Samfélagsmiðlar

„Mun kosta Arion banka ógrynni af peningum“

Afskiptum Arion banka af Bravo Tours í Danmörku er ekki lokið og Heimsferðir heyra nú beint undir bankann. Áfram á svo eftir að finna lausn á stöðu fjögurra annarra ferðaskrifstofa sem bankinn á.

Fall Primera Air haustið 2018 varð til þess að eignarhald ferðaskrifstofa Andra Más Ingólfssonar var flutt til Danmerkur. Arion banki tók svo reksturinn yfir í fyrra.

Í uppgjöri Arion banka og Andra Más Ingólfssonar í sumarbyrjun í fyrra þá tók bankinn yfir danska eignarhaldsfélagið Travelco Nordic. Sjö ferðaskrifstofur á öllum fimm Norðurlöndunum, sem áður voru reknar undir merkjum Primera Travel Group, tilheyrðu þessu danska eignarhaldsfélagi.

Við yfirtökuna á ferðaskrifstofunum var það yfirlýst markmið bankans að koma þeim í hendur annarra sem fyrst. Aðeins ein þeirra, Terra Nova, seldist áður en heimsfaraldurinn hófst og fjárfestingar í ferðaþjónustu duttu upp fyrir. Fyrr í þessum mánuði óskuðu svo forráðamenn Travelco Nordic eftir greiðsluskjóli í Danmörku sem þeir fengu.

Í beinu framhaldi leituðu skipaðir umsjónarmenn fyrirtækisins eftir tilboðum í eignir þess og í gær sögðu danskir fjölmiðlar frá sölu á Bravo Tours. Á þeim tímapunkti lá þó ekki fyrir hver keypti og þær upplýsingar fékk Túristi ekki hjá danska skiptastjóranum né stjórnarformanni Travelco.

Nú liggur þó fyrir að Arion banki er ekki laus allra mála í Danmörku því félagið Sólbjarg, sem eigu bankans, heldur 50 til 66 prósent hlut í Bravo Tours. Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion er stjórnarformaður Sólbjargs.

Ferðaskrifstofan Sunway Group í Árósum eignast um þriðjung og Peder Hornshøj, stofnandi og framkvæmdastjóri Bravo Tours, verður einnig meðeigandi. Nánari skipting liggur ekki fyrir.

Túristi fær ekki svör frá Arion um hvort bankinn hafi þurft að leggja meira fé í rekstur Bravo Tours við þessar breytingu. Nýir meðeigendur bankans eru þó til í að tjá sig um viðskiptin og í viðtali við ferðaritið Standby segir Hornshøj framkvæmdastjóri að það sé nægt fjármagn í fyrirtækinu til að koma því í gegnum langvarandi heimsfaraldur.

Hann bætir því við að hann sé stoltur yfir því að íslenski bankinn hafi ákveðið að halda áfram með Bravo Tours. Þrátt fyrir að Travelco Nordic muni kosta Arion banka ógrynni af peningum eins og hann kemst að orði.

Þó Arion banki verði stærsti eigandinn í Bravo Tours þá er það Mads Bygballe Christiansen, eigandi Sunway Tours, sem verður stjórnarformaður. Sá segir, í viðtali við Standby, að fulltrúar Arion banka hefðu haft samband við sig í síðustu viku þar sem þeir vildu fá fleiri danska meðeigendur að rekstrinum.

Það munu hafa borist tíu til tólf tilboð í Bravo Tours en sú ferðaskrifstofa var sú stærsta innan Travelco Nordic. Til þess fyrirtækis heyra nú aðeins fjórar aðrar ferðaskrifstofur því líkt og fram kom hér á Túrista í gær hefur eignarhaldið á Heimsferðum verið flutt úr danska félaginu og beint undir Arion banka. Sú ferðaskrifstofa hefur lengi verið ein sú allra stærsta á íslenska markaðnum.

Nýtt efni

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …