Samfélagsmiðlar

Samdráttur í vinnuferðum kemur minna niður á Íslandi og Icelandair

Viðskiptaferðalangar hafa staðið undir um helmingi farþegatekna flugfélaga sem fljúga milli Evrópu og Norður-Ameríku. Hlutfallið er mun lægra hjá Icelandair. Langstærsti hluti þeirra sem heimsækir Ísland er kominn til að fara í frí. Hversu margir borga svo fyrir Íslandsferðina með vildarpunktum er ekki vitað.

Það verða fyrst og fremst almennir ferðamenn sem fara af stað þegar landamæri opnast og ferðatakmarkanir vegna Covid-19 falla niður. Um þetta virðast sérfræðingar í ferðageiranum almennt vera sammála um. Biðin eftir því að viðskiptaferðalangar fari að kaupa dýru farmiðana sína verður aftur á móti lengri. Megin skýringin á því liggur í samskiptatækninni sem fólk hefur vanið sig við nú í heimsfaraldrinum.

Þessi þróun þyrfti ekki að koma harkalega niður á íslenskri ferðaþjónustu því rétt um þrír af hverjum hundrað ferðamönnum hér á landi árið 2019 sögðust vera í vinnuferð. Það hlutfall er lágt í samanburði við löndin í kringum okkur.

Á sama hátt er vægi viðskiptafarþega hjá Icelandair rétt um fimm prósent. Þessi hópur skilar flugfélaginu líka hlutfallslega mun lægri tekjum en hjá keppinautunum.

Rétt um fimmtungur

Þannig stóðu viðskiptaferðalangar undir um helmingi allra farþegatekna af flugi milli Evrópu og Norður-Ameríku fyrir heimsfaraldurinn samkvæmt tölum IATA, alþjóðasamtaka flugfélaga.

Hjá Icelandair var hlutfallið rétt um fimmtungur líkt og fram kom í fjárfestakynningu Icelandair samsteypunnar í sl. haust. Hjá flugfélaginu hefur áherslan líka ávallt verið á fólk á leið í frí eða að heimsækja fjölskyldu og vini. Og í þotum Icelandair er ekkert fyrsta flokks farrými.

Tugprósenta niðursveifla

Og samdrátturinn sem margir sjá fyrir í fækkun ferðalaga á vegum fyrirtækja og stofnanna er verulegur. Nýverið spáði sérðfræðingahópur Wall Street Journal því að hann myndi nema 19 til 36 prósentum til lengri tíma. Framkvæmdastjóri Star Alliance, samstarfsvettvangs flugfélaga, sér fyrir sér álíka niðursveiflu í viðtali við Financial Times.

Bill Gates, stofnandi Microsoft, telur aftur á móti að vinnuferðunum muni fækka um helming. Forstjóri Delta flugfélagsins sagði Gates þó ekkert geta spáð fyrir um þessa þróun og forstjórar fleiri stórra flugfélaga segjast búast við tíðum vinnuferðum á ný. Þó almennt færri en áður.

Þeir sem borga fyrir fríið með vildarpunktum

Líkt og fram kom hér ofar þá ferðast nær allir til Íslands til að fara í frí en ekki í stutta vinnuferð samkvæmt könnun Ferðamálastofu. Það liggur þó fyrir að margir nota ferðapunkta, sem þeir afla í vinnuferðum, til að niðurgreiða önnur ferðalög.

Þannig getur sá sem flýgur oft vegna vinnu innan Bandaríkjanna með Delta safnað punktum sem duga til að borga fyrir flugmiða með Delta til Íslands. Viðkomandi gistir svo kannski alltaf á Hilton hótelum í vinnuferðunum og getur þá nýtt punktana hjá hótelkeðjunni til að greiða fyrir gistingu á þess háttar hóteli í Reykjavík.

Túristum sem greiða fyrir ferðalög sín með vildarpunktum gæti því fækkað.

Nýtt efni

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …