Samfélagsmiðlar

Hafa sagt upp helmingi skrifstofufólks og 84 prósent flugmanna

Að öllu óbreyttu verða nærri átta starfsmenn á skrifstofu Icelandair á hvern flugmann um áramótin. Hlutfallið var nærri fjórfalt lægra fyrir heimsfaraldurinn. Hjá Finnair er staðan önnur.

icelandair 767 757

Það voru 562 flugmenn að störfum hjá Icelandair sumarið 2019. Um síðustu áramót var 112 þeirra sagt upp vegna áframhaldandi kyrrsetningar Boeing MAX þotanna. Þar með voru 450 flugmenn með vinnu hjá flugfélaginu en flestir þeirra fengu uppsagnarbréf í vor vegna ástandsins sem Covid-19 hefur valdið.

Í dag eru 139 flugmenn á launum hjá Icelandair en 68 þeirra hefur verið sagt upp frá og með áramótum. Eins og staðan er núna hefur flugmönnum hjá Icelandair því fækkað um 69 prósent frá byrjun þessa árs. Að öllu óbreyttu verður hlutfallið komið í 84 prósent um komandi áramót.

Hjá flugfélaginu hefur starfsfólki á skrifstofu fækkað hlutfallslega mun minna eða um tæpan helming. Í febrúar voru um þúsund starfsmenn á skrifstofum Icelandair en fjöldinn var kominn niður í 540 í október. Þetta kemur fram í svari félagsins við fyrirspurn Túrista.

Þar segir að til starfsfólks á skrifstofu teljist m.a. sölu- og þjónustusvið, fjármálasvið, mannauðssvið, þróun og rekstur leiðakerfis, upplýsingatækni og flugrekstrarsvið.

Framboðið dregist gríðarlega saman

Flugfélög víða um heim hafa sagt upp stórum hluta starfsmanna sinna síðustu mánuði enda hafa samgöngur milli landa verið mjög takmarkaðar í ár. Framboðið hjá Icelandair dróst til að mynda saman um 96 prósent í september enda getur félagið ekki lengur boðið upp á reglulegt flug til Norður-Ameríku. Ferðirnar vestur um haf vega þungt í leiðakerfi félagsins.

Á sama hátt byggir Finnair starfsemi sína að miklu leyti á flugi til Asíu. Ferðirnar þangað liggja líka að mestu leyti niðri. Framboðið hjá finnska flugfélaginu minnkaði um 88 prósent í september.

Sami fjöldi flugmanna hjá Finnair og í ársbyrjun

Hjá Finnair hafa stjórnendur hins vegar snúið sér öðruvísi í niðurskurðinum. Fyrr í þessum mánuði var til að mynda tilkynnt um uppsagnir sjö hundruð starfsmanna en þær náðu ekki til áhafna.

Fjöldi flugmanna hjá félaginu hefur þannig haldist nær óbreyttur í ár segir í svari Finnair við fyrirspurn Túrista. „Við erum með rétt undir þúsund flugmenn hjá Finnair. Sá fjöldi hefur verið nær óbreyttur frá ársbyrjun en lítill hópur flugmanna fór þó á eftirlaun í ár.“

Flugmenn finnska félagsins hafa þó, líkt og aðrir starfsmenn, þurft að sætta sig við tímabundnar uppsagnir samkvæmt því sem segir í svari Finnair.

Þurfa miklu fleiri flugmenn fyrir sumarið

Í máli forsvarsfólks Icelandair hefur komið fram að félagið hyggist afturkalla uppsagnir áhafna um leið og aðstæður batna og eftirspurn eykst á ný. „Við teljum okkur geta brugðist hratt við um leið og þær aðstæður skapast,“ segir Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, spurð hversu sveigjanlegt flugfélagið er í raun með aðeins um sjötíu flugmenn í vinnu.

Næsta sumar gerir Icelandair ráð fyrir að heildarsætaframboðið verði um 25 til 30 prósent minna en það var sumarið 2019. Þá voru, sem fyrr segir, 562 flugmenn í vinnu hjá Icelandair og þeir þyrftu þá að vera tæplega fjögur hundruð næsta sumar. Eða um sex sinnum fleiri en verða á launaskrá félagsins eftir áramót.

Þörfin fyrir fjölda flugmanna gæti þó verið aðeins minni því nýir kjarasamningar Félags íslenskra atvinnuflugmanna við Icelandair kveða á um aukna vinnuskyldu.

„Stærstu atriðin í nýjum kjarasamningum flugmanna snúa að þáttum sem nýtast í öllu áætlunarflugi félagsins, ekki eingöngu á lengri leiðum svo reiknað er með að ávinningur af þeim verði staðreynd næsta sumar,“ segir Ásdís, upplýsingafulltrúi Icelandair, aðspurð um hvernig samningarnir nýtast næsta sumar. Hún segir þá jafnframt gefa flugfélaginu kost á að fljúga lengri leiðir án þess að hvíld umfram reglugerðarkröfur þurfi að koma til á erlendri stöð.

Nýtt efni

Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur lækkað um helming síðastliðna 12 mánuði og þar af um nærri fjórðung frá áramótum. Fyrir helgi fór gengið niður í 1,03 kr. og markaðsvirði félagsins er núna 42,3 milljarðar. Eftir heimsfaraldur hefur það hæst farið upp í 95 milljarða króna en það var í júlí síðastliðnum. Á síðasta áratug náðu …

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …