Samfélagsmiðlar

Segir ekki aðkallandi að gera breytingar á stjórn Icelandair

Hluthafahópur Icelandair tók miklum breytingum eftir hlutafjáraukninguna í september því tveir af stærstu hluthöfunum, Lífeyrissjóður verzlunarmanna og PAR Capital Management, tóku ekki þátt í útboðinu. Vægi þessara tveggja sjóða var aftur á móti mikið þegar núverandi stjórn Icelandair var valinn á aðalfundi félagsins í byrjun mars.

Samkvæmt nýjasta hluthafalista Icelandair Group er lífeyrissjóðurinn LSR stærsti hluthafinn. Þar á eftir kemur Íslandsbanki og svo lífeyrissjóðurinn Gildi.

Stuttu eftir hlutafjáraukninguna fékk Túristi þau svör frá Gildi að ekki væri óeðlilegt að breytingar yrðu gerðar á stjórn Icelandair þar sem hluthafahópurinn hefði breyst í kjölfar útboðsins.

Spurður um stöðu mála í dag þá segir Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis, að málið hafi verið til skoðunar innan sjóðsins „Það er farið að styttast í aðalfund Icelandair og við erum með til skoðunar hvaða breytingar væri rétt að gera á stjórn félagsins á þeim vettvangi. Við sjáum m.a. fyrir okkur að eiga samtal við tilnefningarnefnd félagsins á næstunni hvað það varðar. Af okkar hálfu er ekki aðkallandi að gera breytingar á stjórn Icelandair á þessum tímapunkti, “ segir Árni.

Formaður stjórnar Icelandair Group í dag er Úlfar Steindórsson og með honum í stjórn eru þau Svafa Grönfeldt, Nina Jonsson, Guðmundur Hafsteinsson og John F. Thomas.

Þó starfsemi Icelandair Group sé lítil nú um stundir má gera ráð fyrir að á borði stjórnar félagsins séu flóknar ákvarðanir um flugflota félagsins og framtíðarskipulag á eldsneytiskaupum. Síðarnefnda málið er til að mynda á dagskrá hjá forráðamönnum IAG, móðurfélags British Airways, enda hefur félagið tapað gríðarlegum upphæðum á núverandi stefnu.

Á sama tíma má gera ráð fyrir að stjórnendur Icelandair þurfi að gera upp hug sinn varðandi rekstur dótturfélaga. Því eins og bent var á í tengslum við útgáfu ríkisábyrgðar til Icelandair þá er félagið í beinni samkeppni við fjölda íslenskra ferðaskrifstofa, bæði þær sem skipuleggja Íslandsferðir og selja Íslendingum utanlandsferðir. Það er hins vegar ekki algengt að erlend flugfélög reki ferðaskrifstofur undir öðru nafni.

Nýtt efni

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til Ísafjarðar um síðustu helgi, þýska AIDAsol með nærri í 2.200 farþega. Á sunnudag koma tvö skip með væntanlega 3.000 - 4.000 farþega. Það er farþegafjöldi undir öllum viðvörunarmörkum sem Ísafjarðarbær ætlar að fylgja í framtíðinni vegna komu skemmtiferðaskipa. Nýsamþykktar fjöldatakmarkanir gilda raunar ekki á þessu ári þar sem bókanir hafa …

Í marsmánuði fór fjöldi erlendra ferðamanna í Japan í fyrsta skipti yfir 3 milljónir, samkvæmt tölum sem birtar voru í síðustu viku. Um 2,7 milljónir komu í febrúar. Auðvitað nýtur japönsk ferðaþjónusta nú uppsafnaðrar löngunar erlendra ferðamanna á að heimsækja loks Japan eftir langvarandi lokun og ferðahindranir í tengslum við Covid-19 en það er ekki …

Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands var heiðraður á ársfundi Meet in Reykjavik í gær. Hann leiddi til sigurs umsókn Íslands um að fá ráðstefnuna „International Geoscience and Remote Sensing Symposium (IGARSS)“ til Reykjavíkur í júlí 2027. Gert er ráð fyrir að 2.500 erlendir vísindamenn og fagfólk á sviði fjarkönnunar frá öllum heimshornum sæki ráðstefnuna …

United Airlines tilkynntu í gær um betri afkomu en vænst var á öðrum ársfjórðungi. Þetta kemur í framhaldi af því að tapið á fyrsta fjórðungi var minna en óttast hafði verið. Megin ástæða þess að vel gengur er einfaldlega mikill áhugi á ferðalögum. Hlutabréf í United hækkuðu strax í fyrstu viðskiptum eftir að tilkynnt var …

Japanskir bílaframleiðandur hafa dregist aftur úr nýrri fyrirtækjum á borð við bandaríska Tesla og kínverska BYD í þróun rafbílasmíði. En menn velta því fyrir sér hvort japanskir framleiðendur á borð við Toyota og Nissan verði ekki fljótir að vinna upp það forskot - og jafnvel ná forystu - með þróun nýrrar gerðar rafhlaðna, sem vonir …

„Viltu nýjan bíl? Ef svarið er já, þá þurfum við að finna pening til að kaupa bílinn. Við getum aflað hans með sjávarútvegi en sú grein er takmörkuð og margir vilja setja skorður á fiskeldi. Til að auka framleiðslu á málmum þarf meiri raforku. Þá er það ferðaþjónustan sem er eftir og því þarf að …

Yfir veturinn eru Bretar fjölmennastir í hópi ferðamanna hér á landi en fyrstu þrjá mánuði þessa árs innrituðu 109 þúsund breskir farþegar sig í flug frá Keflavíkurflugvelli. Fjöldinn stóð í stað frá sama tíma í fyrra en hins vegar fjölgaði brottförum útlendinga um tíund þessa þrjá mánuði. Efnahagsástandið í Bretlandi kann að skýra að það …

Því var fagnað í gær að undirrituð hefði verið viljayfirlýsingu um að Íslandshótel og fjárfestar tengdir Skógarböðunum ætluðu að byggja og reka fjögurra stjörnu hótel við Skógarböðin í Eyjafirði gegnt Akureyri. Á væntanlegu baðhóteli verða 120 herbergi. Sjallinn - MYND: Facebook-síða Sjallans Íslandshótel hafa líka haft áform um að reisa hótel í miðbæ Akureyrar, þar …