Samfélagsmiðlar

Níu sveitarfélög verða fyrir þyngsta högginu vegna samsdráttar í ferðaþjónustu

Ný samantekt Byggðastofnunnar sýnir hversu miklum tekjum sveitarfélög verða af vegna fækkunar ferðafólks sem rekja má til útbreiðslu kórónaveirunnar.

Ferðafólk við Námaskarð en útsvarstekjur Skútustaðahrepps gætu dregist saman um 26,3 prósent vegna samdráttar í ferðaþjónustu.

Bláskógabyggð, Rangárþing eystra, Mýrdalshreppur, Skaftárhreppur, Hornafjörður, Reykjanesbær, Suðurnesjabær, Vogar á Reykjanesskaga og Skútustaðahreppur eru þau sveitarfélög sem finna mest fyrir niðursveiflu í ferðaþjónustu þegar horft er til samdráttar í útsvari. Þetta sýnir ný samantekt Byggðastofnunar þar sem mikilvægi ferðaþjónustunnar greind eftir svæðum og sveitarfélögum þegar kemur að atvinnuástandi. Niðurstöður leiða í ljós að mörg sveitarfélög verða fyrir miklum búsifjum vegna ástandsins en að mati Byggðastofnunar verða fyrrnefnd níu sveitarfélög fyrir þyngstu högginu samkvæmt því sem segir í tilkynningu frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu. Ráðuneytið fól Byggðastofnun að vinna samantektina fyrir mánuði síðan og leggja sérstaka áherslu á svæði þar sem ferðaþjónusta hefur haft mikla þýðingu varðandi atvinnutekjur og fjármál sveitarfélaga.

„Greiningin staðfestir að hrun ferðaþjónustunnar hefur gríðarleg áhrif á sveitarfélög landsins. Hún gefur einnig góðar vísbendingar um hvaða sveitarfélög og svæði í byggðalegu tilliti kunni að standa verst að vígi. Það er afar mikilvægt að hafa skýra mynd af stöðunni til þess að stjórnvöld og sveitarfélög geti brugðist vel við og hafið uppbyggingu að nýju,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, í frétt á vef Stjórnarráðsins.

Í samantektinni er gerð greining á því hvar höggið af ferðaþjónustunni verður harðast, sérstaklega með tilliti til atvinnuleysis og lækkunar atvinnutekna. Í útreikningunum voru settar upp þrjár sviðsmyndir. Bjartsýn sviðsmynd sem gerir ráð fyrir 30 prósent minna atvinnuleysi, miðmynd sem gerir ráð fyrir að atvinnuleysi verði það sama næstu tólf mánuði og það er áætlað í maí og loks svartsýn mynd sem gerir ráð fyrir að atvinnuleysi aukist og verði 30 prósent meira næstu tólf mánuði. Einnig var áætlaður samdráttur á atvinnutekjum eftir helstu greinum, sem tengjast ferðaþjónustu, miðað við atvinnutekjur á árinu 2019. Þar er m.a. stuðst við erlenda kortaveltu og áætlun um samdrátt á henni.

Ráðuneytið óskaði eftir því við Byggðastofnun að sambærileg greining verði unnin fyrir höfuðborgarsvæðið og er sú vinna hafin. Það kemur þó fram í hinni nýju skýrslu Byggðastofnunnar að lækkun útsvarsstofns Reykjavíkurborgar megi áætla átta prósent næstu tólf mánuði miðað við óbreytt atvinnuleysi. Það nemur 6,9 milljörðum en í því samhengi má rifja upp að mati sérfræðinga borgarinnar sjálfrar þá voru beinar og óbeinar tekjur Reykjavíkurborgar af ferðaþjónustu árið 2018 tæpir 10,5 milljarðar króna en kostnaðurinn rúmum 18,7 milljörðum. Kostnaður umfram tekjur var því rúmlega 8,3 milljarðar að mati borgarinnar.

 

Nýtt efni

Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur lækkað um helming síðastliðna 12 mánuði og þar af um nærri fjórðung frá áramótum. Fyrir helgi fór gengið niður í 1,03 kr. og markaðsvirði félagsins er núna 42,3 milljarðar. Eftir heimsfaraldur hefur það hæst farið upp í 95 milljarða króna en það var í júlí síðastliðnum. Á síðasta áratug náðu …

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …