Samfélagsmiðlar

Útspil ríkisstjórnarinnar var bráðnauðsynlegt

Í byrjun vikunnar hvatti Kristrún Frostadóttir, aðalhagfræðingur Kviku banka, stjórnvöld til að styðja við ferðaþjónustufyrirtæki með mun afgerandi hætti en boðað hafði verið. Ríkisstjórnin kynnti svo nýjan aðgerðapakka á miðvikudaginn. Kristrún segir innihald hans vera gott dæmi um beinan fjárstuðning sem margborgi sig og nú sé sjá hvort ríkið ætli að auka stuðninginn enn frekar.

„Það er enginn að tala um ferðaþjónustu í óbreyttri mynd eftir þetta ástand því það er ekki séns að veikburða fyrirtæki standi þetta af sér," segir Kristrún Frostadóttir, aðalhagfræðingur Kviku banka.

Aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar vegna kórónaveirukrísunnar í síðustu viku var gagnrýndur harðlega af forsvarsfólki ferðaþjónustufyrirtækja sem taldi of lítið gert til aðstoðar við greinina. Kristrún Frostadóttir, aðalhagfræðingur Kviku banka, tók undir gagnrýnina, bæði á Sprengisandi og í Kastljósi, og færði rök fyrir því að fjárstyrkir til ferðaþjónustufyrirtækja, í stað lánveitinga, myndu bjarga mörgum frá gjaldþroti nú í lok mánaðar.

Á miðvikudag kynntu ráðamenn svo nýjar aðgerðir sem létta undir með fyrirtækjum sem þurfa að segja upp starfsfólki við núverandi aðstæður. Aðspurð hvort hún telji þetta útspil ríkisstjórnarinnar nægja þá segir Kristrún að hún telji þetta mjög gott dæmi um hvernig beinn fjárstuðningur, á tímum sem þessum, nettast að miklu leyti út hjá ríkinu og margborgar sig þess vegna.

„Mörg fyrirtæki stefndu í vikunni í þrot við það eitt að segja upp starfsfólki þar sem þau höfðu ekki svigrúm til að greiða uppsagnarfrest. Þegar félag fer í þrot og getur ekki greitt slíkan frest fellur það á Ábyrgðasjóð launa og þar með ríkissjóð. Á móti fær sjóðurinn kröfu á félagið, en það er ólíklegt að mikið hefði fengist út úr þeim kröfum. Þetta var þess vegna bráðnauðsynlegt útspil,“ segir Kristrún.

Hún bætir við að nú sé að bíða og sjá hvort ríkið sjái sér hag í því að veita frekari styrki til að styðja við fastan kostnað fyrirtækja sem verða fyrir miklu tekjutapi. Vilji stjórnvalda til þess mun koma í ljós á næstu vikum.

„Slíkir styrkir jafngilda ekki töpuðum pening fyrir ríkið, þvert á móti eins og útspilið í fyrradag sýndi. Þetta fjármagn hringsólar í kerfinu, gerir fyrirtækjum kleift að sinna greiðslum svo sem leigu, fasteignagjöldum til sveitarfélaga og öðrum föstum kostnaði. Stór hluti af þessu fjármagni skattleggur ríkið aftur til sín með einum eða öðrum hætti og á móti smitar vandi fyrirtækja ekki út frá sér um of. Vangoldnar greiðslur í óþarflega miklum mæli geta undið upp á sig enda margir í viðskiptum við þau félög sem eru að verða fyrir miklu tekjutapi í dag. Vissulega er ekki hægt að halda fyrirtækjum á floti að eilífu en spurningin er hvort það sé þess virði að kaupa sér smá tíma.“

Kristrún ítrekar það sem hún hefur áður sagt að svona styrkir eru engin töfralausn. Það verði gjaldþrot í greininni og fyrirtæki þurfi að fara í endurskipulagningu. „Þau sem voru veik fyrir munu eiga erfitt með að halda sér á floti þó svo uppsagnafrestur sé greiddur fyrir þau og eins hluti af föstum kostnaði. En peningunum sem veitt yrði til þeirra myndu ekki tapast. Þeir færu í greiðslu á gjöldum, reikningum og yrðu að hluta til eftir í þrotabúinu. Allt þetta heldur eftirspurn í hagkerfinu gangandi og dregur þar af leiðandi úr tekjutapi ríkisins,“ segir Kristrún.

Hún telur að áhyggjur fólks eiga frekar snúast að því hvort sterku félögin veikist og hvernig eigi að styrkja þau og gera þeim kleift að taka þátt í viðspyrnunni þegar að því kemur.

„Í venjulegri hagsveiflu gerast hlutirnir hægar og þá er meiri tími til að skilja fyrirtæki að. Í núverandi aðstæðum geta mjög heilbrigð félög lent í verulegum vandræðum á skömmum tíma og hættan er að þau fari í þrot á meðan reynt er að skilja sterku félögin frá þeim veiku við veitingu fjármagns,“ bendir Kristrún á.

Samkvæmt nýrri úttekt KPMG og Ferðamálastofu þá var árið 2016 líklega besta rekstrarár í sögu íslenskrar ferðaþjónustu en síðan þá hefur skuldsetning aukist verulega en tekjurnar vaxið minna. Er rétt að mati Kristrúnar að styðja við ferðaþjónustufyrirtæki með frekari aðgerðum þrátt fyrir versnandi stöðu greinarinnar síðustu þrjú ár? „Það er enginn að tala um ferðaþjónustu í óbreyttri mynd eftir þetta ástand því það er ekki séns að veikburða fyrirtæki standi þetta af sér,“ segir Kristrún að lokum.


Viltu styðja Túrista?

Nú þegar virkilega á reynir þá stendur Túristi vaktina frá morgni til kvölds. Ef þú ert einn þeirra lesenda sem finnst gagn í skrifum Túrista þá væri ómetanlegt ef þú myndir leggja útgáfunni lið. Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar.

Nýtt efni

Vorið 2021, stuttu áður en Play fór í loftið í fyrsta sinn, efndi félagið til hlutafjárútboðs þar sem söfnuðust 10 milljarðar króna. Í kjölfarið voru bréfin skráð á First North Growth í Kauphöllinni en um þann markað gilda ekki eins strangar reglur og Aðalmarkað Nasdaq. Í tengslum síðustu hlutafjáraukningu, sem lauk í apríl síðastliðnum, var …

Viðkiptastríð vesturveldanna og Kína heldur áfram að þyngjast því fyrr í dag gaf Evrópusambandið út að 38,1 prósent innflutningstollar yrðu lagðir á kínverska rafbíla frá og með næsta mánuði. Sú hækkun bætist við þann 10 prósent toll sem í dag ríkir á innflutning rafbíla frá Kína til aðildarríkja ESB. Þessi viðbótartollur hefur verið yfirvofandi síðustu …

Það var í júní 2014 sem breska lággjaldaflugfélagið Flybe, sem nú er gjaldþrota, hóf áætlunarflug til Íslands frá Birmingham. Flugleiðin stóð ekki undir væntingum stjórnenda Flyby og var lögð niður eftir níu mánuði. Þá tók Icelandair við keflinu og hélt úti tíðum ferðum milli Íslands og þessarar næstfjölmennustu borgar Bretlands fram í ársbyrjun 2018. Síðan …

Í Bandaríkjunum eru lestarsamgöngur ekki eins góðar og í Evrópu og þurfa þeir sem ætla að sækja komandi landsfundi Demókrata og Repúblikana annað hvort að keyra eða fljúga á fundarstað. Af þeim sökum hefur bandaríska flugfélagið United Airlines bætt við 118 flugferðum til og frá Chicago í ágúst í tilefni af landsfundi Demókrata. Repúblikanar hittast …

Gistináttagjald upp á 400 krónur (2,7 evrur) verður lagt á í Færeyjum frá og með október á næsta ári. Um leið verða allir þeir sem koma til eyjanna með skemmtiferðaskipum að greiða 1.300 króna gjald (9 evrur). Allar tekjur af þessari nýju gjaldtöku renna í sérstakan náttúruverndarsjóð að því segir í tilkynningu. Sá sjóður verður …

Talning á brottfararfarþegum á Keflavíkurflugvelli gefur vísbendingu um að erlendum ferðamönnum hér á landi hafi fækkað um tvö prósent í nýliðnum maí í samanburði við sama tíma í fyrra. Þróunin var hins vegar mjög ólík á milli þjóðerna. Þannig jókst straumurinn hingað frá Kanada umtalsvert á milli ára á meðan ferðamönnum frá Ísrael og Rússlandi …

Það seldust 1.259 nýir Tesla bílar á Íslandi árið 2022 og í fyrra voru þeir nærri þrefalt fleiri eða 3.471. Veltan jókst ekki í takt við söluna því tekjur bandaríska rafbílaframleiðands af hverjum nýjum bíl hér á landi drógust saman um 17 prósent samkvæmt útrekningum FF7 sem byggja á ársreikningi Tesla Motors Iceland ehf. Þetta …

Það voru 155 þúsund útlendingar sem innrituðu sig í flug frá Keflavíkurflugvelli í maí en þessi talning er notuð til að meta ferðamannastrauminn hingað til lands. Í maí í fyrra voru erlendu brottfararfarþegarnir 158 þúsund og 165 þúsund í maí 2018 þegar þeir voru flestir. Það vantaði því sex prósent fleiri farþega til að jafna …