Samfélagsmiðlar

Norwegian skrefi nær framtíð

Skuldabréfaeigendur gáfu loks grænt ljós á að breyta kröfum í hlutafé. Í seinasta lagi á morgun ræðst hvort hluthafar og flugvélaleigur sætti sig líka við þá afarkosti sem þeim eru boðnir og forði þannig Norwegian frá gjaldþroti.

Forsendan fyrir því að Norwegian fái rúmlega 38 milljarða króna lánaábyrgð frá norska ríkinu er að félagið grynnki á skuldum og auki eigið fé. Félagið hefur nefnilega farið alltof geyst síðustu ár, umsvifin hafa margfaldast en afkoman ávallt röngum megin við núllið.

Til að eiga möguleika á að fá lánalínuna þá stilltu stjórnendur Norwegian upp áætlun sem neyðir skuldabréfaeigendur, flugvélaleigur og hluthafa til að sætta sig við töluvert tap. Tveir fyrrnefndu hóparnir þurfa að breyta stórum hluta af kröfum í hlutafé og núverandi hluthafar halda eftir sáralitlum hlut í félaginu.

Fyrstir að samningaborðinu voru skuldabréfaeigendur og var ætlunin að ganga frá samkomulagi við þá á fimmtudaginn síðasta. Það var þó fyrst í gær sem það hafðist. Í kvöld eru svo bundnar vonir við að tuttugu og fjórar mismunandi flugvélaleigur og fjármögnunarfyrirtæki sætti sig við að stytta 470 milljarða skuldahala um rúmar sjötíu milljarða. Þeirri upphæð verður breytt í hlutafé en eins og greinendur hafa bent á þá tíðkast ekki að flugvélaleigur gerist hluthafar í flugfélagi. Hinar óvenjulegu aðstæður sem nú ríkja gætu aftur á móti hjálpað til.

Í fyrramálið er svo röðin komin að hluthöfunum og samkvæmt frétt Dagens Næringsliv þá er útlit fyrir að þeir sætti sig við orðinn hlut. Hópur minni fjárfesta hafði hótað því að fella samkomulagið en nú yfir helgina mun Bjørn Kjos, stofnandi og fyrrum forstjóri félagsins, hafa náð að sannfæra forsvarsmenn þess hóps um að ganga í takt.

Morgundagurinn verður því vafalítið spennandi í herbúðum Norwegian en félagið hefur verið stórtækt í Spánarflugi frá Keflavíkurflugvelli síðustu misseri. Auk þess hefur Norwegian veitt Icelandair harða samkeppni í flugi yfir Norður-Atlantshafið.

Nýtt efni

Vorið 2021, stuttu áður en Play fór í loftið í fyrsta sinn, efndi félagið til hlutafjárútboðs þar sem söfnuðust 10 milljarðar króna. Í kjölfarið voru bréfin skráð á First North Growth í Kauphöllinni en um þann markað gilda ekki eins strangar reglur og Aðalmarkað Nasdaq. Í tengslum síðustu hlutafjáraukningu, sem lauk í apríl síðastliðnum, var …

Viðkiptastríð vesturveldanna og Kína heldur áfram að þyngjast því fyrr í dag gaf Evrópusambandið út að 38,1 prósent innflutningstollar yrðu lagðir á kínverska rafbíla frá og með næsta mánuði. Sú hækkun bætist við þann 10 prósent toll sem í dag ríkir á innflutning rafbíla frá Kína til aðildarríkja ESB. Þessi viðbótartollur hefur verið yfirvofandi síðustu …

Það var í júní 2014 sem breska lággjaldaflugfélagið Flybe, sem nú er gjaldþrota, hóf áætlunarflug til Íslands frá Birmingham. Flugleiðin stóð ekki undir væntingum stjórnenda Flyby og var lögð niður eftir níu mánuði. Þá tók Icelandair við keflinu og hélt úti tíðum ferðum milli Íslands og þessarar næstfjölmennustu borgar Bretlands fram í ársbyrjun 2018. Síðan …

Í Bandaríkjunum eru lestarsamgöngur ekki eins góðar og í Evrópu og þurfa þeir sem ætla að sækja komandi landsfundi Demókrata og Repúblikana annað hvort að keyra eða fljúga á fundarstað. Af þeim sökum hefur bandaríska flugfélagið United Airlines bætt við 118 flugferðum til og frá Chicago í ágúst í tilefni af landsfundi Demókrata. Repúblikanar hittast …

Gistináttagjald upp á 400 krónur (2,7 evrur) verður lagt á í Færeyjum frá og með október á næsta ári. Um leið verða allir þeir sem koma til eyjanna með skemmtiferðaskipum að greiða 1.300 króna gjald (9 evrur). Allar tekjur af þessari nýju gjaldtöku renna í sérstakan náttúruverndarsjóð að því segir í tilkynningu. Sá sjóður verður …

Talning á brottfararfarþegum á Keflavíkurflugvelli gefur vísbendingu um að erlendum ferðamönnum hér á landi hafi fækkað um tvö prósent í nýliðnum maí í samanburði við sama tíma í fyrra. Þróunin var hins vegar mjög ólík á milli þjóðerna. Þannig jókst straumurinn hingað frá Kanada umtalsvert á milli ára á meðan ferðamönnum frá Ísrael og Rússlandi …

Það seldust 1.259 nýir Tesla bílar á Íslandi árið 2022 og í fyrra voru þeir nærri þrefalt fleiri eða 3.471. Veltan jókst ekki í takt við söluna því tekjur bandaríska rafbílaframleiðands af hverjum nýjum bíl hér á landi drógust saman um 17 prósent samkvæmt útrekningum FF7 sem byggja á ársreikningi Tesla Motors Iceland ehf. Þetta …

Það voru 155 þúsund útlendingar sem innrituðu sig í flug frá Keflavíkurflugvelli í maí en þessi talning er notuð til að meta ferðamannastrauminn hingað til lands. Í maí í fyrra voru erlendu brottfararfarþegarnir 158 þúsund og 165 þúsund í maí 2018 þegar þeir voru flestir. Það vantaði því sex prósent fleiri farþega til að jafna …