Samfélagsmiðlar

Ferðaskrifstofur Arion banka fengu nærri 900 milljón króna lán viku fyrir gjaldþrotið

Þrátt fyrir að geta ekki staðið skil á eldra láni þá fékk Travelco Nordic nýtt lán frá danska ferðaábyrgðasjóðnum á krítiskum tíma. Travelco Nordic fór í þrot stuttu síðar en undir það heyrðu nokkrar norræna ferðaskrifstofur. Arion banki segir að sala á starfseminni hafi verið á lokametrunum fyrir heimsfaraldur.

Stjórn ferðaábyrgðasjóðs Danmerkur, Rejsegarantifonden, óskaði eftir rannsókn sl. haust á ríflega þriggja milljarða tjóni sjóðsins vegna gjaldþrots Travelco Nordic, eignarhaldsfélags nokkurra norrænna ferðaskrifstofa. Aldrei áður hefur danski sjóðurinn orðið fyrir eins miklu fjárhagstjóni.

Travelco Nordic var í upphaflega í eigu Andra Más Ingólfssonar en sumarið 2019 tók Arion banki fyrirtækið yfir í uppgjöri sinu við Andra Má í tengslum við gjaldþrot Primera Air.

Lánveiting á viðkvæmum tíma ekki lögð fyrir stjórnina

Fyrir helgi voru niðurstöður rannsóknarinnar birtar og niðurstaðan er sú að stjórn danska sjóðsins og starfsmenn hafi fylgt þeim reglum sem gilda um starfsemina. Þó með fyrirvara um lánveitingu um miðjan október í fyrra.

Á það er nefnilega bent í skýrslunni að stjórnarformaður sjóðsins og framkvæmdastjóri hafi ekki ráðfært sig við stjórnina þegar dótturfélagi Travelco Nordic var veitt lán upp um fjörutíu milljónir danskra króna, 876 milljónir íslenskra kr. á þáverandi gengi, þann 15. október í fyrra.

Það lán var afgreitt þrátt fyrir að forráðamenn Travelco Nordic hafi tilkynnt að félagið gæti ekki staðið í skilum á öðru láni frá sjóðnum sem komið var á gjalddaga.

Margir kúnnar á ferðalagi

Þar með hefði fyrirtækið ekki átt að fá nýtt lán samkvæmt samþykktum stjórnar ferðaábyrgðasjóðsins. Hins vegar var það mat stjórnenda sjóðsins að þarna hafi verið raunveruleg hætta á að Travelco Nordic yrði gjaldþrota nær samstundis.

Og akkúrat á þessum tímapunkti var haustfrí í dönskum skólum og fjöldi viðskiptavina Travelco Nordic í útlöndum. Ef til gjaldþrots hefði komið þá hefði ferðaábyrgðasjóðurinn þurft að greiða fyrir heimferðir fólksins.

Lánið var því veitt en viku síðar var Travelco Nordic lýst gjaldþrota. Arion banki keypti vörumerki Bravo Tours út úr þrotabúinu stuttu síðar.

Ekkert athugavert við söluna til Arion banka

Ein af niðurstöðum rannsóknarinnar á gjaldþrotinu er sú að ekkert sé út á þá sölu skiptastjóra að setja. Hann hafi leitað tilboða víðar áður en Bravo Tours var seld til bankans og meðfjárfesta, þar á meðal framkvæmdastjórans Peder Hornshøj.

Arion banki keypti einnig íslensku ferðaskrifstofuna Heimsferðir út úr þrotabúinu. Í lok síðasta árs var svo tilkynnt um kaup Ferðaskrifstofu Íslands á Heimsferðum.

Sala á ferðaskrifstofunum var á lokametrunum rétt fyrir COVID-19

Haraldur Guðni Eiðsson, talsmaður Arion banka, segir í svari til Túrista að við gerð umræddrar skýrslu hafi ekki verið haft samband við Arion banka og sjónarmið bankans komi því ekki fram í skýrslunni.

Hann bendir jafnframt á að sala á erlendri starfsemi Travelco Nordic hafi verið á lokametrunum þegar heimsfaraldurinn hófst í lok síðasta vetrar. Í kjölfarið hafi hvorki Arion banki né þeir aðilar sem sýnt höfðu kaupunum áhuga treyst sér til að reka fyrirtækið áfram eða leggja því til laust fé miðað við á óvissu sem blasti við.

„Erlenda starfsemin fór í formlega fjárhagslega endurskipulagningu í Danmörku, skv. þar gildandi lögum, og skipaður var sérstakur umsjónarmaður. Markmið bankans í öllu ferlinu var að lágmarka það tjón sem þegar var orðið, m.a. með því að bjarga sem flestum störfum og standa við skuldbindingar gagnvart viðskiptavinum. Bankinn tryggði m.a. að allir farþegar og viðskiptavinir gátu klárað sín ferðalög og komist til síns heima án nokkurra vandræða,“ segir Haraldur.

Samantekt á dönsku rannsókninni má lesa hér.

Nýtt efni

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …