Samfélagsmiðlar

Niðurskurður Norwegian yrði högg fyrir neytendur og íslenska ferðaþjónustu

Með tíðum ferðum Norwegian frá fjölmennustu borgum Spánar þá þrefaldaðist fjöldi spænskra ferðamanna hér yfir vetrarmánuðina og kortavelta þeirra jókst um hundruðir milljóna á mánuði. Nú er óljóst með framhaldið.

norwegian vetur

Hingað til lands flugu þotur Norwegian daglega frá meginlandi Spánar yfir vetrarmánuðina.

„Aðgerðir Norwegian skapa tækifæri fyrir Icelandair,“ segir í fyrirsögn viðtals Morgunblaðsins við Boga Nils Bogason, forstjóra Icelandair, um síðustu helgi. Þar er ræðir forstjórinn þá ákvörðun stjórnenda Norwegian að hætta flugi milli Evrópu og Norður-Ameríku og þá oftar en ekki í mikilli samkeppni við Icelandair.

Það eru þó vísbendingar um að boðaður niðurskurður hjá Norwegian muni einnig hafa töluverð áhrif á starfsemi norska flugfélagsins hér á landi. En fyrir heimsfaraldurinn var Norwegian það flugfélag sem flutti flesta farþega milli Íslands og Spánar. Sex af hverjum tíu sem ferðuðust héðan til Tenerife flugu til að mynda með Norwegian.

Íslendingar á leið til Kanarí og Alicante hafa einnig notið góðs af tíðum ferðum félagsins þangað. Og fyrir íslenska ferðaþjónustu hefur áætlunarflug Norwegian til Íslands frá Madríd og Barcelona yfir vetrarmánuðina verið mjög þýðingarmikið. Fjöldi spænskra ferðamanna á Íslandi yfir háveturinn þrefaldaðist og kortavelta Spánverjar jókst um hundruðir milljónir króna á mánuði.

Kortaveltan upp í nærri 900 milljónir

Þetta sýnir samanburður á kortaveltu Spánverjar á fyrsta ársfjórðungi 2016 og 2019. Í ársbyrjun 2016 var ekkert beint flug hingað frá meginlandi Spánar og þá nam kortavelta Spánverja hér á landi samtals 341 milljón króna. Fyrstu þrjá mánuðina 2019 var Norwegian hins vegar með tvær til þrjár ferðir í viku frá Barcelona, Madríd og Alicante.

Á því tímabili var kortavelta spænskra ferðamanna 897 milljónir króna. Hækkunin nemur hátt í tvö hundruð milljónum króna á mánuði frá sama tíma árið 2016. Þessa þróun mátti líka sjá í kortaveltu Spánverjar í janúar og febrúar árið 2020 áður en heimsfaraldurinn stöðvaði ferðalög milli landa.

Þrefalt fleiri ferðamenn

Auðvitað er það ekki svo að allir þeir spænsku ferðamenn sem hingað komu hafi flogið með Norwegian. En vafalítið hafa margir þeirra gert það því fjöldi spænskra ferðamanna þrefaldaðist á milli fyrsta fjórðungs 2016 og 2019. Viðbótin nam 7443 ferðamönnum og á þessu tímabili nam sætaframboð Norwegian um 15 þúsund sætum.

Þessi aukning í fjölda spænskra ferðamanna og kortaveltu þeirra er vísbending um hversu mikilvægt er að koma upp tíðum ferðum á ný milli Íslands og meginlands Spánar næsta vetur. Boðaður niðurskurður í starfsemi Norwegian mun sennilega hafa áhrif á ferðir félagsins til Íslands frá Spáni. Það sést til að mynda á því hversu há fargjöldin á þessum flugleiðum eru í dag. Þess háttar verðlagning er oft undanfari þess að flugið er fellt niður. Talsmenn félagsins verjast þó fregna af stöðunni þegar Túristi hefur óskað skýringa.

Stjórnendur Icelandair hafa ekki sýnt vetrarferðum til Spánar áhuga

Spænska flugfélagið Vueling hefur reyndar haldið úti ferðum til Íslands einn og einn vetur síðustu ár en það hefur Icelandair ekki gert. Og það félag virðist frekar horfa til þess að flytja Íslendinga í frí til Tenerife en að fljúga ferðamönnum til Íslands frá meginlandi Spánar yfir veturinn.

Að öllu óbreyttu fer því íslensk ferðaþjónusta á mis við milljarða veltu spænskra ferðamanna yfir vetrarmánuðina. Það eru því ekki að sjá að í niðurskurði Norwegian séu einhver tækifæri fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki, nema kannski Icelandair.

Nýtt efni

Ef ekki nást samningar milli Norwegian og norska flugmanna félagsins fyrir lok vinnuvikunnar þá munu 17 flugmenn félagsins leggja niður störf strax um helgina. Alf Hansen, formaður félags flugmanna hjá Norwegian, segir að krafa sé gerð um bæði hærri laun og betri vinnutíma. „Við vinnum sex af hverjum níu helgum. Til viðbótar er vinnuálagið mest …

Þetta eru góðar fréttir fyrir starfsmenn Mirafiori-verksmiðja Fiat í Tórínó, eins anga Stellantis-samsteypunnar, en bakslag í augum þeirra sem vilja ekkert hik í orkuskiptum í samgöngum. Eitt sinn var Mirafiori stærsta verksmiðjuhverfi Ítalíu og þar starfar enn elsta bílaverksmiðja Evrópu. En í bílaiðnaði nútímans lifir enginn á fornri frægð. Verði blendingsútgáfa af litla 500e smíðuð …

Evrópuþingið hefur samþykkt tilskipun Framkvæmdastjórnar ESB um kolefnishlutlausan iðnað, Net Zero Industry Act, eða NZIA, sem ætlað er að efla vistvænan iðnað í Evrópu og auka framleiðsluafköst í hreinorkutækni. Samræmdar reglur og fyrirsjáanleiki í viðskiptaumhverfi græns iðnaðar eiga að skila sér í meiri samkeppnishæfni og styrk iðnaðar í álfunni og fjölgun sérhæfðra starfa. Vonast er …

Komið hefur í ljós að gjaldtaka af ferðamönnum sem koma til Feneyja hefur ekki náð þeim tilgangi sínum að hemja troðningstúrisma í borginni fögru við Adríahaf. Dagpassarnir svonefndu hafa þvert á móti valdið ólgu meðal íbúa og ruglað ferðamenn í ríminu. Útgáfa passanna hófst 25. apríl og verður ekki sagt að á þeim mánuði sem …

Bílaframleiðendur í Brasilíu hafa fulla trú á því að auk þess sem notaðir verði málmar á borð við litíum, nikkel og kóbalt til að búa til bílarafhlöður verði líka þörf á gamla, góða sykrinum til að gera samgöngur vistvænni í framtíðinni. Flestir bílar sem framleiddir eru fyrir Brasilíumarkað ganga fyrir blöndu af bensíni og etanóli, …

Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP29) fer fram í Bakú í Aserbaísjan dagana 11. – 22. nóvember og nú á föstudaginn rennur úr frestur til að skila inn umsóknum um þátttöku í viðskiptasendinefnd Íslands. Að hámarki 50 manns fá þar sæti en gert er ráð fyrir að hvert fyrirtæki sendi að hámarki tvo fulltrúa. Í sendinefndinni sem …

Hann er önnum kafinn við að búa til smjördeig fyrir bökurnar þegar símaviðtalið hefst en er með hendurnar frjálsar og spjallar á meðan. Smjördeigið á leið yfir botninn með fyllingunni - MYND: © Arctic Pies „Við vorum þrír Ástralir sem stofnuðum þetta fyrirtæki saman og tengdum í gegnum þessa sömu matarupplifun. Það er pínu flókið …

Á fimmta hundrað flugvallarstarfsmenn í Ósló og Bergen munu leggja niður störf á miðnætti ef ekki nást samningar um nýjan kjarasamning. Viðræðurnar stranda aðallega á kröfum um bætt lífeyrisréttindi og aukin veikindarétt að því segir í frétt Norska ríkisútvarpsins. Ef til verkfalls kemur er viðbúið að það hafi mikil áhrif á umferðina um flugvellina í …