa borga og vinsælla ferðamannastaða. …

Það voru keyptar 390 þúsund gistinætur á íslenskum gististöðum í janúar eða 13 prósentum færri en í janúar í fyrra. Næturnar núna voru álíka margar og í janúar 2019 en það var í mars það ár sem rekstur Wow Air stöðvaðist. Gisitnóttum útlendinga á skráðum gististöðum, stór hluti heimagistingarinnar fellur þar ekki undir, fækkaði um …

Lilja Dögg Alfreðsdóttir

Vinna við aðgerðaáætlun í tengslum við ferðamálastefnu Íslands til ársins 2030 er langt komin. Birt hafa verið í Samráðsgátt drög að tillögu til þingsályktunar og óskað umsagna. Það kemur síðan í hlut Alþingis að vinna úr tillögum sem orðið hafa til í víðtæku samráði hagaðila í ferðaþjónustu - og ákveða síðan hvert skal stefna. Þær …

Þjóðarflugfélög Frakka og Hollendinga mynda samsteypuna Air France-KLM Group og hagnaðist fyrirtækið um 934 milljónir evra á nýliðnu ári. Sú upphæð jafngildir 140 milljörðum króna. Aldrei áður hefur þessi fransk-hollenska samsteypa skilað svona miklum hagnaði að því fram kemur í tilkynningu nú í morgun í tilefni af birtingu uppgjörsins. Þar kemur fram að stríðið á …

Karólínska háskólasjúkrahúsið í Stokkhólmi er það sjöunda besta í heimi samkvæmt árlegum lista bandaríska tímaritsins Newsweek. Þetta er fimmta árið í röð sem Karólínska er á lista yfir þau 10 bestu en Björn Zoëga hefur verið forstjóri sjúkrahússins öll þau ár. Björn sagði stöðunni upp nú í ársbyrjun og lætur af störfum í næstu viku. …

Þetta eru ískyggilegar fréttir fyrir Íslendinga og aðrar þjóðir landanna sem liggja að Norður-Atlantshafi. Það er hluti af kjarngóðu og upplýstu uppeldi allra landsmanna að heyra um mikilvægi Golfstraumsins - helst snemma í frumbernsku, og landsmenn eru minntir á mikilvægi hans reglulega út æviskeiðið. Golfstraumurinn liggur frá Karíbahafinu og hingað norður eftir og gerir það …

Lestarferð á fjölförnustu viðskiptaferðaleiðum Bretlands losar innan við helming af því CO2 sem jafn löng ferð með rafbíl gerir, samkvæmt útreikningum sem The Rail Delivery Group, hagsmunasamtök lestarfélaga þar í landi, hafa reiknað út og sagt er frá í The Guardian. Þar sem um er að ræða vistvænstu lestirnar, sem einungis ganga fyrir rafmagni, þá …