Engin formleg beiðni um lægra starfshlutfall flugmanna

Nú fljúga þotur Icelandair mun færri ferðir en ráðgert var. Af þeim sökum hefur starfshlutfall fastráðinna flugfreyja og flugþjóna hjá Icelandair verið fært niður í 75 prósent. Ekki hefur verið farið fram á það sama við flugmenn. Formaður FÍA telur ákvarðanir um hertar aðgerðir við landamæri hafa stórskaðað flugrekstur og ferðaþjónustu.

Næstu átta mánuði verður starfshlutfall flug­freyj­a og flugþjón­a Icelanda­ir aðeins 75 prósent. Er þessi leið farin til að koma í veg fyrir hópuppsagnir samkvæmt frétt Mbl.is en Icelandair hefur fellt niður fjölda flugferða eftir að gerð var krafa um að allir færu í fimm daga sóttkví við komuna til landsins. Sú regla gekk í gildi þann 19. ágúst.

Spurður hvort Icelandair hafi líka farið fram á starfshlutfall flugmanna yrði fært niður í 75 prósent þá segir Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, að ekki hafi borist formleg beiðni um slíkt.

„Hlutastörf og leyfi hafa þó verið rædd ásamt orlofsmálum og öðru, án þess að nákvæmar prósentur hafi verið settar niður,“ segir Jón Þór í svari til Túrista. 

Hann segir stöðug og góð samskipti milli Icelandair og flugmanna félagsins vegna síbreytilegra aðstæðna í flugheiminum og allar góðar hugmyndir eru til skoðunar sem geta aukið stöðugleika. 

„FÍA og Icelandair hafa rætt ýmsar leiðir til að styrkja enn frekar samkeppnisstöðu flugfélagsins. Áhersla er lögð á að geta hafið öfluga sókn á mörkuðum um leið og rofar til. Þjálfunarmál flugmanna vegna endurkomu Boeing 737 Max eru þar ofarlega á baugi. Flugmenn hafa staðið þétt með fyrirtækinu og munu gera áfram,“ bætir Jón Þór við.

Hann telur þó að ákvarðanir stjórnvalda um hertar aðgerðir á landamærum hafa stórskaðað rekstrarumhverfi flugrekstraraðila og ferðaþjónustunnar í heild sinni. „Færa má rök fyrir því að meðalhófs hafi ekki verið gætt í þeim ákvörðunum. Skaðinn sem valdið hefur verið er óbætanlegur. Það er einlæg von okkar flugmanna að stjórnvöld taki þessar ákvarðanir til endurskoðunar hið fyrsta,“ segir Jón Þór að lokum.

Nýtt efni

Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play og einn stærsti hluthafi þess, kynnti fjárfestum uppstokkun á rekstri félagsins í byrjun vetrar. Þar sagði Einar Örn að rekstur tengimiðstöðvar á Keflavíkurflugvelli hefði ekki gengið upp og því yrði dregið úr flugi til Norður-Ameríku og ferðum fækkað til norðurhluta Evrópu. Fókusinn yrði nú á flug á suðrænar slóðir en …

Ársverðbólga hér á landi mældist 3,6 prósent í desember og Ísland er því 11. sæti yfir þau Evrópulönd þar sem verðbólga er hæst samkvæmt nýrri samantekt Hagstofunnar. Á listanum er Tyrkland í efsta sæti með 44,4 prósenta verðbólgu. Í öðru sæti er Norður-Makadónía en þar hefur vísitala neysluverðs hækkað um 5,7 prósent sl. 12 mánuði. …

Það fóru nærri 30 milljónir farþega í gegnum Kaupmannahafnarflugvöll á nýliðnu ári eða um 12 prósentum fleiri en 2023. Á Óslóarflugvelli fjölgaði farþegum helmingi minna á milli ára og þar með breikkaði bilið á milli þessara tveggja stærstu flugvalla Norðurlanda. Farþegarnir á norska flugvellinum voru rúmlega 26 milljónir í fyrra. Arlanda í Stokkhólmi er þriðja …

Ferðamannastraumurinn stóð næstum í stað árið 2024 því samkvæmt talningu Ferðamálastofu á Keflavíkurflugvelli fóru nærri 2,3 milljónir farþega í gegnum öryggishliðin með erlent vegabréf. Aukningin á milli ára nam tveimur prósentum en sveiflurnar voru þó töluverðar hjá þeim fimmtán þjóðum sem eru fjölmennastar í hópi ferðamanna á Íslandi. Þannig fjölgaði kínverskum ferðamönnum um 72 prósent …

„Við Evrópubúar þurfum að fóta okkur í nýjum veruleika,“ segir Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, í færslu á Facebook-reikningi sínum í aðdraganda embættistöku Donalds Trump í Bandaríkjunum, sem á dögunum hleypti samskiptum við nána bandalagsþjóð, Dani, í uppnám vegna ummæla um áhuga á að yfirtaka Grænland. Nú gerir danski forsætisráðherrann ráð fyrir að Trump sitji fast …

„Það er verið að kortleggja hvaða málefni það eru sem við þurfum að vakta, hver séu helstu stefnumál nýs forseta og hvað komi til með að breytast," segir Svanhildur Hólm Valsdóttir, sendiherra Íslands í Washingon, höfuðborg Bandaríkjanna, um verkefnin sem efst eru á baugi þegar Donald Trump tekur við sem forseti á nýjan leik. Svanhildur …

Auður milljarðamæringa heimsins jókst um 2 billjónir dollara árið 2024 og er það þrisvar sinnum hraðari vöxtur en árið áður. Á sama tíma hefur fjöldi þeirra sem búa við fátækt í heiminum lítið breyst frá árinu 1990, segja mannúðarsamtökin Oxfam. Framkvæmdastjóri þeirra, Amitabh Behar, er kominn til Davos, þar sem valdamikið fólk í viðskiptum og …

MYND: ÓJ

Úttektir út á erlend greiðslukort hér á landi námu 351 milljarði króna á síðasta ári sem er viðbót um 22 milljarða eða 7 prósent frá árinu á undan. Þessar tölur hefðu verið nokkru lægri ef Seðlabankinn hefði ekki kallað eftir gögnum frá erlendum færsluhirðum um mitt síðasta ár í kjölfar umfjöllunar FF7 um þá staðreynd …