Samfélagsmiðlar

Niðurskurður Norwegian yrði högg fyrir neytendur og íslenska ferðaþjónustu

Með tíðum ferðum Norwegian frá fjölmennustu borgum Spánar þá þrefaldaðist fjöldi spænskra ferðamanna hér yfir vetrarmánuðina og kortavelta þeirra jókst um hundruðir milljóna á mánuði. Nú er óljóst með framhaldið.

norwegian vetur

Hingað til lands flugu þotur Norwegian daglega frá meginlandi Spánar yfir vetrarmánuðina.

„Aðgerðir Norwegian skapa tækifæri fyrir Icelandair,“ segir í fyrirsögn viðtals Morgunblaðsins við Boga Nils Bogason, forstjóra Icelandair, um síðustu helgi. Þar er ræðir forstjórinn þá ákvörðun stjórnenda Norwegian að hætta flugi milli Evrópu og Norður-Ameríku og þá oftar en ekki í mikilli samkeppni við Icelandair.

Það eru þó vísbendingar um að boðaður niðurskurður hjá Norwegian muni einnig hafa töluverð áhrif á starfsemi norska flugfélagsins hér á landi. En fyrir heimsfaraldurinn var Norwegian það flugfélag sem flutti flesta farþega milli Íslands og Spánar. Sex af hverjum tíu sem ferðuðust héðan til Tenerife flugu til að mynda með Norwegian.

Íslendingar á leið til Kanarí og Alicante hafa einnig notið góðs af tíðum ferðum félagsins þangað. Og fyrir íslenska ferðaþjónustu hefur áætlunarflug Norwegian til Íslands frá Madríd og Barcelona yfir vetrarmánuðina verið mjög þýðingarmikið. Fjöldi spænskra ferðamanna á Íslandi yfir háveturinn þrefaldaðist og kortavelta Spánverjar jókst um hundruðir milljónir króna á mánuði.

Kortaveltan upp í nærri 900 milljónir

Þetta sýnir samanburður á kortaveltu Spánverjar á fyrsta ársfjórðungi 2016 og 2019. Í ársbyrjun 2016 var ekkert beint flug hingað frá meginlandi Spánar og þá nam kortavelta Spánverja hér á landi samtals 341 milljón króna. Fyrstu þrjá mánuðina 2019 var Norwegian hins vegar með tvær til þrjár ferðir í viku frá Barcelona, Madríd og Alicante.

Á því tímabili var kortavelta spænskra ferðamanna 897 milljónir króna. Hækkunin nemur hátt í tvö hundruð milljónum króna á mánuði frá sama tíma árið 2016. Þessa þróun mátti líka sjá í kortaveltu Spánverjar í janúar og febrúar árið 2020 áður en heimsfaraldurinn stöðvaði ferðalög milli landa.

Þrefalt fleiri ferðamenn

Auðvitað er það ekki svo að allir þeir spænsku ferðamenn sem hingað komu hafi flogið með Norwegian. En vafalítið hafa margir þeirra gert það því fjöldi spænskra ferðamanna þrefaldaðist á milli fyrsta fjórðungs 2016 og 2019. Viðbótin nam 7443 ferðamönnum og á þessu tímabili nam sætaframboð Norwegian um 15 þúsund sætum.

Þessi aukning í fjölda spænskra ferðamanna og kortaveltu þeirra er vísbending um hversu mikilvægt er að koma upp tíðum ferðum á ný milli Íslands og meginlands Spánar næsta vetur. Boðaður niðurskurður í starfsemi Norwegian mun sennilega hafa áhrif á ferðir félagsins til Íslands frá Spáni. Það sést til að mynda á því hversu há fargjöldin á þessum flugleiðum eru í dag. Þess háttar verðlagning er oft undanfari þess að flugið er fellt niður. Talsmenn félagsins verjast þó fregna af stöðunni þegar Túristi hefur óskað skýringa.

Stjórnendur Icelandair hafa ekki sýnt vetrarferðum til Spánar áhuga

Spænska flugfélagið Vueling hefur reyndar haldið úti ferðum til Íslands einn og einn vetur síðustu ár en það hefur Icelandair ekki gert. Og það félag virðist frekar horfa til þess að flytja Íslendinga í frí til Tenerife en að fljúga ferðamönnum til Íslands frá meginlandi Spánar yfir veturinn.

Að öllu óbreyttu fer því íslensk ferðaþjónusta á mis við milljarða veltu spænskra ferðamanna yfir vetrarmánuðina. Það eru því ekki að sjá að í niðurskurði Norwegian séu einhver tækifæri fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki, nema kannski Icelandair.

Nýtt efni

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …

Koffínlausar kaffibaunir eru hefðbundnar kaffibaunir þar sem beiskjuefnið og örvandi hlutinn koffín hefur verið fjarlægt. Útbreiddasta og ódýrasta ferlið við að losa baunirnar við koffínið er hins vegar orðið umdeilt þar sem efnasambönd sem við það eru notuð eru nú tengd við ýmsa heilsufarskvilla.Hægt er að beita nokkrum aðferðum við að losa kaffibaunir við koffín. …

Þrjátíu og átta trilljónir er tala sem er svolítið erfitt að skilja. Trilljón er notað í Bandaríkjunum yfir það sem við Íslendingar köllum billjón, og billjón er þúsund milljarðar, eða milljón milljónir. Á núverandi gengi eru 38 trilljónir Bandaríkjadala sama og 5.320 billjónir íslenskra króna, eða 5,3 milljón milljarðar.  Það er gott að hafa þetta …

Borgaryfirvöld í Lissabon hafa samþykkt að hækka gistináttagjald úr 2 í 4 evrur. Gjaldtaka nær ekki til tjaldstæða. Þá hefur komugjald á skipafarþega verið hækkað úr 1 í 2 evrur. Tillaga um að hækka það gjald í 4 evrur var felld.  Lusa-fréttastofan hefur eftir Carlos Moedas, borgarstjóra, að það sé „sanngjarnt fyrir borgina og íbúa …