Samfélagsmiðlar

Ná samkomulagi við eigendur flugflotans

Töluvert meira af kröfum flugvélaleiga og fjármögnunarfyrirtækja á hendur Norwegian verður breytt í hlutafé en reiknað hafði verið með. Nú virðist framtíð félagsins í höndum hluthafanna en þeir funda nú í morgunsárið.

Greinendur og álitsgjafar í Skandinvíu hafa verið svartsýnir á að eigendur bróðurparts þeirra þota sem Norwegian flýgur myndu samþykkja að breyta hluta af skuldum flugfélagsins og framtíðar leigutekjum í hlutafé. Það munu nefnilega ekki vera fordæmi fyrir því að flugvélaleigur og fjármögnunarfyrirtæki geri slíkt því þar með er hætta á að aðrir viðskiptavinir fari fram á þess háttar. Sérstaklega núna þegar nærri allur fluggeirinn er kominn af fótum fram.

Þrátt fyrir það þá lögðu stjórnendur Norwegian fram tilboð til eigenda þotanna um að þeir myndu samanlagt afskrifa um 550 milljónir dollara (80 milljarðar kr.) af kröfum sínum á félagið. Um er að ræða tuttugu og fjögur mismunandi fyrirtæki og þar af nokkrar af stærstu flugvélaleigum heims. Nú í morgunsárið greina norskir fjölmiðlar frá því að nú þegar hafi fengist vilyrði fyrir um 730 milljónum dollara (107 milljörðum kr.) skuldabreytingu.

Það er því útlit fyrir að stjórnendum Norwegian hafi nú um helgina tekist að ná samningum við bæði skuldabréfaeigendur og flugvélaleigur.

Nú stendur svo yfir hluthafafundur hjá flugfélaginu og þar þarf að fást samþykki fyrir því að færa niður núverandi hlutafé að langmestu leyti niður. Þetta er þriðja og síðasta hindrunin sem er í veginum fyrir því að Norwegian nái að uppfylla þær kröfur sem norsk stjórnvöld hafa gert fyrir því að veita félaginu lánaábyrgð upp á tæpa fjörutíu milljarða króna. Forstjóri Norweigan hefur ítrekað það síðustu daga að án samþykkis hluthafanna þá er útlit fyrir að Norwegian fari í þrot.

Líkt og Túristi fjallaði nýverið um þá hefur Norwegian verið stórtækt í Spánarflugi frá Keflavíkurflugvelli síðustu misseri. Auk þess hefur félagið veitt Icelandair harða samkeppni í flugi yfir Norður-Atlantshafið.

Nýtt efni

Næring forfeðra okkar á oftar en ekki fyllilega erindi við nútímamanninn. Sum þeirra matvæla sem nú er hent var hreinlega slegist um áður fyrr. Með vaxandi hraða þjóðfélagsins og breyttri menningu hefur heilsusamlegt hráefni eins og innmatur, dýrafitur, bein og mergur orðið að hliðarafurð sem fer til spillis. Þessi sóun hefur í för með sér …

Gistinætur Breta á norðlenskum hótelum í janúar voru 422 talsins sem er rétt um tíund af því sem var í janúar árin 2018 og 2019 þegar breska ferðaskrifstofan Super Break bauð upp á pakkaferðir til Akureyrar frá nokkrum breskum flugvöllum. Tilkoma áætlunarflugs Easyjet frá London til Akureyrar hefur því ennþá miklu minni áhrif á gistigeirann …

Stærstu hluthafar Play skuldbindu sig til að leggja flugfélaginu til 2,6 milljarða króna í nýtt hlutafé í byrjun síðustu viku en með þeim skilyrðum að hlutafjárútboðið myndi nema samtals fjórum milljörðum króna. Nú hefur félagið tryggt sér þá 1,4 milljarða sem upp á vantaði. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að þessi hlutafjáraukning sé …

Í febrúar léku þýsku fótboltaliðin Hansa Rostock og Hamburger Sport Verein (HSV) á heimavelli Hansa í Rostock. Bæði liðin eru gömul stórveldi á fótboltavellinum en eru nú í nokkrum öldudal og leika í annarri deild þýska fótboltans. Leikurinn endaði 2-2 sem voru auðvitað töluverð vonbrigði fyrir lið Hamborgar því þeir keppast við að komast aftur …

Útgerðir skemmtiferðaskipa virðast bjartsýnar um að fólk sæki mjög í siglingar á árinu. Ferðaþorstanum eftir innilokun Covid 19-áranna hafi ekki enn verið svalað. Þá kjósi margir, sem á annað borð hafa efni á því, verja fleiri ferðadögum á friðsælu floti um heimsins höf fremur en að olnboga sig í gegnum manngrúa borga og vinsælla ferðamannastaða. …

Það voru keyptar 390 þúsund gistinætur á íslenskum gististöðum í janúar eða 13 prósentum færri en í janúar í fyrra. Næturnar núna voru álíka margar og í janúar 2019 en það var í mars það ár sem rekstur Wow Air stöðvaðist. Gisitnóttum útlendinga á skráðum gististöðum, stór hluti heimagistingarinnar fellur þar ekki undir, fækkaði um …

Lilja Dögg Alfreðsdóttir

Vinna við aðgerðaáætlun í tengslum við ferðamálastefnu Íslands til ársins 2030 er langt komin. Birt hafa verið í Samráðsgátt drög að tillögu til þingsályktunar og óskað umsagna. Það kemur síðan í hlut Alþingis að vinna úr tillögum sem orðið hafa til í víðtæku samráði hagaðila í ferðaþjónustu - og ákveða síðan hvert skal stefna. Þær …

Þjóðarflugfélög Frakka og Hollendinga mynda samsteypuna Air France-KLM Group og hagnaðist fyrirtækið um 934 milljónir evra á nýliðnu ári. Sú upphæð jafngildir 140 milljörðum króna. Aldrei áður hefur þessi fransk-hollenska samsteypa skilað svona miklum hagnaði að því fram kemur í tilkynningu nú í morgun í tilefni af birtingu uppgjörsins. Þar kemur fram að stríðið á …