Samfélagsmiðlar

Ferðaskrifstofur Arion banka fengu nærri 900 milljón króna lán viku fyrir gjaldþrotið

Þrátt fyrir að geta ekki staðið skil á eldra láni þá fékk Travelco Nordic nýtt lán frá danska ferðaábyrgðasjóðnum á krítiskum tíma. Travelco Nordic fór í þrot stuttu síðar en undir það heyrðu nokkrar norræna ferðaskrifstofur. Arion banki segir að sala á starfseminni hafi verið á lokametrunum fyrir heimsfaraldur.

Stjórn ferðaábyrgðasjóðs Danmerkur, Rejsegarantifonden, óskaði eftir rannsókn sl. haust á ríflega þriggja milljarða tjóni sjóðsins vegna gjaldþrots Travelco Nordic, eignarhaldsfélags nokkurra norrænna ferðaskrifstofa. Aldrei áður hefur danski sjóðurinn orðið fyrir eins miklu fjárhagstjóni.

Travelco Nordic var í upphaflega í eigu Andra Más Ingólfssonar en sumarið 2019 tók Arion banki fyrirtækið yfir í uppgjöri sinu við Andra Má í tengslum við gjaldþrot Primera Air.

Lánveiting á viðkvæmum tíma ekki lögð fyrir stjórnina

Fyrir helgi voru niðurstöður rannsóknarinnar birtar og niðurstaðan er sú að stjórn danska sjóðsins og starfsmenn hafi fylgt þeim reglum sem gilda um starfsemina. Þó með fyrirvara um lánveitingu um miðjan október í fyrra.

Á það er nefnilega bent í skýrslunni að stjórnarformaður sjóðsins og framkvæmdastjóri hafi ekki ráðfært sig við stjórnina þegar dótturfélagi Travelco Nordic var veitt lán upp um fjörutíu milljónir danskra króna, 876 milljónir íslenskra kr. á þáverandi gengi, þann 15. október í fyrra.

Það lán var afgreitt þrátt fyrir að forráðamenn Travelco Nordic hafi tilkynnt að félagið gæti ekki staðið í skilum á öðru láni frá sjóðnum sem komið var á gjalddaga.

Margir kúnnar á ferðalagi

Þar með hefði fyrirtækið ekki átt að fá nýtt lán samkvæmt samþykktum stjórnar ferðaábyrgðasjóðsins. Hins vegar var það mat stjórnenda sjóðsins að þarna hafi verið raunveruleg hætta á að Travelco Nordic yrði gjaldþrota nær samstundis.

Og akkúrat á þessum tímapunkti var haustfrí í dönskum skólum og fjöldi viðskiptavina Travelco Nordic í útlöndum. Ef til gjaldþrots hefði komið þá hefði ferðaábyrgðasjóðurinn þurft að greiða fyrir heimferðir fólksins.

Lánið var því veitt en viku síðar var Travelco Nordic lýst gjaldþrota. Arion banki keypti vörumerki Bravo Tours út úr þrotabúinu stuttu síðar.

Ekkert athugavert við söluna til Arion banka

Ein af niðurstöðum rannsóknarinnar á gjaldþrotinu er sú að ekkert sé út á þá sölu skiptastjóra að setja. Hann hafi leitað tilboða víðar áður en Bravo Tours var seld til bankans og meðfjárfesta, þar á meðal framkvæmdastjórans Peder Hornshøj.

Arion banki keypti einnig íslensku ferðaskrifstofuna Heimsferðir út úr þrotabúinu. Í lok síðasta árs var svo tilkynnt um kaup Ferðaskrifstofu Íslands á Heimsferðum.

Sala á ferðaskrifstofunum var á lokametrunum rétt fyrir COVID-19

Haraldur Guðni Eiðsson, talsmaður Arion banka, segir í svari til Túrista að við gerð umræddrar skýrslu hafi ekki verið haft samband við Arion banka og sjónarmið bankans komi því ekki fram í skýrslunni.

Hann bendir jafnframt á að sala á erlendri starfsemi Travelco Nordic hafi verið á lokametrunum þegar heimsfaraldurinn hófst í lok síðasta vetrar. Í kjölfarið hafi hvorki Arion banki né þeir aðilar sem sýnt höfðu kaupunum áhuga treyst sér til að reka fyrirtækið áfram eða leggja því til laust fé miðað við á óvissu sem blasti við.

„Erlenda starfsemin fór í formlega fjárhagslega endurskipulagningu í Danmörku, skv. þar gildandi lögum, og skipaður var sérstakur umsjónarmaður. Markmið bankans í öllu ferlinu var að lágmarka það tjón sem þegar var orðið, m.a. með því að bjarga sem flestum störfum og standa við skuldbindingar gagnvart viðskiptavinum. Bankinn tryggði m.a. að allir farþegar og viðskiptavinir gátu klárað sín ferðalög og komist til síns heima án nokkurra vandræða,“ segir Haraldur.

Samantekt á dönsku rannsókninni má lesa hér.

Nýtt efni

Brasilíski flugframleiðandinn Embraer greinir frá góðum gangi í pöntunum og afhendingu véla á fyrstu mánuðum ársins. Mestur var fögnuðurinn í höfuðstöðvunum í São José dos Campos þegar American Airlines staðfesti kaup á 90 farþegaþotum af gerðinni E175, sem verða notaðar í innanlandsflugi og eru hluti af stórri endurnýjun flugflota félagsins. E175 eru meðaldrægar vélar, oftast …

Faxaflóahafnir héldu vorfund sinn fyrir helgi til að kynna fyrirtækjum í ferðaþjónustu skipulag sumarsins við móttöku skemmtiferðaskipa, sem tekur mið af því raski sem verður vegna byggingar farþegamiðstöðvar Faxaflóahafna. Þeim framkvæmdum á að ljúka að tveimur árum liðnum, eins og FF7 greindi nýverið frá. Fram kom á fundinum að gert er ráð fyrir rúmlega 308 …

Fréttaveitan Bloomberg sagði frá því á dögunum að mikil úlfúð ríkti í alþjóðlegu kolefnisvottunarsamtökunum Science Based Targets initiatives, eða SBTi.  Fyrirtæki um allar koppagrundir hafa lengi reitt sig á vottanir frá SBTi þegar þau hafa fullyrt að þau stefni að kolefnishlutleysi.  Yfirleitt er kannski lítil ástæða til þess að fólk kippi sér upp við slæman starfsanda og …

Þegar lent er á flugvelli á ESB-svæðinu bíður farþeganna ekki verslun með tollfrjálsan varning við töskubeltin. Þess háttar er aðeins í boði fyrir brottför. Í Evrópuríkjum utan ESB gefst hins vegar tækifæri til að kaupa ódýrara áfengi við komuna eins og við þekkjum frá Keflavíkurflugvelli. Þeir sem nýta tollinn sinn þar til að kaupa léttvín …

Þrjár þotur Loftleiða munu næstu misseri fljúga viðskiptavinum erlendra ferðaskrifstofa hringinn í kringum heiminn. Um borð eru sætin stærri og færri en í hefðbundnu áætlunarflugi enda kostar ferðalagið skildinginn. Hver farþegi borgar 25 milljónir fyrir ferðalag líkt og farið var yfir í fréttum Stöðvar 2.  Það er ekkert nýtt að Icelandair leigi þotu og áhöfn í …

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …