Samfélagsmiðlar

Ferðaskrifstofur Arion banka fengu nærri 900 milljón króna lán viku fyrir gjaldþrotið

Þrátt fyrir að geta ekki staðið skil á eldra láni þá fékk Travelco Nordic nýtt lán frá danska ferðaábyrgðasjóðnum á krítiskum tíma. Travelco Nordic fór í þrot stuttu síðar en undir það heyrðu nokkrar norræna ferðaskrifstofur. Arion banki segir að sala á starfseminni hafi verið á lokametrunum fyrir heimsfaraldur.

Stjórn ferðaábyrgðasjóðs Danmerkur, Rejsegarantifonden, óskaði eftir rannsókn sl. haust á ríflega þriggja milljarða tjóni sjóðsins vegna gjaldþrots Travelco Nordic, eignarhaldsfélags nokkurra norrænna ferðaskrifstofa. Aldrei áður hefur danski sjóðurinn orðið fyrir eins miklu fjárhagstjóni.

Travelco Nordic var í upphaflega í eigu Andra Más Ingólfssonar en sumarið 2019 tók Arion banki fyrirtækið yfir í uppgjöri sinu við Andra Má í tengslum við gjaldþrot Primera Air.

Lánveiting á viðkvæmum tíma ekki lögð fyrir stjórnina

Fyrir helgi voru niðurstöður rannsóknarinnar birtar og niðurstaðan er sú að stjórn danska sjóðsins og starfsmenn hafi fylgt þeim reglum sem gilda um starfsemina. Þó með fyrirvara um lánveitingu um miðjan október í fyrra.

Á það er nefnilega bent í skýrslunni að stjórnarformaður sjóðsins og framkvæmdastjóri hafi ekki ráðfært sig við stjórnina þegar dótturfélagi Travelco Nordic var veitt lán upp um fjörutíu milljónir danskra króna, 876 milljónir íslenskra kr. á þáverandi gengi, þann 15. október í fyrra.

Það lán var afgreitt þrátt fyrir að forráðamenn Travelco Nordic hafi tilkynnt að félagið gæti ekki staðið í skilum á öðru láni frá sjóðnum sem komið var á gjalddaga.

Margir kúnnar á ferðalagi

Þar með hefði fyrirtækið ekki átt að fá nýtt lán samkvæmt samþykktum stjórnar ferðaábyrgðasjóðsins. Hins vegar var það mat stjórnenda sjóðsins að þarna hafi verið raunveruleg hætta á að Travelco Nordic yrði gjaldþrota nær samstundis.

Og akkúrat á þessum tímapunkti var haustfrí í dönskum skólum og fjöldi viðskiptavina Travelco Nordic í útlöndum. Ef til gjaldþrots hefði komið þá hefði ferðaábyrgðasjóðurinn þurft að greiða fyrir heimferðir fólksins.

Lánið var því veitt en viku síðar var Travelco Nordic lýst gjaldþrota. Arion banki keypti vörumerki Bravo Tours út úr þrotabúinu stuttu síðar.

Ekkert athugavert við söluna til Arion banka

Ein af niðurstöðum rannsóknarinnar á gjaldþrotinu er sú að ekkert sé út á þá sölu skiptastjóra að setja. Hann hafi leitað tilboða víðar áður en Bravo Tours var seld til bankans og meðfjárfesta, þar á meðal framkvæmdastjórans Peder Hornshøj.

Arion banki keypti einnig íslensku ferðaskrifstofuna Heimsferðir út úr þrotabúinu. Í lok síðasta árs var svo tilkynnt um kaup Ferðaskrifstofu Íslands á Heimsferðum.

Sala á ferðaskrifstofunum var á lokametrunum rétt fyrir COVID-19

Haraldur Guðni Eiðsson, talsmaður Arion banka, segir í svari til Túrista að við gerð umræddrar skýrslu hafi ekki verið haft samband við Arion banka og sjónarmið bankans komi því ekki fram í skýrslunni.

Hann bendir jafnframt á að sala á erlendri starfsemi Travelco Nordic hafi verið á lokametrunum þegar heimsfaraldurinn hófst í lok síðasta vetrar. Í kjölfarið hafi hvorki Arion banki né þeir aðilar sem sýnt höfðu kaupunum áhuga treyst sér til að reka fyrirtækið áfram eða leggja því til laust fé miðað við á óvissu sem blasti við.

„Erlenda starfsemin fór í formlega fjárhagslega endurskipulagningu í Danmörku, skv. þar gildandi lögum, og skipaður var sérstakur umsjónarmaður. Markmið bankans í öllu ferlinu var að lágmarka það tjón sem þegar var orðið, m.a. með því að bjarga sem flestum störfum og standa við skuldbindingar gagnvart viðskiptavinum. Bankinn tryggði m.a. að allir farþegar og viðskiptavinir gátu klárað sín ferðalög og komist til síns heima án nokkurra vandræða,“ segir Haraldur.

Samantekt á dönsku rannsókninni má lesa hér.

Nýtt efni

Vorið 2021, stuttu áður en Play fór í loftið í fyrsta sinn, efndi félagið til hlutafjárútboðs þar sem söfnuðust 10 milljarðar króna. Í kjölfarið voru bréfin skráð á First North Growth í Kauphöllinni en um þann markað gilda ekki eins strangar reglur og Aðalmarkað Nasdaq. Í tengslum síðustu hlutafjáraukningu, sem lauk í apríl síðastliðnum, var …

Viðkiptastríð vesturveldanna og Kína heldur áfram að þyngjast því fyrr í dag gaf Evrópusambandið út að 38,1 prósent innflutningstollar yrðu lagðir á kínverska rafbíla frá og með næsta mánuði. Sú hækkun bætist við þann 10 prósent toll sem í dag ríkir á innflutning rafbíla frá Kína til aðildarríkja ESB. Þessi viðbótartollur hefur verið yfirvofandi síðustu …

Það var í júní 2014 sem breska lággjaldaflugfélagið Flybe, sem nú er gjaldþrota, hóf áætlunarflug til Íslands frá Birmingham. Flugleiðin stóð ekki undir væntingum stjórnenda Flyby og var lögð niður eftir níu mánuði. Þá tók Icelandair við keflinu og hélt úti tíðum ferðum milli Íslands og þessarar næstfjölmennustu borgar Bretlands fram í ársbyrjun 2018. Síðan …

Í Bandaríkjunum eru lestarsamgöngur ekki eins góðar og í Evrópu og þurfa þeir sem ætla að sækja komandi landsfundi Demókrata og Repúblikana annað hvort að keyra eða fljúga á fundarstað. Af þeim sökum hefur bandaríska flugfélagið United Airlines bætt við 118 flugferðum til og frá Chicago í ágúst í tilefni af landsfundi Demókrata. Repúblikanar hittast …

Gistináttagjald upp á 400 krónur (2,7 evrur) verður lagt á í Færeyjum frá og með október á næsta ári. Um leið verða allir þeir sem koma til eyjanna með skemmtiferðaskipum að greiða 1.300 króna gjald (9 evrur). Allar tekjur af þessari nýju gjaldtöku renna í sérstakan náttúruverndarsjóð að því segir í tilkynningu. Sá sjóður verður …

Talning á brottfararfarþegum á Keflavíkurflugvelli gefur vísbendingu um að erlendum ferðamönnum hér á landi hafi fækkað um tvö prósent í nýliðnum maí í samanburði við sama tíma í fyrra. Þróunin var hins vegar mjög ólík á milli þjóðerna. Þannig jókst straumurinn hingað frá Kanada umtalsvert á milli ára á meðan ferðamönnum frá Ísrael og Rússlandi …

Það seldust 1.259 nýir Tesla bílar á Íslandi árið 2022 og í fyrra voru þeir nærri þrefalt fleiri eða 3.471. Veltan jókst ekki í takt við söluna því tekjur bandaríska rafbílaframleiðands af hverjum nýjum bíl hér á landi drógust saman um 17 prósent samkvæmt útrekningum FF7 sem byggja á ársreikningi Tesla Motors Iceland ehf. Þetta …

Það voru 155 þúsund útlendingar sem innrituðu sig í flug frá Keflavíkurflugvelli í maí en þessi talning er notuð til að meta ferðamannastrauminn hingað til lands. Í maí í fyrra voru erlendu brottfararfarþegarnir 158 þúsund og 165 þúsund í maí 2018 þegar þeir voru flestir. Það vantaði því sex prósent fleiri farþega til að jafna …