Samfélagsmiðlar

Reyna að selja hlutabréf og flugmiða í lokuðu landi

Þremur dögum eftir að tilkynnt var að hlutafjárútboð Icelandair Group gæti nú loks hafist þá boðuðu stjórnvöld hertar aðgerðir við landamærin vegna Covid-19. Þar með má segja að botninn hafið dottið úr rekstrinum tímabundið.

Stefnt hefur verið að því að ljúka hlutafjárútboði Icelandair í ágúst.

„Það er búið að loka ís­lenskri ferðaþjón­ustu, það er bara þannig.“ Þetta sagði Jóhann­es Þór Skúla­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferðaþjón­ust­unn­ar, við Mbl um þær nýju kröfur að allir sem til landsins koma fari í sóttkví. Ráðamenn þjóðarinnar eru líka á því að hinar hertu reglur muni draga verulega úr áhuga útlendinga að sækja landið heim.

Og ekki verða Íslendingar sjálfir á faraldsfæri á næstunni því nú ráðleggur Landlæknir fólki frá því að ferðast til útlanda. Ekki liggur fyrir hversu lengi sú viðvörun verður í gildi.

Við þessar aðstæður þarf forsvarsfólk Icelandair Group að sannfæra fjárfesta um að leggja fyrirtækinu til nærri þrjátíu milljarða króna. Er þar aðallega horft til íslenskra lífeyrissjóða líkt og áður hefur komið fram en sjóðirnir eiga í dag, beint eða óbeint, um helming af hlutafénu. Til viðbótar ætlar ríkisstjórnin að ábyrgjast lán til flugfélagsins en það, líkt og margir keppinautar þess, rær nú lífróður vegna áhrifa Covid-19.

Allt stopp á öllum þremur mörkuðunum

Hjá Icelandair hefur farþegum lengi verið skipt upp í þrjá hópa. Ferðamenn sem fljúga til landsins, Íslendinga á leið til útlanda og svo tengifarþega. Þeir sem fljúga á milli Norður-Ameríku og meginlands Evrópu teljast til síðastnefnda hópsins.

Nú hefur flug til Bandaríkjanna og Kanada hins vegar að mestu legið niðri í heimsfaraldrinum og því enginn markaður fyrir flug þaðan. Og sem fyrr segir hafa íslensk stjórnvöld eiginlega lokað tímabundið á hina tvo markaðina sem Icelandair sækir sínar tekjur til, þ.e. erlendra ferðamanna og Íslendinga sjálfra.

Fyrsta sumarvertíð Icelandair síðan árið 2002 án íslenskrar samkeppni

Tekjur af farþegaflugi í september hafa hingað til vegið þungt í rekstri Icelandair. Í farþegum talið er sá mánuður nefnilega sá fjórði stærsti yfir árið. Samtals flutti félagið 421 þúsund farþega í september í fyrra en það er ekki hægt að fá skýra mynd af tekjunum af farþegaflugi á þessu tímabili. Ástæðan er sú að skaðabætur frá Boeing vegna MAX þotanna voru að hluta til færðar sem farþegatekjur á þriðja ársfjórðungi í fyrra.

Þar með veit aðeins lykilstarfsfólk Icelandair hver tekjuþróun félagsins var yfir háannatímann í fyrra. En sú sumarvertíð var einmitt sú fyrsta síðan árið 2002 sem Icelandair átti ekki í samkeppni við annað íslenskt flugfélag. Það eru þó vísbendinar um að einingatekjurnar hafi í raun ekki hækkað í fyrra líkt og farið var yfir hér á Túrista í vor.

Gera út á fólk á leið í frí en ekki viðskiptaferðalanga

Samkeppnin í flugi yfir Norður-Atlantshafið vegur þó sennilega þyngra í þróun farþegatekna Icelandair. Félagið býður nefnilega ekki upp á beint flug milli meginlands Evrópu og Norður-Ameríku og því þurfa farþegarnir að millilenda á Keflavíkurflugvelli á leiðinni. Og fólk leggur þess háttar flækjustig aðeins á sig ef farmiðinn eru nokkru ódýrari en fyrir beint flug.

Til viðbótar gerir Icelandair aðallega út á almenna farþega en ekki viðskiptaferðalanga og aðra sem kaupa sæti á fyrsta farrými. Tekjurnar verða því lægri á hvern farþega. Sú staðreynd gæti þó reyndar flýtt fyrir viðspyrnu Icelandair því almennt eru greinendur sammála um að í nánustu framtíð verði mestur samdrátturinn í vinnuferðum. Þar með standi flugfélög verr sem gera út á farþega sem setja verðið ekki fyrir sig.

Opin landamæri eru þó vissulega helsta forsenda þess að flugfélög skili eigendum sínum arði á ný. Síðustu mánuði hefur alþjóðlegur flugrekstur í raun aðeins gengið út á að tryggja samgöngur milli landa og þá oft með stuðningi hins opinbera. Miðað við nýjustu ferðatakmarkanir er ekki útlit fyrir að það breytist í bráð.

Nýtt efni

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …

Koffínlausar kaffibaunir eru hefðbundnar kaffibaunir þar sem beiskjuefnið og örvandi hlutinn koffín hefur verið fjarlægt. Útbreiddasta og ódýrasta ferlið við að losa baunirnar við koffínið er hins vegar orðið umdeilt þar sem efnasambönd sem við það eru notuð eru nú tengd við ýmsa heilsufarskvilla.Hægt er að beita nokkrum aðferðum við að losa kaffibaunir við koffín. …

Þrjátíu og átta trilljónir er tala sem er svolítið erfitt að skilja. Trilljón er notað í Bandaríkjunum yfir það sem við Íslendingar köllum billjón, og billjón er þúsund milljarðar, eða milljón milljónir. Á núverandi gengi eru 38 trilljónir Bandaríkjadala sama og 5.320 billjónir íslenskra króna, eða 5,3 milljón milljarðar.  Það er gott að hafa þetta …

Borgaryfirvöld í Lissabon hafa samþykkt að hækka gistináttagjald úr 2 í 4 evrur. Gjaldtaka nær ekki til tjaldstæða. Þá hefur komugjald á skipafarþega verið hækkað úr 1 í 2 evrur. Tillaga um að hækka það gjald í 4 evrur var felld.  Lusa-fréttastofan hefur eftir Carlos Moedas, borgarstjóra, að það sé „sanngjarnt fyrir borgina og íbúa …